Nýjust fréttir
Hverjir eiga eftir að svala Bjórguðunum?
Þar sem ávallt er ljósmyndað er þegar bjórfórnir eru gefnar er það ein leið til að gera úttekt á því hverjir hafa gert upp sínar bjórgjafir og eftir smá upprifjum á kvöldum tímabilsins er búið að safna saman sönnunargögnum.

Það eru menn með sitt á hreinu sem hafa lagt gjafir sínar fyrir bjórguðina yfir tímabilið og ganga því með hreina samvisku til bústaðs í ár:
- Bótarinn
- Iðnaðarmaðurinn
- Kapteinninn
- Nágranninn
- Hr. Huginn
- Mikkalingurinn
Aðrir hafa bústaðinn til að gera upp við Lucky & Timbrið…betra að gera upp gjafirnar áður en bjórguðirnir verða þyrstir á ný 😉
Staðan í bjórnum?

7-2 keppnin er æsispennandi. Eftir 8 kvöld eru stigin orðin 18 sem er með hærra móti (ef covid/rafrænu árin eru tekin út fyrir þar sem þau skiluðu mun fleiri bjórstigum því spilað var mun hraðar 😉
Lesa meiraNú er biðin á enda eftir að bíða eftir kvöldinu

Loksins! Myndbandið við lagið „Ég bíð eftir kvöldinu“ er komið í hús – og að þessu sinni var það gervigreindin sem tók að sér leikstjórnina (já, hún er farin að stýra líka).
Lesa meiraFrásaga af borðum og örlögum þeirra

Lommaborð þat, er í upphafi var smíðað af miklum hagleik og næmri hendi, hélt eigi aðeins kyrru fyrir í samkundunni í nokkur ár. Flutt var það í geymslu Heimsa, þar sem það hvíldi um stund og lá í dvala, þar til það var borið til bústaðar, er sumir telja hafa verið um árið 2015. En eigi hlaut það þar langa dvöl, því brátt var það aftur flutt heim í geymslu og síðan skilið eftir í bílskúrnum er Heimsi flutti frá Hveragerði. Þar lauk för þess með því að því var kastað á haugana — og urðu það örlög þess borðs. Margir syrgja nú, því borð þetta þótti snilldarverk og góður gripur, og menn minnast þess með gleði.
En þá var til annarra borða að líta.
Lesa meiraBjólfur XV.8 – Það er bara einn maður sem getur þetta

Áttunda mótið var haldið hjá Spaða Ásnum…líkt og áttunda mótið á síðasta tímabili þegar við hittum á sama stað. Að þessu sinni var tilefnið ekki bara að hittast og spila heldur var líka haldið uppá stórafmæli hjá Spaða Ásnum og mættum við í veislu fyrir mót þar sem Ásinn hafði legið yfir pottunum (gúllassúpa og vegan súpa (með kjúkling 🙂 og ísskápurinn fullur af góðgæti við allra hæfi.
Lesa meira
❤️😘