Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Nýjust fréttir

Mótsmetið hækkaði í 59 á síðasta tímabili 💪

Skrifað af þann 2. Sep 2025 in Fréttir | Engar athugasemdir

Lucky á góðri stund á Bjólfur XV

Það fékk ekki að standa lengi metið sem Mikkalingurinn setti í annarri mótaröð XV þegar hann náði 57 stigum og sló þar með gamalt stigamet. Í þriðju mótaröðinni steig Lucky fram og var nánast óstöðvandi – hann tók tvo sigra og það var aðeins Lomminn sem náði að stoppa hann af á síðasta mótinu í bústaðnum. Með því hindraði hann Lucky í að taka fullkomið mót, en þó ekki í að setja nýtt met.

Lesa meira

XV. Bjórguðinn 🍻

Skrifað af þann 1. Sep 2025 in Fréttir | Engar athugasemdir

Kapteinninn hæstánægður með eitt af sínum bjórstigum á síðasta tímabili

Kapteinn kom, sá og sigraði bjórinn í fyrra með því að landa bjórstigi á lokamótinu og stinga aðra af með einu einasta stigi. Þar með jafnaði hann metið í Bjórguðunum með því að taka titilinn í fjórða sinn og stíga upp að hlið Lucky og Timbrsins.

Lesa meira

Nýtt tímabil – ný tækifæri? 🔥

Skrifað af þann 29. Aug 2025 in Fréttir | Engar athugasemdir

Ljósmynd frá afmælismóti Bjólfs 2012

Kæru félagar, nú er komið að því að eftir viku hefst 16. tímabil í sögu Bjólfs eða BJÓLFUR XVI, og fyrsta mótið fer fram föstudaginn 5. september hjá Iðnaðarmanninum og auðvitað byrjum við tímabilið hjá Gestgjafanum…það var reyndar rafmót 2020 þegar að Covid var í gangi og síðan XIII (2022) er í eina skiptið sem við byrjuðum ekki hjá Iðnaðarmanninum þegar hann þurfi að afturkalla heimboðið á fyrsta kvöld og Mikkalingurinn hljóp undir bagga og er því eini annar sem hefur haldið fyrsta mót.

Lesa meira

Bjólfur XV.9 – Bústaður og fimmtánda tímabilinu lokið 🎉

Skrifað af þann 26. May 2025 in Bústaður, Fréttir | Engar athugasemdir

Bjólfsbræður í bústað, maí 2025

Ótrúleg helgi að baki með snillingunum þar sem við fögnuðum 15 ára starfsafmæli okkar með stæl! 🔥

Lesa meira

Bjólfshjarta slær í nýju lagi

Skrifað af þann 12. May 2025 in Fréttir | Engar athugasemdir

Það er ekki bara stokkað í spilum í Bjólf – stundum stokka menn hjartað líka. Nú hefur Bjólfsbandið gefið út sitt allra nýjasta verk: Bjólfshjarta, einstaklega tilfinningaríka og stemningsríka útgáfu af Heart of Gold með Neil Young – að þessu sinni með íslenskum texta og Bjólfsvitund upp á tíu. Bóndinn kom með hugmyndina og gerði sér lítið fyrir og tók að sér munnhörpuspilið sem klárlega gerir lagið.

Lesa meira
  1. Your point of view caught my eye and was very interesting. Thanks. I have a question for you.