Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Nýjustu fréttir

Chip-up

Birt af þann 27. Aug 2013 Í Blog | Engin ummæli

Chip-up er þegar við hættum að nota ákveðna tegund af spilapeningum og skiptum þeim upp fyrir næstu tegund fyrir ofan. Við þekkjum það að ef við eigum ekki uppí næsta spilapening missum við alla sem ekki ná (t.d. ef leikamaður er með 4 hvíta sem duga ekki uppí rauðann þá missti hann þessa 4 og fékk ekkert) en nú verður því breytt þannig að “spilað” verður uppá.

Lesa meira

BJÓLFUR OPEN á föstudaginn

Birt af þann 20. Aug 2013 Í Bjólfur OPEN, Blog | 2 Ummæli

Smá upphitun fyrir komandi tímabili með BJÓLFUR OPEN móti fyrir meðlimi klúbbsins og gesti. Meðlimir hafa leyfi til að bjóða gestum og við munum hittast á Rauða Ljóninu um 19:00 í mat á föstudaginn og byrja að spila 20:30.

Stefnum á 3þ kall inn og færð tvo 15þ bunka og getur tekið þá báða strax eða átt hinn inni (færð hann sjálfkrafa eftir klukkutíma) og verðlaun verða samkvæmt fyrirkomulaginu.

Nú er spurning hvort menn séu ryðgaðir eftir sumarið og við höldum uppteknum hætti og látum gestina fara glaða heim 😉

Lesa meira

Bjólfur 2013-2014 drög að tímabilinu

Birt af þann 28. Jul 2013 Í Blog, Fréttir | 2 Ummæli

Komin eru drög að 2013-2014 tímabilinu og ættu allir meðlimir að vera komnir með upplýsingar um það. Ef einhverjir hafa ekki fengið þær upplýsingar skulu þeir láta vita hérna og við kippum því liðinn.
Það verður einum fleira í hópnum næsta vetur með endurkomu Ásins og búið að staðfesta að Timbrið verður á landinu amk eitt ár til viðbótar. Þannig að það er útlit fyrir skemmtilegan pókervetur hjá Bjólfsmönnum.

Lesa meira

Gamla síðan

Birt af þann 8. Jul 2013 Í Blog | Engin ummæli

Fyrir þá sem vilja rifja upp gamla tíma og muna ekki eftir fyrstu heimasíðunni sem að Elli setti upp fyrir klúbbinn þá er hún nú aðgengileg hér, góðar mynningar sem fylgja henni 😉

Lesa meira

Ásinn snýr aftur

Birt af þann 2. Jul 2013 Í Blog | 5 Ummæli

Fyrrum félagi kemur aftur frá Eyjum í byrjun næstu leiktíðar og hefur formaðurinn þegar samþykkt að hann gangi inní klúbbinn eins og aðrir sem hafa komið aftur. Gamlir félagar eru alltaf velkomnir og ættum við að ráða vel við að fjölga um einn ef enginn yfirgefur okkur…en við bíðum staðfestingu frá Timbrinu eftir 10 daga hvort hann sé nokkuð að yfirgefa klakann 😉

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…