Kominn tími á nýjann formann?
Nú er undirritaður búinn að þjóna dyggilega á 3ja ár sem formaður og segi eins og Rasczak í Starship Troopers að ég “er hann þangað til að hverf á braut eða við finnum einhvern betri”.
Þannig að ef einhver hefur áhuga á að sinna starfinu eða telur að einhver annar ætti að gera þá þá er um að gera að láta vita 😉
Það er gaman að þessum daglegu innslögum, nú er bjolfur.is kominn inn á morgunrúntinn 😉
Ég vona að þú verðir formaður sem lengst. Það er reyndar regla sem ég er farinn að aðhyllast. Mér finnst að það eigi að auglýsa sumar stöður fast á 5 ára fresti. Það er spurning um að taka hana upp í Bjólfi en ég hef ekki nokkra trú á öðru en allir séu sáttir við góða formennsku þína 🙂
Já, það er reyndar góð regla.
Annars mega menn alltaf koma með tillögur um nýjan formann…ég get þá bara neitað þeim 😉
En annars væri kannski best að skipta þessu bara á hverju ári, fá inn nýjar hugmyndir, koma draslinu yfir á annan og koma fleirum uppá að nota síðuna 😉 En reyndar er þetta nú allt annað líf eftir að Lokaborðið kom til =)