Nú er ég orðinn reiður (Bjólfur XVI.4)

Þrettán Bjólfsbræður hittust hjá Lucky í Logabjór í gærkvöldi
Upphitun


Sumir voru snemma á ferðinni og tókst að plata gestgjafann heim fyrirvaralaust — beint í bjór með pottnum og smá saunu upphitun.
Það er óneitanlega frábært að byrja kvöldið svona snemma og hita stemninguna upp… þó það hafi komið niður á veitingum og óáfengum drykkjum. Gestgjafinn fór nefnilega ekki í neina búðarferð heldur lagðist einfaldlega beint í bjórinn. 😉
Bjór
Eftir nokkra þurrkutíð hjá Bjórguðinum var loksins bætt vel úr skák þegar þrjár fórnir mættu — hvert glas valið af kostgæfni fyrir kappann sjálfan. Þar með reis hann á ný, saddur og kátur, og kvöldið tók strax við sér. 🍺🔥



Það lifnaði heldur betur yfir bjórstigunum eftir fórnirnar, og tveir dýrmætir punktar rötuðu heim — annar til Timbriðs og hinn til Bóndans.
Með þessu tekur Timbrið forystuna með 2 stig, á meðan Bóndinn, Massinn, Robocop og Kapteinn fylgja fast á eftir með 1 stig hvor.
Nóg enn eftir að tímabilinu og allir eiga sjens í að verða næsti Bjórguð…þó sumir eigi enn betri sjens 😉


Spil
Það var spilað fast og djarft á svarta dúknum alveg frá fyrsta spili. Í upphafi virtist sem Laganna Vörður ætlaði að hirða allt — spilapeningarnir streymdu óhikað til hans á meðan aðrir voru uppteknir við að kaupa sig inn aftur og aftur.
Veiðimaðurinn setti alla sína trú á þristapar, en það skilaði honum engu nema sársauka. Stuttu síðar þurfti hann að rísa frá borðinu og kæla sig niður, illa leikinn og engu líkara en Böðull Bölsins hefði tekið sér bólfestu í sál hans.
En allt átti eftir að snúast á augabragði eftir hlé. Þegar ekki var lengur hægt að kaupa sig inn virtist Gyðja Gæfunnar hafa skipt um sæti — og með því hófst nýr kafli kvöldsins.
Nágranninn kom um langan veg og náði ekki að fylgja eftir sigrinum frá síðasta móti. Hann þakkaði fyrir sig með því að gefa Robocop þúsarann.
Ekki fokka í Keflavík
Robocop, sem hafði verið að hreinsa upp spilapeninga fyrir hlé, missti allt í tveimur spilum og náði ekki að halda í stigin — en fékk þó þúsarann að launum.
Það er laganna vörður sem rænir okkur
Bensi kom kaldur inn eftir þriggja mánaða fjarveru og var því miður ekki nógu heitur til að halda dampi í þetta skiptið.
Það er ekki sama hver er með þristana
Spaða Ásinn var í góðum gír en fyrst og fremst spenntur fyrir pottinum og saunu… sem leiddi til þess að hann var næstur út — og náði síðan aldrei neinum með sér út.
…þá ert þú bara allur uppá borðinu!
Bóndinn, sem hafði hvílt síðasta mót eftir gott gengi mótið á undan, náði ekki að toppa frammistöðuna og fylgdi Spaða Ásnum út.
Ég fæ fyrstu friðarverðlaunin þegar ég stillti til friðar með raðslappi
Timbrið er með fullt hús í mætingu, en hefur enn ekki náð háum hæðum á stigalistanum… ennþá. Hins vegar leiðir hann bjórstigin með góðu kvöldi.
Ég legg til að við búum til friðarverðlaun Bjólfs
Heimsi kom langfyrstur í hús og með góða snemmkomu á fyrsta móti sínu þetta tímabil.
Kokkur í Heimsa…Já, ég er búinn að fara í pottnum
Kapteininn hefur misst af einu kvöldi, en er efstur þeirra sem eru ekki með fullt hús mætinga. Með stöðugu gengi gæti hann vel tekið fram úr öðrum, þó hann hafi þurft að sætta sig við 6. sætið núna.
Iðnaðarmaðurinn hafði verið að saxa á Lucky í titilbaráttunni, en í þetta skiptið missti hann aðeins af honum. Þeirra á milli eru nú 3 stig, og aðrir virðast ólíklegir til að ógna toppbaráttunni — að minnsta kosti miðað við hvernig hlutirnir hafa þróast.
Einhverntíman þá skína gæðin í gegn

Hobbitinn endaði allur inn með Lucky og Mikkalingnum, sáttur við AQ — en mætti tveimur risa höndum og gat lítið gert. Hann þurfti því að sætta sig við búbbluna.
Veistu ef einhver annar hefði sagt þetta við mig þá hefði ég verið móðgaður
Lucky taldi sig í góðum málum þegar fjögur lauf komu á borðið. Með AK og laufa kónginn á hendi átti hann von á sigri… en það var áður en kom í ljós að Mikkalingurinn hélt á AK með laufa ÁSNUM og tók potinn með betra liti.
Lokarimman

Hr. Huginn og Mikkalingurinn uppfærðu strax blinda í 5/10k og spiluðu aðeins með svarta– og rauðu kassana í lokarimmunni. Þeir skiptust sífellt á að henda forystunni á milli sín og engan veginn hægt að sjá hvernig leikar myndu enda.
Hr. Huginn þurfti að lokum að játa sig sigraðan eftir hetjulega baráttu — þó var þetta glæsileg endurkoma í hans annað mót á tímabilinu, eftir að hafa ekki sést síðan á fyrsta kvöldi.
Jæja nú er ég orðinn reiður
Mikkalingurinn, sem hafði spilað allan tilfinningaskalann þetta kvöld og aðeins átt eftir að fella tár, náði svo að landa sigrinum með mikilli innlifun eftir átakanlegt kvöld og dramatíska lokarimmu.
Ég hef alveg tvö eyru…ég heyra bara rosalega illa

Nánar um stöðuna á Bjólfsmeistarinn 2026 og nú skellum við okkur í jólafrí og hittumast svo aftur á Boðsmótinu í byrjun 2026. Staðan






❤️😘