Úrslit úr Bjólfur OPEN 2014
18 spilarar settur niður á tvö full borð á Ljóninu í kvöld…byrjuðum aðeins seinna en áætlað var þar sem chipparnir voru seinir fyrir 😉
8 Bjólfsmenn á móti 10 gestum og ekki byrjaði vel þegar Ásinn & Logi voru fyrstir út. Einhverjir kættust nú yfir því að ég væri dottinn út og hófst þá mikil barátta að ná sem lengst á stigatöflunni en mótið telur til Bjólfsmeistarans 2014.
Bótarinn & Timbrið voru á móti hvor öðrum og sá síðar nefndi með lægri stakk og Q♠10♦ á móti K♥K♦. Floppið breytti engu með 7♣5♦4♦ en Q♥ á turn breytti spilinu og Timbrið fagnaði björguninni…en sá fögnuðu breyttist í annað þegar að K♣ kom á river og Timbrið þriðji maður úr leik og ekki sáttur og lét það hressilega í ljós 😉
Þegar hér var komið sögu stakk ég af, ákvað að koma heim snemma svona fyrst ég var dottinn svona snemma út, en alltaf gaman að spila og nú er bara að bíða þar til í lok mánaðar =)
Ég ætla að treysta á aðra Bjólfsmenn að edit-a þennan póst eða commenta og fylla inní það sem gerðist í framhaldinu svona til að upplýsa mig og aðra sem ekki voru á staðnum. Annars mega menn alveg vera duglegri að taka þátt í umræðinni, hún hefur dalað hér undanfarið…ég vonast til að sjá smá pistill frá öllum til að segja sína sögu af kvöldinu 😉
Eina sem ég veit að Bótarinn var einn eftir af Bjólfsmönnum undir lokin og tókst að landa sigri…en ég hef ekki frekari upplýsingar til að fylla inní stigatöfluna og óska eftir hjálp frá mönnum við það 😉
7-2 var ekki spiluð og ekki heldur Þúsarinn og heldur því Killerinn þúsaranum áfram yfir í næsta mót.
Bótarinn var með vinningssætin á hreinu:
1. Eiki Bót (13þ)
2. Sálfræðingurinn (9þ)
3. Kiddi kjuði (6þ)
4. Gunni hennar Stellu (3þ)
Niðurstöðurnar eru komnar í hús og búið að uppfæra stöðuna. Bótarinn er aftur kominn með góða forystu á Killerinn sem er rétt á undan mér og 4. maður er Mikkalingurinn sem hefur nú þegar misst úr 2 mót það er af vetri og spurning hvernig staðan væri ef hann væri með fulla mætingu.
En keppnin í 2. mótaröðinni er æsispennandi þar sem Killerinn er með 12 stig og Bótarinn, Robocop, Hobbitinn & Pusi eru einu stigi á eftir. Þannig að síðasta mótið i mótaröðinni verður æsispennandi og margir sem munu gera tilkall til Lokapottsins þar og annarar stjörnunar í ár.
P.s. Eiki, ég er með áfyllinguna…hún er nú komin í töskuna þannig að allt er tilbúið fyrir næsta mót 😉