Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Nýjustu fréttir

Fyrsta mót ársins á föstudaginn

Birt af þann 10. Jan 2012 Í Mót | 4 Ummæli

Eftir fjölskyldufrestun er komið að fyrsta móti almanaksársins föstudaginn 13. Að þessu sinni býður Massinn okkur í sinn rómaða skúr á nýjan leik og heyrst hefur að vegna ófærðar í sumarbústaðinn er Heimir að hugsa um að heiðra okkur með nærveru sinni. Það þarf að taka þann dreng ærlega í gegn og lesa honum pistilinn þar sem hann hefur ekki enn greitt árgjaldið né mætt á eitt einasta mót á þessu pókerári. Iðnaðarmaðurinn er búinn að skrá sig í mótið og lofar betrun í mætingu með betri forgangsröðun.

Skráningar eru farnar að detta inn og verður rauði penninn dreginn upp á miðnætti á fimmtudag!

Skrá í mótið Lesa meira

Bjólfur styrkir Útvarp Seyðisfjörð

Birt af þann 8. Jan 2012 Í Austurland | 1 ummæli

Á jólamótinu 2011, Bjólfur OPEN, gaf Pókerklúbburinn Bjólfur 500 kr. af hverju þátttökugjaldi mótsspilara og söfnuðust 17.000 kr. sem runnu til Útvarps Seyðisfjarðar. Formaður Bjólfs kom færandi hendi á gamlársdag upp í útvarpshús Seyðfirðinga og tók þakklátur Örvar Jóhannsson við peningagjöfinni.

Með mótinu og styrknum vill Bjólfur leggja menningar- og félagslífi Seyðfirðinga lið.

Góðar stundir

Lesa meira

ÚRSLIT – Bjólfur OPEN 2011

Birt af þann 31. Dec 2011 Í Bjólfur OPEN, Mót | Engin ummæli

Alls tóku 36 spilarar þátt í Bjólfur OPEN á Öldunni þetta árið og var góð stemning á mönnum en í ár tók engin kvennmaður þátt, sem fyrr var haft á orði að þær þyrftu að vera til staðar til að gefa og bauð einn bæjarbúi sína snót til verksins á næsta ári.

Adólf Guðmundsson var sá eftirsótti (bounty) og stóð sig með stakri prýði þrátt fyrir örlitla hnökra en þetta rifjaðist upp fyrir honum eftir sem leið á mótið. Manna tókst þó á endanum að slá Adda út og hreppti fyrir það 10 KÍLÓ af fiski.

Lesa meira

Jólakveðja Bjólfs

Birt af þann 24. Dec 2011 Í Blog | 1 ummæli

Pókerklúbburinn bJÓLfur óskar öllum meðlimum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar og þakkar fyrir samveruna á árinu. Konur og kærestur fá sérstakar þakkir fyrir skilning og umburðarlindi auk þess þökkum við gestum fyrir þátttökuna.

Eins og undanfarin ár kveður klúbburinn árið með jólamóti á Seyðisfirði en það væri gaman að halda hefðbundið Bjólfsmót í okkar heimabæ einn daginn.

Lesa meira

Bók mánaðarins

Birt af þann 22. Dec 2011 Í Bók mánaðarins | Engin ummæli

Það fer að verða frekar vandræðalegt hversu auðvelt er að vinna ykkur og því hef ég valið bók mánaðarins í samræmi við það. Reynið nú að taka ykkur á og lesa einu sinni bók mánaðarins… 😉

Ná í bókina

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…