Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Nýjustu fréttir

M3 – mót 2

Birt af þann 2. Apr 2011 Í Mót | 5 Ummæli

Lokamótaröðin er nú hálfnuð og standa leikar nokkuð þétt á toppnum. Það var frekar fámennt á síðasta móti en 8 meðlimir höfðu skráð sig og þar sem Heimir skrópaði fengust einungis 7 stig fyrir að vera efsti meðlimurinn. Þetta rennir stoðum undir að setja refsingu á menn í tengslum við skráningu. Þarna sést að menn geta skráð sig á mót til að fylla upp í lágmarks þátttöku og mæta svo ekki án neinna afleiðinga.

Enn og aftur eru meðlimir Bjólfs að gera í buxurnar þegar utanaðkomandi spilarar mæta á svæðið. Valli mætti aftur og er svona hægt og rólega að ná tökum á spilinu. Því miður gleymdi ég að setja hann inn í töfluna þar sem ég er ekki með tölvuna en ég held að hann hafi lennt í 5. sæti (milli Loga og Andra). Ég gleymdi einnig Alexander líka sem stóð sig ágætlega en það voru þeir Helgi og Rúnar sem gerðu lítið úr atvinnumönnunum.

Staðan er komin inn og geta menn grátið yfir henni hver í sínu horni.

Mótið einkenndist af fjölda ofurhanda. Fjölmörg full hús litu dagsins ljós og yfirleitt voru þau samhliða sort eða söð. Þannig fengu margir á baukinn og urðu illa úti samanber meðfylgjandi mynd sem er útlistuð hér fyrir neðan.

Borðið var

7 7 Á  3  5

Gunni Bóndi var með

Q 9

Alexander sló sort Bóndans út með

K 5

Rúnar bætti um betur og gerði lítið úr þeim báðum með fullu húsi

Á 7

Þetta gerðist tvíveigis um kvöldið, þ.e. tveir aðilar með sort og sá þriðji með fullt hús.

Einnig er búið að uppfæra stöðuna um Bjólfsmeistarann 2011

Lesa meira

Líkur á sigri: 100%

Birt af þann 29. Mar 2011 Í Fréttir | 2 Ummæli

Ég hef undirbúið mig svo gríðarlega fyrir komandi mót að ég er farinn að vorkenna ykkur nú þegar. Til að þið verðið ekki rasskelltir illilega og niðurlægðir hef ég verið að gefa ykkur grundvöll til ykkar eigin undirbúnings, t.d. með Bók mánaðarins. Nú hef ég bætt í búið og veitt ykkur aðgang að grundvelli allra veðmála í póker, hvenær skal kalla og hvenær pakka? Umfjöllunina um líkur er að finna undir hjálparhöndin á stikunni.

Ekki slá hendinni á móti þessari hjálparhönd, því hún mun hjálpa þér að hitta á nokkrar hendur en þú þarft sem fyrr að vara þig á þeim sem er laus höndin. Þeim sem gera allt með hangandi hendi er hins vegar ekki viðbjargandi. Sjálfs er höndin hollust!

Lesa meira

Ný skoðanakönnum og skráning

Birt af þann 29. Mar 2011 Í Fréttir | Engin ummæli

Þar sem sú staða kom nú upp að möguleiki væri að mótinu yrði frestað voru meðlimir hvattir til að skrá sig sem fyrst af tillitssemi við aðra meðlimi sem vildu fá á hreint hvort mótið væri af eða á. Þetta gekk ekki snuðrulaust fyrir sig og virðist sem það séu yfirleitt þeir sömu sem trassa að svara eða svara yfir höfuð ekki.

Þess vegna er aftur tekin upp sú pæling að koma á einhvers konar refsikerfi til að gera skráningu skilvirkari. Þið hljótið að sjá óþægindin fyrir þann sem heldur mótið þegar hann veit ekki hvort um er að ræða eitt eða tvö borð og óþægindi fyrir alla um hvort þurfi að fresta móti. Það er því líka gott að fá vita hverjir koma ekki.

Annað hvort þurfa menn að taka sig á eða við þurfum að setja eitthvað kerfi á. Nýjasta skoðunakönnunin tekur á þessu máli og geta menn kosið fleiri en eitt já svar.

Lesa meira

Bók mánaðarins

Birt af þann 27. Mar 2011 Í Bók mánaðarins | 3 Ummæli

Hafinn er nýr liður hér á bjolfur.is sem nefnist Bók mánaðarins. Fyrsta bókin er eftir reynsuboltann Dan Harrington og nefnist Harrington on Hold´em vol 1: Strategic play. Harrington hefur tvívegis unnið World series of poker, 1995 (main event) og 2003.

Harrington on Hold´em er af mörgum talin vera ein af bestu pókerbókum sem komið hafa út um hvernig skuli spila póker á mótum. Í bókinni er fjallað um grunninn í póker, leikstíla o.fl. Verðug lestning fyrir þá sem sækjast eftir titlinum Bjólfsmeistarinn 2011.

Bókina má kaupa á Amazon eða hlaða niður hér.

Lesa meira

Næsta mót

Birt af þann 24. Mar 2011 Í Mót | 18 Ummæli

Af gefnu tilefni bið ég meðlimi að skrá sig sem fyrst í næsta mót. Eins mega þeir sem geta haldið mótið láta vita í commentum.

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…