Nýjust fréttir
Nú er biðin á enda eftir að bíða eftir kvöldinu

Loksins! Myndbandið við lagið „Ég bíð eftir kvöldinu“ er komið í hús – og að þessu sinni var það gervigreindin sem tók að sér leikstjórnina (já, hún er farin að stýra líka).
Read MoreFrásaga af borðum og örlögum þeirra

Lommaborð þat, er í upphafi var smíðað af miklum hagleik og næmri hendi, hélt eigi aðeins kyrru fyrir í samkundunni í nokkur ár. Flutt var það í geymslu Heimsa, þar sem það hvíldi um stund og lá í dvala, þar til það var borið til bústaðar, er sumir telja hafa verið um árið 2015. En eigi hlaut það þar langa dvöl, því brátt var það aftur flutt heim í geymslu og síðan skilið eftir í bílskúrnum er Heimsi flutti frá Hveragerði. Þar lauk för þess með því að því var kastað á haugana — og urðu það örlög þess borðs. Margir syrgja nú, því borð þetta þótti snilldarverk og góður gripur, og menn minnast þess með gleði.
En þá var til annarra borða að líta.
Read MoreBjólfur XV.8 – Það er bara einn maður sem getur þetta

Áttunda mótið var haldið hjá Spaða Ásnum…líkt og áttunda mótið á síðasta tímabili þegar við hittum á sama stað. Að þessu sinni var tilefnið ekki bara að hittast og spila heldur var líka haldið uppá stórafmæli hjá Spaða Ásnum og mættum við í veislu fyrir mót þar sem Ásinn hafði legið yfir pottunum (gúllassúpa og vegan súpa (með kjúkling 🙂 og ísskápurinn fullur af góðgæti við allra hæfi.
Read MoreNýtt mótsmet – 57 stig

Árið 2017 breyttum við stigakerfinu í 20 stiga kerfið, þar sem hámarksstigafjöldi fyrir eina mótaröð (3 kvöld) var settur í 60 stig – með þremur sigrum.
Síðan þá hafa 24 mótaraðir verið spilaðar, og þrisvar sinnum hefur leikmönnum tekist að ná 56 stigum – alltaf í annarri mótaröð tímabilsins, sem virðist af einhverri ástæðu gefa betur en aðrar:
• Tímabilið 2020 – 56 stig: Mikkalingurinn
• Tímabilið 2022 – 56 stig: Kapteininn
• Tímabilið 2023 – 56 stig: Timbrið
En nú hefur þetta met verið slegið í annarri mótaröð XV tímabilsins, þegar Mikkalingurinn halaði inn 57 stigum með þriðja sæti, fyrsta sæti og öðru sæti á þremur kvöldum.
Enn eitt metið hefur fallið – spurningin er nú hvenær, eða hvort, það verður slegið aftur. Munu fleiri met falla þegar fimmtánda tímabilinu lýkur?
Read MoreBjólfur VX.7 – Drottningar og svartir

Það voru 13 hressir Bjólfsbræður sem mættu til leiks á 7. kvöldið í fimmtándu mótaröðinni í gærkvöldi. Var þetta í annað sinn sem við mættum á aukavöllinn hjá Iðnaðarmanninum þar sem við vorum síðast í nóvember 2023 og hann enn leiðandi í heimboðum…enda langt síðan hann var útnefndur “Gestgjafinn” þar sem hann er alltaf greifi heim að sækja.
Read More
❤️😘