Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Lomminn kvaddur,

Póker er spennandi dægradvöl þar sem leikendur geta slakað á, skemmt sér og notið vinalegrar samkeppni. Enginn annar leikur býður upp á sambærilega vitsmunalega örvun, tækifæri á að læra, og jafn góðan félagskap eins og póker gerir.

Þolinmæði, tölfræðivitund, kænska, sálfræði, ákvarðanataka og agi eru aðeins brot af þeirri lífsnauðsynlegu hæfni sem pókerspilari þróar með sér. En þrátt fyrir allt skemmtanagildið og gagnlegu eiginleika pókersins er einn ógeðfelldur þáttur, sem oft á tíðum skilur leikendur eftir í sárum, órjúfanlegur frá þessum annars fallega leik———“Bad Beats!”

“Bad Beasts” er þegar þú ferð inn með stóra summu, mjög góða hönd í farteskinu og nánast fullkomnar líkur á sigri. En á einhvern ótrúlegan hátt hittir mótspilari þinn, á síðustu stundu, á þetta eina draumaspil sem hann vantar til þess að sigra þig. Þessi órjúfanlegi þáttur pókersins er án vafa sá mest pirrandi. Þar sem póker er leikur hæfileika og útsjónasemi finnst spilurum “Bad Beats” oft á tíðum óviðeigandi og ósanngjarnir og valda þeim andvöku svo dögum skiptir.

Einn meðliður okkar frábæra félagsskaps kann manna best að taka slíkum uppákomum. Sá aðili er sá hinn sami og ég vil kveðja með þessum stutta pistli. Hann lætur sjaldan reiðina og gremjuna hafa áhrif á sig, heldur tekur þessu með æðruleysi og heldur áfram með sinn leik eins og ekkert hafi í skorist. Að rjúka upp í bræði, berja í borðið og kasta spilapeningum er eitthvað sem Lomminn getur ekki verið sakaður um.

Um leið og ég þakka Lommanum fyrir uppbyggingu Bjólfs, sem hann á mestan heiður af, vil ég þakka honum fyrir ómælda vinnu sem hann hefur lagt til klúbbsins. Ég er fullviss um að Lomminn muni rífa upp pókersamfélagið fyrir austan og koma því upp á næsta plan—,,Bjólfsplanið”.  Þín verður sárt saknað og erfitt verður fyrir nýjan aðila að fylla í skó þína.

Að lokum bið ég ykkur bræður mína vel að lifa. Sjáumst í haust, endurnærðir og sólbrúnir eftir sumarið.

 

Timbrið hefur talað.

3 athugasemdir

  1. Ég þakka falleg orð og get alveg tekið e-ð af þessu til mín með bad beats en ég er nú samt enginn engill þegar kemur að jafnaðargeði og skapi 😉

    Ég verð líka að hrósa ykkur Massanum fyrir að “step up” eftir brotthvarf mitt og skella í pistla á síðuna. Nýji formaðurinn er greinilega að standa sig vel í að virkja aðra meðlimi 🙂

  2. Það verða líklega aldrei sögð of mörg góð orð um það sem Lomminn hefur gert og gaman að sjá hvernig sagan endurskrifar hann sem hið mesta prúðmenni við borðið. Enda myndi hann aldrei gera neitt af ofannefndu eða þá að mölbrjóta sólgleraugu ef eitthvað fer ekki eins og áætlað var 😉

    Enda mun Lomminn líklega alltaf vera hluti af klúbbnum þó hann verði “horfinn á braut” þá vænti ég góðs af póker á Seyðisfirði með hann á Austurlandinu.

    Einnig frábært að sjá pistil frá Timbrinu og Massanum. Ánægjulegt að sjá menn taka til sín að vera virkir og þetta veit bara á gott =)

  3. Vel mælt kamerat Egill.
    kv
    Massinn

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…