Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Nýjustu fréttir

Boðsmót Bjólfs 2025

Birt af þann 11. Jan 2025 Í Boðsmót | Engin ummæli


Kvöldið byrjaði snemma hjá þeim sem mættu í mat og spjall fyrir spil. Að því loknu settust 32 þátttakendur við fjögur borð og hófu spil á tólfta Boðsmótinu sem haldið er í byrjun árs á Rauða Ljóninu. Í ár fengum við enn betri þjónustu; borðin voru sett upp sérstaklega fyrir okkur, og það þurfti að grafa djúpt til að finna pókerborðin á staðnum… sem hafa hugsanlega ekki verið notuð síðan á síðasta Boðsmóti. 😉

Yfirlit yfir salinn

Spilið

Spilinu var síðan ýtt úr vör og gekk það bara ljómandi vel, þó nokkrir smá tæknilegir örðugleikar skutu upp kollinum – handvirkar tilfærslur milli borða urðu stundum að lausninni. Einhverjir glímdu við símanotkunina, á meðan aðrir voru augljóslega hneykslaðir yfir skyndilegri hækkun blindra þegar líða tók á kvöldið. Þrátt fyrir það sátu allir við sama borð (bókstaflega!) og héldu leiknum í sómasamlegum farvegi, með flestum að fylgja siðareglunum – eða næstum því. 😉

Bjólfsmennirnir fengu þó sannkallaða þvottabrettameðferð og hrundu út eins og lauf í haustroki. Þeir voru þó einstaklega rausnarlegir og gáfu öðrum tækifæri til að komast langt í mótinu. Sumir þeirra yfirgáfu borðin með ásapar í hendi – en sú hönd virtist vera sannkölluð bölvun þetta kvöldið fyrir Bjólfsmenn. Menn gátu lítið sett út á spilamennskuna; heilladísirnar voru einfaldlega öðrum hliðhollari.

Úrslit

Yfirlit yfir spilara eftir hversu langt þeir náðu:

  1. Ari Páll (50þ) – með sinn fyrsta sigur á Boðsmóti og kominn á Boðsmeistaralistann, skemmtilegt að hann sé búinn að landa sigri þ.s. hann hefur mætt ósjaldan.
  2. Mikkalingurinn (40þ) – hélt uppi heiðri Bjólfs með að vera síðasti meðlimur klúbbins þegar komið var að lokaboðið og leit vel fyrir lokarimmuna en réð ekki við AP þar þrátt fyrir að vera á sínum “heimavelli” og hefur sjálfur unnið oftar en einu sinni á boðsmótunum í gegnum árin.
  3. Drottningin (26þ) – hefur líka mætt með okkur í mörg ár og skemmtilegt að hún nældi sér í verlaun í ár (jafnvel fyrstu verðlaun ef pistlahöfundur man rétt) og hefur haldið uppi heiðri kvennpeningsins gegnum árin og verður kannski hvatning fyrir aðrar að mæta núna.
  4. Hrannar (13þ) – fyrsta boðsmótið hjá honum og gerði sér lítið fyrir og skelli sér í verðlaun.
  5. Snáðinn
  6. Ísak
  7. Adam
  8. Trommuþrællinn
  9. Nágranninn
  10. Iðnaðarmaðurinn
  11. Hr. Huginn
  12. Massinn
  13. Spaðinn
  14. Hobbitinn
  15. Birdy Boy
  16. Alex
  17. Bennsi
  18. Mikael
  19. Atli Þór
  20. Bótarinn
  21. David
  22. Guðni
  23. Jón Hafliða
  24. Thorhallur
  25. Kapteininn
  26. Erlendur
  27. Timbrið
  28. Lucky
  29. Massinn jr.
  30. Gunni Bóndi
  31. Jóhannes
  32. Robocop

