Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Nýjustu fréttir

Pókerhelgin mikla

Birt af þann 10. May 2011 Í Blog | 21 Ummæli

Senn líður að löngum laugardegi á Flúðum. Ég finn fyrir mikilli spennu og tilhlökkun í mönnum enda ekki nema von þar sem um stórviðburð að ræða 😉

Við fáum úr því skorið hvort einhverjum takist hið ómögulega…að koma í veg fyrir að ég sigri tímabilið, hver sigrar í 72 leiknum okkar, og að sjálfsögðu hver sigrar þetta extra langa mót og síðast en ekki síst hver verður Bjólfsmeistari.

Eins og við höfum rætt verður lokamótið með töluvert breyttu sniði. Aðalbreytingin verður á lengd mótsins. Loturnar verða 45 mín. og 30 mín. og mótið í heild um 6 tímar (sjá mynd). Þar með lengist tíminn að fyrsta hléi í 2,5 klst og því var ég að velta fyrir mér hvort ekki væri skynsamlegt að fjölga rebuy í tvö (eða e-ð annað, jafnvel ótakmarkað fram að hléi). Hvað finnst ykkur?

Klukkan hvað eigum við að stefna á að byrja mótið?

Við erum með annan bústaðinn líka á föstudagskvöldið. Þeir sem vilja mæta á föstudeginum hafið samband við Massann eða Bósa.

Lesa meira

M3 mót 3

Birt af þann 30. Apr 2011 Í Mót | 12 Ummæli

Það var notarleg og þægileg stemning hjá Loga þar sem við vorum búnir að koma okkur þægilega fyrir í stofunni hjá honum og þakka ég honum fyrir móthaldið og meðlætið. Það var eitthvað um það að meðlimir fengu refsistig fyrir vankanta á skráningu og var Bóndinn sá eini sem slapp við refsingu af þeim sem mættu ekki.

Mótið gekk vel fyrir sig og fáar stórar uppákomur litu dagsins ljós þó menn hafi mátt þola slæma útreið stöku sinnum. Ég held þó að ekki hafi hallað á neinn hvað það varðar.

Fram að þessu hafði enginn Iðnaðarmaðurinn einungis fengið 72 (vann ekki) en menn fengu þessa hönd 5 eða 6 sinnum á þessu móti þó svo engum hafi tekist að vinna á hana og því standa enn allir jafnar um 72 bjóra fyrir lokamótið sem verður eftir þrjár vikur (21. maí).

Lomminn er kominn á kunnuglegar slóðir í keppninni um lokapottinn í mótaröð 3.

Meðfylgjandi mynd sýnir eitt af nokkrum skiptum sem Eiríkur bjargaði sér frjá því að vera sleginn út. Hann er allur inn með Á9 á móti Bósa sem hafði KJ. Floppið og turn-ið er:

5 J 5 5 og Bósi er kominn með fullt hús

River-ið er hins vegar Á og Eiki bjargar sér á hærra húsi.

Lesa meira

Seyðisfjarðarmeistarinn 2011

Birt af þann 20. Apr 2011 Í Austurland | 1 ummæli

 

Seyðisfjarðarmeistarinn 2011 – Nikolas Grabar

Um 20 manns tóku þátt í Seyðisfjarðarmeistaranum í póker 2011 í afslappaðri og góðri stemningu á Öldunni. Einungis var um búsetta eða brottflutta Seyðfirðinga að ræða og voru veitt peningaverðlaun fyrir 5 efstu sætin.

Ísleifur vann sér inn aukaverðlaun annað mótið í röð (á Seyðisfirði) með því að slá Jón Halldór út og fékk að launum bíómiða fyrir tvo. Gunnar Már Kidda Jóns sló Sonju Ólafs út og fékk fyrir það pizzuveislu fyrir tvo á Skaftfelli.

Ég hef sjaldan eða aldrei tekið þátt í móti þar sem menn fara eins varlega og spila áhættulítið eins og á þessu móti, í það minnsta framan af en eftir því sem leið á mótið var það ekki í boði þar sem blindar hækkuðu skart. Bjólfsmenn stóðu sig þokkanlega og komust allir þrír sem tóku þátt á lokaborðið (Lommin, Egill og Eiki) og lennti Egill í 3. sæti.

Verðlaunasætin voru sem hér segir:

  1. Nikolas Grabar      – Seyðisfjarðarmeistari 2011 –       23.000 kr.
  2. Gunnar Már                                                                        13.000 kr.
  3. Egill (Timbrið)                                                                     7.000 kr.
  4. Gauti Skúla                                                                           5.000 kr.
  5. Sonja Ólafs                                                                            4.000 kr.

Lesa meira

Reglubreytingar

Birt af þann 15. Apr 2011 Í Fréttir | 4 Ummæli

Í ljósi uppákomu í kringum síðasta mót hafa verið gerðar nokkrar breytingar á reglum og refsingum.

Hugmyndin mín var aldrei að vera einhver einvaldur í klúbbnum en þar sem langflestir meðlimir hafa ekki mikla skoðun á umgjörð hans ákveð ég reglur og refsingar eftir mínu höfði en þó m.t.t. skoðannakanna og umræðna. Þeir sem eru ósáttir geta mætt á mót hjá Pókerklúbbnum Strandatindi 😉

  • Reglan um lágmark 8 meðlimi verður afnumin. Dagsetningar standa.
  • Þeir sem skrá sig eða breyta skráningu eftir miðnætti á fimmtudegi fyrir mót fá 1 refsistig
  • Þeir sem skrá sig ekki, hvort sem um er að ræða JÁ eða Nei, fá 1 refsistig.
  • Þeir sem skrá JÁ en mæta ekki eða breyta skráningu minna en þremur tímum fyrir mót fá 3 refsistig.
Lesa meira

Bók mánaðarins

Birt af þann 15. Apr 2011 Í Blog, Bók mánaðarins | 2 Ummæli

Nú eru tvær vikur í næsta mót. Viltu vita hvenær Logi er að blöffa? Vilta vita hvenær Gummi er mað ás? Eða þegar Iðnaðarmaðurinn hittir flush á floppinu?

Þá skaltu lesa bók mánaðarins Caro´s book of poker tells.

Mike Caro hefur hjálpað casino-um í Bandaríkjunum við að reikna út líkur, ásamt að aðstoða við fyrsta tölvuforritið sem greinir stöðuna við pókerborðið. Árið 1990 var hann einn af fáum sem höfðu trú á að það myndi ganga upp að spila með alvöru peninga á netinu auk þess sem hann stofnaði fyrsta varanlega pókerskólann.

Hlaða niður bókinni

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…