Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Nýjustu fréttir

PubQuiz

Birt af þann 30. May 2020 Í PubQuiz | Engin ummæli

Spaða Ásinn stjórnaði PubQuiz í gær eftir aðalfund við mikla ánægju viðstaddra.

Tónlist, fótbolti, alþjóðaflugvellir og Bjólfsfærði voru meðal þess sem við fengum að spreyta okkur á og voru það Fráfarandi og Verðandi (formenn) sem rétt mörðu sigur með hálfu stigi meira en næsta par.

Held að eitt besta svar kvöldsins hafi verið “Usually evulotion I og II” sem vakti hrikalega kátínu fyrir þá sem voru á staðnum 😉

Spaða Ásinn á miklar þakkir skyldar fyrir þessa skemmtun og fer að verða spurning hvort við förum ekki að halda formlega hitting og taka Quiz kvöld?

Lesa meira

Bjólfsmeistarinn 2020 og lokamótið

Birt af þann 30. May 2020 Í Mót | Engin ummæli

Það var nokkur spenna fyrir lokamótið í gær þar sem Lucky leiddi með 4 stigum.

Mikkalingurinn var búinn að standa sig vel þrátt fyrir að hafa misst af móti og átti möguleika á að ná í toppsætið ef Lucky myndi detta snemma út.

Bótarinn var svo einu stigi á eftir Mikkalingnum og því kunnuglegir menn að berjast um nafnbótina…enda þeir sem mæta einna best 😉

Þegar að bæði Mikkalingurinn og Bótarinn duttu út á undan Lucky var ljóst að hann var að fá nafnbótina í enn eitt skiptið og rauða bolinn sem fylgir.

Lokamótið

Nágranninn tók sigur annað kvöldið í röð og aftur sigraði hann Kapteininn á endasprettinum eftir að Lucky tók þriðja sætið.

Þeir tveir skiptu með sér verðlaunum fyrir mótaröðina með jafn mörg stig og Lucky og Massinn skiptu með sér þriðja sætinu.

Lesa meira

Bjórmeistarinn 2020

Birt af þann 30. May 2020 Í Bjór | Engin ummæli

Mikkalingurinn var nánast búinn að vinna 7-2 keppnina og bjórinn fyrir lokamótið. Hann endaði með 6 stig sem var tvöfalt á við næstu menn sem áttu litla von.

Með þessu jafnaði hann metið sem Iðnaðarmaðurinn setti 2017 og hafa þeir því báðir náð að hala inn flestum stigum á einu tímabili.

Kapteininn fékk einhverja bjóra í gær og þó svo að eitthvað bókhald sé um þetta í Bókhaldinu þá er innheimta á höndum Bjórmeistara.

Þannig að á næsta tímabili gefa allir Mikkalingnum og hann sér um innheimtur um utanumhald =)

Lesa meira

Varningurinn 2020

Birt af þann 30. May 2020 Í Varningur | Engin ummæli

Í ár fengu menn nýjar derhúfur með fjallaletraloginu þar sem það eru komin þónokkur ár síðan við fengum húfur. Í þetta skiptið það saumað á þannig að merkið er til sporað ef við förum í að merkja annað með því (einnig er gamla líka til sporað sem saumað var á handklæðin).

Bolurinn var heimfærð útfærsla af Carlsberg með áletruninni “Ég er Bjólfari” sem Lomminn kom með hugmynd að síðasta sumar á góðu skralli og rétt mundi eftir að koma því áleiðis =)

Hugmyndir eru svo um að setja upp netverslun með varning fyrir þá Bjólfsmenn sem vilja og verður það skoðað á komandi tímabili 😉

Lesa meira

Aðalfundur 2020

Birt af þann 30. May 2020 Í Aðalfundur | Engin ummæli

Lucky byjaði á að fara yfir smá upprifjun á klúbbnum frá stofnun 2010 og svo stuttlega yfir síðata árið.

Utanlandsferð og bústaður

Engin ferð var en stefnt á hana 2021 og mun það ráðast þegar nær dregur með hliðsjón af hvernig málin þróast.

Ekki var heldur farið í bústað þar sem ekkert var laust en rætt að byrja jafnvel á bústað fyrir næsta mót (lok ágúst eða byrjun september), þá væri hægt að nýta þá ferð til að taka á móti nýjum meðlim sem samþykktur var.

Einnig kom um hugmyndin “Bjólfur heim” sem vísar í það að Bjólfsmenn fari í hópferð á Seyðisfjörð undir fjallið eina og verður það vonandi tekið inná næsta starfsár.

Kapteininn kom einnig með hugmynd um bústað sem væri hægt að leigja og verður það allt tekið fyrir síðar.

Breytingar á mótafyrirkomulagi

Það voru allir sammála að taka OPEN út úr stigatöflunni til að einfalda en einnig vildu sumir hafa einhvern slaka fyrir þá sem ekki ná að komast alltaf…það voru reyndar sumir líka á því að ef menn ætluðu að sýna metnað og ná Bjólfsmeistaratiltlinum þá ættu þeir að mæta á öll mót…þannig að það verður bara skoðað fyrir næsta tímabil hvernig þessu verður stillt upp.
Einnig var ákveðið að OPEN ætti að vera formlega mynningarmót sem verður þá breytt næst =)

Stjórn & formannsskipti

Lucky sagði sæti sínu lausu eftir 8 ára setu til að koma nýju blóði inní klúbbinn og leyfa öðrum að stjórna ferðinni.

Ákveðið var að tveggja manna stjórn muni sjá um að leiða klúbbinn og því bætt við stöðu Gjaldkera.

Bennsi og Kapteininn voru tilbúnir í að taka að sér stjórnarstöf enda var búið að undirbúa þessa breytingu í þónokkurn tíma.

Þó að þeir voru búnir að ákveða verkaskiptinu á milli sín þá voru þátttakendur á aðalfundi ekki tilbúnir að kjósa nýjan formann sem væri ekki á staðnum og endaði því svo að Kapteininn var kosinn nýr formaður og tekur við keflinu með Bennsa sér við hlið og óskum við þeim innilega til hamingju og þökkum Lucky fyrir að koma klúbbnum yfir 10 ára þröskuldinn =)

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…