Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Nýjustu fréttir

Vafamál varðandi Sjöu-tvist

Birt af þann 11. Oct 2015 Í Fréttir | 9 Ummæli

Á síðasta föstudag kom upp sú staða að 72 var á móti ÁQ þegar að í borð kom 99555 þannig að besta höndin var í borði og split pot.

Reglurnar okkar varðandi sjöu tvist eru ekki nógu skýrar þegar þetta kemur upp þ.s. þær segja “…fyrir þann meðlim sem vinnur oftast með sjöu og tvist á hendi”.

Þetta má því túlka þannig að ef að leikmaður vinnur spil með sjöu-tvist á hendi fær hann bjórstig þar sem hann vann með þessa hönd þó svo að hún hafi ekki talið inní spilið.

Þar sem ekki voru allir sammála var ákveðið að setja þetta í kosningu fyrir þá sem ekki mættu á föstudaginn. Þannig að comment-ið fyrir neðan hvort ykkur finnst þetta vera bjórstig eða ekki.

Ath. að þetta er fordæmisgefandi mun því ráða í framtíðinni ef að þessi staða kemur upp 😉

Þannig að spurt er: fær sá sem hefur sjöu-tvist bjórstig ef betri hönd er í borði?

Lesa meira

Verðum hjá Bósa 9. okt

Birt af þann 28. Sep 2015 Í Fréttir | 4 Ummæli

Það er staðfest að við verðum hjá Bósa 9. október…væntanlega mæta Timbrið og Bótarinn líka þannig að menn geta gert upp bjórskuldirnar sínar =)

En annars mega menn endilega melda sig ef þeir geta boðið heim, það eru 6 móti eftir á tímabilinu sem á eftir að bóka staðsetningar á. Vitum að fyrsta mót eftir áramóti verður á Ljóninu og síðan er bústaðurinn í lokin…en allt annað er enn opið og endilega meldið ykkur ef þið sjáið ykkur fært að bjóða heim.

Lesa meira

Nýju chipparnir

Birt af þann 24. Sep 2015 Í Búnaður, Taskan | Engin ummæli

Við erum komnir með nýja “stóra” chippa. Rauðir kassalaga eru með gildið 50.000 og eru 10 þannig komnir í töskuna.

Lesa meira

Ný tölva

Birt af þann 16. Sep 2015 Í Búnaður, Taskan | Engin ummæli

Iðnaðarmaðurinn reddaði “nýrri” tölvu fyrir klúbbinn. Eftir smá legu yfir henni (og nokkur blótsyrði) er hún tilbúin og mun sprækari en sú sem er búin að duga okkur síðan að Lomminn “yfirgaf okkur”.
Gamla er búin að reynast okkur “erfið” síðasta árið og nú ættum við að geta spila með klukkuna í gangi án vandamála 😉
Hann er alltaf að hugsa um klúbbinn og mun tölvan verða í varðveislu í töskunni þangað til að hennar er ekki lengur þörf ef við uppfærum einhverntíman aftur 😉

Lesa meira

Dreifa verðlaunum meira?

Birt af þann 13. Sep 2015 Í Reglubreytingartillaga | Engin ummæli

Samkvæmt regulunum hjá okkur erum við yfirleitt með 2-3 verðlaunasæti. Það er langt síðan að því var breytt þannig að peningaverðlaunin dreifðust til að reyna að deila meira féi milli manna.

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…