Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Nýjustu fréttir

Killerinn gerði út af við alla

Birt af þann 10. Jan 2015 Í Bjólfur OPEN, Mót, Myndir | Engin ummæli

bjolfur_open_2015
12 Bjólfsmenn og 17 gestir mættu til leiks á Ljónið í gærkvöldi. Heldur meiri þáttaka en gerð hafi verið ráð fyrir þar sem skráningar virtust ekki allar hafa skilað sér tímanlega. En þetta slapp allt til og var þétt setið á 3 borðum.

Pistill frá kvöldinu

Margir mættu snemma Góður hópur var mættur snemma og var kvöldið hafið með pizzum og hamborgurum sem sumir rétt náðu að gúffa í sig áður en að leikar hófust. Ekki tók nema 10 mínútur að kaupa alla inn en síðan tók smá koma öllum fyrir á réttum borðum og byrjaði spilið 20 mínútum á eftir áætlun. Skipting á borð var skemmtileg fyrir þær sakir að Bjólfsmenn skiptust jafnt á öll borð þannig að blöndun var góð. Einnig var þetta í fyrsta skipti í sögu klúbbsins sem að kvenmenn settust við borðið hjá okkur sem var nokkuð sögulegt.

Gestir voru eins og áður flokkaðir eins og Bjólfsmenn og borguðu sig inn eins og þeir þó svo að þeir eigi ekki möguleika á að ná í lokapottinn. Einhverjir höfðu ekki lesið þetta áður en þeir mættu og þurftu því að fá þetta skýrt sérstaklega nokkrum sinnum yfir kvöldið.

Lucky Luke var fyrsti maðurinn til að kaupa sig aftur inn eftir rétt um 20 mínútna spil og síðan voru spilarar að kaupa sig inn reglulega en reyndar endurinnkaup en nema um helmingur á við buy-in. Gylfi var fyrstur til að detta út og fljótlega á eftir honum komu Bótarinn og Lucky Luke þannig að það var ljóst að Bjólfsmeistararnir voru ekki að standa undir nafni í kvöld. Killerinn & Slátrarinn voru hins vegar í góðum málum á Skjáborðinu sem ég sat við og sá mest af og reyndust þeir ná langt.

Lokaborðið Spilarar voru sendir milli borða og síðan var sameinað í 2 borð og á endanum á lokaborðið þar sem 9 spilarar settur niður í baráttunni um að ná í verðlaunasæti:

  • Killerinn
  • Bjarni
  • Davíð / Slátrarinn
  • Gummi (nágranni)
  • Hobbitinn
  • Guffi
  • Ari Páll
  • Brynjar
  • Hildur Karen

6 gestir og 3 Bjólfsmenn. Spilarar duttu út með um 7 mínútna millibili þangað til að fjórir efstu á listanum sátu eftir og spurning hver myndi missa af verðlaunasæti þegar að Gummi var allur inn með kóngapar á móti Killernum með stakan ás. Killerinn hafði frá upphafi kvölds verið að hitta á hvað sem var og það var engin undantekning þarna…ás á river setti Gumma í bubble sætið. Slátrarinn tók 3ja sætið þar sem hann átti lítinn stafla eftir. Killerinn hélt uppteknum hætti og hitti á hvað sem er…skipti engu þó það var átta og fimma á hönd hjá honum, þá fékk hann bara tvær áttur í borð. Lokahöndin kom þegar að Bjarni fór allur inn með Á5 með 70þ chippa. Killerinn sá hann með K4 enda átti hann þá um 570þ chippa og með nóg af chippum til að brenna. Floppið kom 2J6d]…ekkert óvenjulegt að sjá gosa í borði en þeir höfðu verið ríkjandi gegnum kvöldið á Skjáborðinu…og á turn kom J og þrátt fyrir að ásinn liti vel út hjá Bjarna þá kom river með 4 sem færði Killernum sigurinn.


