Hvalur 1
Hvalurinn er kominn til að sjá og sigra og lét heldur betur finna fyrir sér á fyrsta mótinu í ár með sigri. Að hans sögn er hann nú búinn að lesa alla í gegnum þessi 6 ár og veit alveg hvernig hann ætlar að landa meistaratitlinum í ár.
Bótarinn tók annað sætið og ætlar ekki að gefa honum neinn frið, enda hefur Bótarinn oftar en ekki verið í toppslaginum.
Kempurnar tvær byrja með látum en ég er ekki með neinar upplýsingar um hvernig menn duttu út (fyrr en ég kemst í tölvuna)…en þið getið kannski rifjað þetta upp með mér?
- Mikkalingurinn 7.5þ
- Bótarinn 4.5þ
- Timbrið 3þ
- Bennsi
- Massinn
- Pusi
- Iðnaðarmaðurinn
- Lucky Luke
- Killerinn
- Heimir
- Spaða Ásinn
Hver tók þúsarann?
Bjór & bjórstig
Killerinn var fyrstur til að gera upp bjórinn í ár og lét Timbrið fá (sem svo deildi út á Lucky og Bótarann líka).
Síðan var byrjað að raða inn bjórstigum og ljóst að það verður rosaleg keppni í ár:
- Iðnaðarmaurðinn 3 stig
- Mikkalingurinn 2
- Bótarinn 1
- Bennsi 1
Staðan (stigataflan) verður uppfært þegar ég er með allar upplýsingar 😉
Skemmtielg byrjun á tímabilinu og alltaf vel séð um gesti hjá Iðnaðarmanninum sem bauð uppá þvílíku kræsingarnar að það þurfti að taka sérstaklega langt hlé til að reyna að láta aðeins sjá á öllu því sem var í boði.
Nú eru 5 vikur í næsta mót, þannig að menn hafa nógan tíma til að undirbúa sig 😉
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…