Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Þegar Nágranninn kíkir í heimsókn (Bjólfur XVI.3)

Kvöldið byrjaði á veisluferð hjá nokkrum á Fjörukránna og síðan mætti helmingur af klúbbnum í höfuðstöðvarnar hjá Massanum og þriðja kvöldið á sextánda tímabilinu.

Spilað var á tvemur borðum og fór vel um alla í hliðarherberginu í höfuðstöðvunum.

Nágranninn byrjaði af krafti og klárt að hann var mættur til að láta finna fyrir sér og gerði sér lítið fyrir og smellti í kongunglega litaröð bara til að sýna hvað væri í vændum.

Robocop nældi sér svo í bjórstig, var í góðri stöðu með sjöu og tvist í borði líka og fór létt með að skella sér á bjórstigalistann.

Þá var komið að pásu og settust menn saman í betri stofuna og gæddu sér á veitingum, sögum og tónlist.

Síðan var skellt í myndatöku í stiganum þar sem hægt er að bera saman tvær bestu hérna:

Eftir hlé fóru leikar að æsast og seinna bjórstig kvöldsins kom í hús þegar að Massinn landaði stigi með lit. Þar með hann kominn á blað ásamt Robocop, Timbrinu og Kapteininum og allir með eitt stig.

Bósi náði ekki að fylgja eftir sigrinum frá síðasta móti og var fyrsti maður út og náði Bótarinn sér í þúsarann fyrir að taka hann út.

Timbrið var næstur og náði leyfði restinni að njóta þess að fara á lokaborðið.

Hobbitinn var ekki finna sinn innri hobbita og var fyrstur út á lokaboðinu.

Takk fyrir kvöldið…klárum spilið út í bíl hjá þér

Robocop var næstur og varð að láta sér nægja bjórstigið.

Bleyjupoker!!!!

Lucky náði ekki að næla sér í annað sætið eins og á fyrstu tvemur mótum og var næstur út, en tvö önnur sæti þá endaði hann í fyrsta sæti í mótaröðinni.

Þarna kemur regnboginn…JÁ JÁ JÁ JÁ!

Massinn var næstur og náði ekki að lengar á heimavellinum.

Hann er að ná spilum sínum 

Bótarinn var að láta fjórða sætið duga eftir að hafa tekið út nokkra, nælt sér í þúsarann og endaði í 3ja sæti í fyrstu mótaröðinni.

Öll vötn falla til Bót

Iðnaðarmaðurinn tók búbbluna en færði sig nær Lucky og er stigi á eftir og náði öðru sætinu í mótaröðinni.

Af hverju gerðist ég ekki beatboxari?

Lokarimman var þá farin af stað á milli 2015 Bindisbolnum og 2025 Bjólfshjartabolnum.

Kapteininn reyndi hvað hann gat en það var ekkert að fara að stoppa Nágranannan.

Gaman að þú ert kominn með kjaft

Nágranninn byrjaði af krafti og endaði af krafti og látum? eins og áður og klárlega í fanta formi að geta haldið þetta frá upphafi. Góð innkoma hjá honum á fyrstu mætingunni og situr nú með 20 stig sig í meðalsskor á stigatöflunni 😉

Veistu hvaðan hann er? Hann er úr Breiðholtinu…með Keflavík á bakinu!

Sigurvegarar kvöldsins með bræður í bakgrunni og sigurvegarar mótaraðarinnar.

Enn einu góðu kvöldi lokið, enn einni mótaröðinni lokið og næsta mótaröð hefst innan skamms þar sem planið er að hittast hjá Bósa sem síðast bauð heim fyrir 6 árum.

Skila eftir athugasemd

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…