Um Bjólfskeppnirnar & stöðuna

Bjólfsmeistarakeppnin Margar breytingar sem eru komnar á stigatöfluna eftir þetta mót. Timbrið er kominn með eins stigs forystu í Bjólfsmeistarakeppnina og keppnin þar er æsispennandi með Hobbitann 3 stigum á eftir Lucky þrátt fyrir að hafa bara mætt á 4 mót og klárt að hann væri jafnvel á toppnum ef hann hefði ekki misst af einu kvöldi en það er nóg eftir fyrir hann og aðra. Robocop er stutt á eftir og síðan kemur Killerinn sem er í fimmta sæti þrátt fyrir að hafa aðeins mætt á 3 kvöld af fimm það sem liðið er af tímabilinu.

Önnur stjarnan Keppnin í annari mótaröðinni er líka æsispennandi þar sem Mikkalingurinn er á toppnum með 16 stig og Timbrið einu stigi á eftir. Hottibinn og Killerinn eru síðan stutt á eftir þannig að síðasta kvöldið í mótaröðinni verður spennandi uppá hver sigrar og hverjir ná í hluta af lokapottinum.

Verðlaunafé Killerinn er kominn á toppinn í sigurfé enda landaði hann stórum sigri í gær 😉

Meðtalsskorið Gummi (nágranni) er með feiknar gott meðaltalsskor eftir þessi tvö kvöld sem hann hefur mætt…spurning hvort hann væri í toppslagnum ef hann hefði mætt oftar?

Mánuður í næsta mót…og það vantar gestgjafa þannig að þeir sem hafa tök á að halda endilega bjóðið heim, annars munum við líklega verða hjá mér í Hafnarfirðinum.

Myndir frá kvöldinu

Frábært mót sem endaði rétt uppúr eitt og var því næstum 5 tímar að lengd. Þökkum öllum sem tóku þátt og sjáumst aftur á næsta OPEN móti eftir ár 😉

Lesa meira

Bjólfur OPEN 9. janúar

Birt af þann 1. Jan 2015 Í Bjólfur OPEN, Mót | 3 Ummæli

JV er búinn að bóka Rauða Ljónið föstudaginn 9. janúar.

Skráning er opin og eins og alltaf á OPEN má bjóða gestum, endilega skrá þá eða commenta og láta vita af þeim.

Lesa meira

Jólamót 2014

Birt af þann 28. Dec 2014 Í Austurland | 5 Ummæli

Jólamótið á Seyðisfirði var haldið á Öldunni að þessu sinni. Ekki komust allir á mótið sem ætluðu sér vegna þynnku. Þó komust 17 spilarar alla leið og spilað var á tveimur borðum.


Efstu þrjú sætin:

  1. Maggi Heiðdal – 44.000 kr.
  2. Ívar á Lárunni – 26.000 kr.
  3. Ísleifur – 18.000 kr.
Lesa meira

Með Hobbitanum á Hobbitann 3

Birt af þann 28. Dec 2014 Í bíó, Blog | 3 Ummæli

Þá er komið að lokahlutanum í sögunnni um Hobbitann á hvíta tjaldinu sem er orðin árleg hefð að fara á kringum jólin.

Hobbitinn okkar er reyndar upptekinn í stækkun fjölskyldunnar þannig að við gerum nú ekki ráð fyrir að hann hafi tíma til að kíkja með okkur…en við óskum honum og fjölskyldu innilega til hamingju og munum skála fyrir honum í kvöld.

Það verður í kvöld í Smáralind kl. 20:00 (venjulegur salur) og stefnan er að taka jafnvel stærri börn með…fyrir þá sem vilja hittast áður þá verðum við á Fridays kl. 18:30

Lesa meira

Nýjir menn í verðlaunasætum

Birt af þann 6. Dec 2014 Í Mót, Myndir | Engin ummæli

2motByrjad

9 settust niður við eitt borð í gær hjá Lucky.

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…