Hver tekur Bjórinn í ár?
Baráttan um Bjórmeistaratitilinn í ár er spennandi…þar er Kapteininn (og núverandi Bjórmeistarinn) með forystu með 5 stig og Lucky fylgir honum fast á eftir með 4 stig.
Nágranninn með 2 og svo Bótarinn, Heimsi og Bennsi með 1 stig hver og þurfa að hala inn stigum ef þeir ætla að ná efstu mönnum.
Bjórstigametið
Bjórstigin byrjuðu 2014 og hafa oftar en ekki unnist á 3 stigum. Stigametið á Iðnaðarmaðurinn frá 2017 þegar hann landaði 6 stigum. Mikkalingurinn á einnig 6 stig frá 2020 en þá voru líka rafmót í gangi og nokkuð víst að mun fleiri hendur voru spilaðar þá en 2017 (enda miklu fleiri bjórstigum sem var landað 2020 í rafmótum heldur en 2017).
Aldrei að vita nema nýtt met verði sett í bústaðnum og til mikils að vinna.
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…