Nýjustu fréttir
Bjólfur XV.4 – Munnlegt gildir!
Fjórða kvöldið var eins of oft áður tekið hjá Lucky í byrjun desember. “Gestgjafinn” tók Lúxus leigubílinn hjá formanninum eins og margir aðrir og eftir klukkutíma ferðalag náðu þeir rétt í hús…langt á eftir öðrum…en í tíma fyrir mót eftir frábæra útsýnisferð um höfuðborgarsvæðið ;). Svo fyrir algjöra tilviljun drógust þeir sex sem voru saman í bílferðinni saman á borð 😀
Lesa meiraBjólfur XV.3 – Ævinlega skaltu passa eigið fé
Þriðju mótaröðinni var slúttað í útvíkkuðu skrifstofuhúsnæði Massans í gærkvöld. Fór vel um okkur þar sem núna var búið að stækka skrifstofuna…auðvitað allt gert til að rýma okkur betur þegar við mætum eini sinni á ári 😉
Lesa meiraViltu vinna þína vinnu vinur!
1. nóvember og þá spennast allir upp því það er dagurinn sem opnar fyrir bókanir í bústaðinn…og það er hart slegist um að ná stóra og hægara sagt en gert að ná honum…hvað þá að bóka annars tvo bústaði nálægt hvor öðrum.
Á ár var einnig eitthvað óljóst hver ætlaði að bóka bústaðinn þ.s. aðeins tveir eru í stéttarfélaginu góða og annar þeirra var að forgangsraða fjölskyldunni yfir okkur…kannski alveg skiljanlegt þegar menn eru “nýliðar” ;). Gott að það voru einhverjir að vinna sína vinnu fyrir klúbbinn 😉
En þetta hafði og Killerinn er búinn að tryggja lokamótið verður í stóra bústaðnum í ár. Reyndar leit út fyrir að Massinn væri ekki alveg að meðtaka það og farinn að leita að öðrum möguleikum…en það er bara spenningur fyrir upphitunina fyrir bústaðinn…sem á eftir að bóka.
Þannig að það mun fara vel um okkar í maí og mun þetta verða í ellefta skiptið sem við hittumst á Apavatni og kunna menn ávallt vel við sig þar…sérstaklega í stóra ;). Takk fyrir Robocop að hafa komið þessari hefð á með færslu í febrúar 2011, fréttir tengdar bústaðaferðum fyrir þá sem vilja rifja upp fyrir ferðir, og TAKK KILLER fyrir að bóka <3
Lesa meiraBjólfur XV.2 – Mýsnar leika meðan aðrir sofa
Annað mótið var haldið í nýjum höfuðstöðvum Fjármálasviðs Bjólfs og ekki annað hægt að segja en að þetta lítur rosalega vel út hjá Fjármálastjóranum og gaman að fá að upplifa þetta áður en en er fullklárað eftir öll snöppin þar sem hann hefur leyft okkur að fylgjast með.
Lesa meiraBjólfur XV.1 – Húnninn er mættur!
Fimmtánda tímabilið hófs hjá Iðnaðarmanninum í gær og 12 Bjólfsbræður sem mættu til leiks eftir sumarfríið. Það er alltaf gott að sækja Iðnaðarmanninn heim og byrja tímabilið á kunnuglegum nótum…og Ég bíð eftir kvöldinu fékk að rúlla nokkrum sinnum í gegn í bland við dönsku útgáfuna, Nonna Reiðufé, Guns og fleiri slagara. Tækifærið var einnig nýtt til að færa Kapteininum (og frú) smá gjöf frá okkur í tilefni hnappheldunnar í sumar…þó að okkur hafi ekki verið boðið 😉
Lesa meira
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…