Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Lucky stelur mótaröðinni

Lucky stelur mótaröðinni

Nágranninn var með forystuna þegar 10 Bjólfsmenn hittust hjá Iðnanaðarmanninum á föstudaginn. Nokkrar sjöa-tvist hendur litu dagsins ljós og meðal annars sú hönd sem varð þess valdandi að Nágranninn datt annar út og gaf því frá sér möguleikann á að halda fyrsta sætinu.

En þrjú bjórstig komu í hús: Bóndanum tókst að næla sér í eitt og Timbrið sótti sér tvö.

Spaða Ásinn fékk að kenna á Spaða Ásnum hjá Lucky og missti aðeins trúnna á honum sem gæti hafa orsakað að hann fór á ekki langt þetta kvöldið.

Timbrið byrjaði spilið á að safna saman næstum öllum chippum á sínu borði og var lang stæðstur þegar sameinað var á 8 manna borð. Það minnkaði verulega þegar hann endaði á móti Lucky með KK á hendi og 3K3 í borð gaf Lucky hús frá upphafi sem varð Timbrinu mjög dýrkeypt og endaði hann síðan 4. síðasti út.

Doktorinn, Pusi og Lucky sátu þá eftir og Lucky með mest af chippum. Lækninum blæddi hægt og rólega út og endaði á að taka bubble sætið í sínu fyrsta spili og rétt missa af verðlaunasæti.

Pusi átti á brattann að sækja en náði að landa all inn sigri og komast uppfyrir…en nokkrum spilum síðar var það öfugt og Lucky kominn með forystuna aftur.

Pusi var svo allur inni með 44 á móti 610 hjá Lucky.
Floppið var 9J8 og gaf Lucky fullt af möguleikum: sjöa, drottning, tía…
Turn var K og fjarkarnir enn að halda hjá Pusa…
River var 10 sem tryggði Lucky sigurinn á kvöldinu sem og sigurinn í annari mótaröðinni og því önnur ★ farin út og aðeins ein eftir fyrir sigur í síðustu mótaröðinni.

Iðnaðanarmaðurinn var sem áður greifi heim að sækja og meira að segja með fjölskylduna í að matreiða kræsingar ofan í okkur og enginn sem getur sett út á gestristnina þar á bæ.

Frábært kvöld að baki, mánuður í næsta mót sem hittir einmitt á afmælisdag Klúbbsins (og Stofnanandans) sem er 4. mars…sjáumst aftur eftir nokkrar vikur 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…