Iðnaðarmaðurinn lætur ekkert stoppa sig
Það var tylft Bjólfsmanna sem hittist hjá Spaða Ásnum á lokakvöldi fyrstu mótaraðarinnar 2013-2014.
Ásinn veitti vel og fór vel um okkur á nýjum stað…þó svo að við hefðum þurft að hafa upphækkun fyrir annað borðið…en það var bara notaleg lágmenning þar á borði 😉
Bjór
Timbrið kom með bjórgjöf sem var ekki að verri endanum þar sem um jólabjór var að ræða og sú vara þykir nú merkileg þar sem hún er ekki komin í almenna sölu hér á landi fyrr en í næstu viku. Þá eru 5 enn eftir að gera upp sín mál og ýmislegt spennandi víst á leiðinni?
Sjöa-tvistur
Það bættist aðeins í bjórstigasafnið. Fyrsta stigið var tvöfallt þegar ég fór allur inn í fyrstu hönd eftir að hafa keypt mig aftur inn og með 7♦2♦…Pusi sá það og Massinn líka. Massinn var með 7♠2♠ og með sjöu í borð hitti Pusi ekki á neitt og tvö bjórstig bættust í sarpinn.
Mikkalingurinn nældi sér svo í bjórstig þegar hann hækkaði vel pre-flop…ég gat ekki séð hann með 8♦4♦ og því þurfti hann ekki mikið að svitna yfir því stigi.
Afmælishöndin
Mikkalingurinn hefur nú oftar en ekki fengið afmælisdaginn sinn 3♦5♣ og hann var einmitt með þá hönd á móti Pusi sem var allur inni með K♥4♣. Þó svo að Pusi hafi náð sér í fullt hús með 3♥3♣K♦ og Á♣3♠ þá dugði það skammt á móti fjórum þristum sem tóku húsið.
Bósi hætti fyrstur…óskiljanlegt að hans sögn hvernig besti leikmaðurinn getur dottið út og mætir væntanlega dýrvitlaus í næstu mótaröð;)
Lokaborðið
Killerinn, Mikkalingurinn, Bóndinn, Iðnaðarmaðurinn, Massinn, Gummi gosi & Logi settust niður í lokaslaginn. Ég og Kári vorum lang neðstir og varð ég fyrri til að detta út með gosapar móti Á♣Q♣ hjá Massanum. Kári fór út í næsta spili og Gummi stuttu eftir það.
Bóndinn tók bubble og missti af verðlaunasæti
MASSINN
…var ekkert að tvínóna við og kom sterkur inn á fyrsta móti tímabilsins en chippar fóru ósjaldan til hans. Undir lokin vann hann þokkalegan pott með Á♣2♥ móti Á♠3♥ þar sem 2♠ í borði reddaði honum. En nokkru síðar var hann með AK móti AQ hjá Iðnaðarmanninum sem hitti á Q og tók Massann út.
En Massin landaði 3ja sætinu og er með stórkostlegt meðaltal uppá 10 (enda bara mætt á eitt mót)…sjáum hvort hann haldi áfram sterkur á tímabilinu…vonandi batnar mætingin hans 😉
Endalokin
Iðnaðarmaðurinn endaði á að standa uppi sem sigurvegari kvöldsins og ná að stela 3. sætinu í lokapottinum. Góður pottur var í gær og náði hann að komast uppí 2. sætið í verðlaunafé…þó aðeins hálfdrættingur á við Bótarann sem enginn komst nálægt þá hann hafi verið fyrr út núna en undanfarin mót. Þannig að staðan í Bjólfsmeistarakeppninni er spennandi…menn sækja á Bótarann sem enn hefur 4 stiga forystu. Mikkalingurinn er líka að byrja vel með 18 stig eftir aðeins 2 kvöld í 4 sæti með 9 í meðtal…þannig að hann er til alls líklegur þó hann hafi ekki mætt á öll kvöldin.
Frábært kvöld eins og alltaf…sjáumast hjá Robocop eftir 3 vikur.
P.s. í hléi var add-on breytt í fill-up eftir að ég hafði reiknað út og skipt öllum verðlaunum, þannig að sá fimmhundruðkall var færður til bókar sem “önnur innkoma” í klúbbinn og er ég búinn að millifæra hann á reikninginn.
Frábærar veitingar hjá Gumma, ég sá að Andri nötraði af reiði þegar hann sá Gumma taka út eplapæ úr ofninum. Hörð keppni um gestgjafann.