Lucky Luke minnir á sig
10 Bjólfsmenn hittust hjá Lucky í gærkvöldi. Það var ánægjulegt að hitta Bóndann þó hann hafi ekki sest niður við spil með okkur…en gott að hann kíkti á okkur og gaf okkur tækifæri á að hittast aðeins.
Bjór
Byrjað var að gera upp bjór til Bjórmeistaranna þriggja frá því fyrra þó svo að Bótarinn væri ekki á staðnum. Hobbbitinn gerði upp allan bjórinn og á Bótarinn því inni 2 dósir sem eru í geymslu með töskunni. Spaða Ásinn, Robocop og Bóndinn gerðu svo upp við Bósa & Timbrið.
Bjórstig
Lukcy Luke var að hitta á 7-2 þrisvar þetta kvöldið og fékk höndina þrisvar og náði einu sinni að landa stigi þegar 7♦7♠Q♣ komu í borð og þrjár sjöur skiluðu sigri.
Spilið hófst
Spilað var á tvemur borðum þ.s Formaðurinn hefur ákveðið að borðin taki aðeins 8 spilara. Þannig að það var sameinað þegar að fyrsti maður datt út. Sá var Hobbitinn og því komin smá spenna í fyrstu mótaröðina þar sem Bensi gat stolið af honum fyrsta sætinu með því að komast nógu ofarlega í kvöld.
Lokaborðið
Timbrið og Bensi voru mjög litlir þegar þeir komu á lokaborðið. Timbinu tókst að fimmfalda sig uppúr 5þ í um 25þ í einu spili og Bensi náði sér úr um 6þ í um 18þ í næsta spili þannig að leikar voru nokkuð jafnir um tíma og enginn með of miklar yfirburði þó að Robocop hafi verið með um mest af chippum og Bósi & Lucky þokkalegir líka.
Menn duttu svo út einn af öðrum: Spaða Ásinn, Timbrið, Killerinn, Bensi og Mikkalingurinn sem tókst að brjótast út úr álögum síðustu tveggja móta að vera fyrstur út.
Bubble
Robocop var orðinn lítill á þessum tíma og gat lítið móti stærri stöflum og endaði á að taka bubble sætið og missti af verlaunasæti.
Lokarimman
Bósi og Lucky lögðu af stað í lokarimmuna og var Bósi mun stærri og byrjaði á að hitta vel á meðan eintómir hundar kíktu á Lucky. Það snerist þó við náði Lucky að vinna sig inn með að hitta á tvær hendur og endaði á að landa sigri eftir nokkur spil. Þannig að hann minnti á það að Lady Luck kíkir stundum til hans 😉
Fyrsta ★
Þar sem Bensi náði aðeins 5 stigum var hann eigu á eftir Hobbitanum og 9 stig gáfu Lucky 18 stig sem var einmitt líka einu stigi á eftir fyrsta sætinu.
Hobbitinn tekur því fyrstu ★ af þeim þremur sem eru í boði á þessu tímabili og er þá kominn með aðra stjörnuna sína eftir að hafa landað þeirri fyrstu 2012. Gott veganesti sem hann fær fyrir flutningana norður á land =)
Yfirlit yfir stjörnur og lauf er hægt að sjá á meðlimasíðunni og með því að fara með músina yfir merkin þá er hægt að sjá hvaða ár þetta var.
Lucky & Bensi skiptu því með sér 2-3 sætinu í lokapottinum þar sem þeir voru jafnir í öðru sætinu eftir fyrstu 3 kvöldin sem mynda saman fyrstu mótaröðina.
Staðan
Allar frekari upplýsingar um stöðuna er hægt að skoða á stöðusíðunni þar sem hægt er að raða eftir heildarstigum, heildarstig hverrar mótaraðar, vinningum, bjórstigum, fjölda kvölda, meðaltalsskor fyrir þá sem vilja spá í tölfræðina 😉
Gott kvöld og nú eru 4 vikur til næsta móts, ef einhver hefur hug á að bjóða heim þá endilega látið vita…
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…