Myndir

Hópmyndatakan í ár var tekin innanhúss. Þó við höfum nú oftast hoppað út fyrir, þá tókum við líka innimynd 2023 og gaf það sumum möguleikann á að fara í smá uppstillingu…og láta fara vel um sig 😉

Styrktarsjóðurinn

Í ár söfnuðum við í Minningarsjóð Jennýjar Lilju og enduðu 134.500kr þar með ástarkveðju frá öllum sem studdu <3

Takk fyrir þáttökuna á Boðsmóti Bjólfs 2025 og sjáumst að ári 🙂

“Við erum founding memebers” (Bjólfsmenn á spjalli)

Lesa meira

Bjólfur XV.4 – Munnlegt gildir!

Birt af þann 7. Dec 2024 Í Fréttir | Engin ummæli

Bjólfur í desember 2024

Fjórða kvöldið var eins of oft áður tekið hjá Lucky í byrjun desember. “Gestgjafinn” tók Lúxus leigubílinn hjá formanninum eins og margir aðrir og eftir klukkutíma ferðalag náðu þeir rétt í hús…langt á eftir öðrum…en í tíma fyrir mót eftir frábæra útsýnisferð um höfuðborgarsvæðið ;). Svo fyrir algjöra tilviljun drógust þeir sex sem voru saman í bílferðinni saman á borð 😀

Lesa meira

Bjólfur XV.3 – Ævinlega skaltu passa eigið fé

Birt af þann 9. Nov 2024 Í Fréttir | Engin ummæli

Þriðju mótaröðinni var slúttað í útvíkkuðu skrifstofuhúsnæði Massans í gærkvöld. Fór vel um okkur þar sem núna var búið að stækka skrifstofuna…auðvitað allt gert til að rýma okkur betur þegar við mætum eini sinni á ári 😉

Lesa meira

Viltu vinna þína vinnu vinur!

Birt af þann 1. Nov 2024 Í Fréttir | Engin ummæli

1. nóvember og þá spennast allir upp því það er dagurinn sem opnar fyrir bókanir í bústaðinn…og það er hart slegist um að ná stóra og hægara sagt en gert að ná honum…hvað þá að bóka annars tvo bústaði nálægt hvor öðrum.

Á ár var einnig eitthvað óljóst hver ætlaði að bóka bústaðinn þ.s. aðeins tveir eru í stéttarfélaginu góða og annar þeirra var að forgangsraða fjölskyldunni yfir okkur…kannski alveg skiljanlegt þegar menn eru “nýliðar” ;). Gott að það voru einhverjir að vinna sína vinnu fyrir klúbbinn 😉

En þetta hafði og Killerinn er búinn að tryggja lokamótið verður í stóra bústaðnum í ár. Reyndar leit út fyrir að Massinn væri ekki alveg að meðtaka það og farinn að leita að öðrum möguleikum…en það er bara spenningur fyrir upphitunina fyrir bústaðinn…sem á eftir að bóka.

Þannig að það mun fara vel um okkar í maí og mun þetta verða í ellefta skiptið sem við hittumst á Apavatni og kunna menn ávallt vel við sig þar…sérstaklega í stóra ;). Takk fyrir Robocop að hafa komið þessari hefð á með færslu í febrúar 2011, fréttir tengdar bústaðaferðum fyrir þá sem vilja rifja upp fyrir ferðir, og TAKK KILLER fyrir að bóka <3

Lesa meira

Bjólfur XV.2 – Mýsnar leika meðan aðrir sofa

Birt af þann 5. Oct 2024 Í Fréttir | Engin ummæli

Bjólfsbræður í iðnaðarmannahugleiðingum í október 2024

Annað mótið var haldið í nýjum höfuðstöðvum Fjármálasviðs Bjólfs og ekki annað hægt að segja en að þetta lítur rosalega vel út hjá Fjármálastjóranum og gaman að fá að upplifa þetta áður en en er fullklárað eftir öll snöppin þar sem hann hefur leyft okkur að fylgjast með.

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…