Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Mót á föstudaginn

Mót á föstudaginn

Nú líður undir lok tímabilsins á þessu pókerári. Baráttan er hörð á öllum vígstöðvum en einungis munar 4 stigum á Eika og Loga í Bjólfsmeistaranum. Bósi og Eiki eru jafnir í M3 með 15 stig og Hobbitinn fylgir fast á eftir með 14 stig. Næst síðasta mót verður á föstudaginn og er síðasta tækifærið að bjóða heim fyrir bústaðinn. Allmargir fengu refsistig fyrir vankanta á skráningu á síðasta móti og ættu menn að passa betur upp á þetta þar sem hvert stig hefur gildi.

Nú er komin smá reynsla af núverandi fyrirkomulagi og kannski er tímabært að endurmeta innkaupsupphæðina (buy in) þar sem það hafa verið þúsundkallar hér og þar sem meðlimir hafa greitt af ýmsum tilefnum (Go-kart, könnur o.fl.). Menn eiga alls ekki að þurfa að þurfa að velta upphæðinni fyrir sér þegar kemur að móti og kannski vilja einhverjir lækka hana aftur. Ræðum þetta betur á föstudaginn.

4 Comments

  1. Ekki gleyma 72 leiknum þar sem Pusi heldur enn forystunni eftir 8 spil og spurning hvort hann ætlar að sitja einn að bjórnum…en við eigum 2 spil eftir til að sækja á hann þó svo að ég ætli að reyna að fá “betri” hendur, þá er alltaf gaman að reyna eitthvað með þessa hunda…enda til mikils að vinna 😉

    Spurning hvort Massinn farið að kikka inn eftir að hafa byrjar tímabilið vel, eða hvort hann ætlar að geyma allt fyrir bústaðinn og rúlla öllu upp þá.

    Enn nokkrir sem eiga eftir að koma sér í verðlaun á árinu…og aðrir sem eiga eftir að rétta úr stigatöflunni síðan að M3 byrjaði…ég held að þetta verði hörkuspennandi á föstudaginn. Sýnist ég ekki beta boðið heim…enda langt að fara í Hafnarfjörðinn fyrir marga, sjáum hvort að einhver verði ekki fljótur til að halda þetta og eyða óvissunni.

  2. Á ég að tjekka á Rauða Ljóninu þar sem enginn hefur boðið sig fram?

  3. Já, það hljómar fínnt Elli.

    Mér þykir ömurlegt að geta ekki haldið þetta. En vegna fárra fermetra get ég ekki boðið heim. Það verður fyrsta verk í nýju húsnæði að halda Bjólfspóker (hvenær sem það verður).

  4. Er ekki Ljónið fín lending ef það er enginn með laust, það er þá hægt að mæta snemma og fá næra sig fyrir kvöldið.

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…