Nýjust fréttir
Atvinnulausir aumingjar berjast (Bjólfur XVI.2)

Annað mótið á XVI var hjá Mikkalingnum í gær og var þetta í fimmta skiptið sem við sækjum hann heim. Með því er hann í fimmta sæti yfir flest heimboð og tók frammúr Ásnum, Robocop og Hr. Huginn sem eru með fjögur heimboð.
Lesa meiraSpilapeningum skipt út…það má gefa ;)

Þegar við skiptum út smærri peningum fyrir stærri þá detta þeir dauðir sem ná ekki uppí næsta spilapening…en það er ekkert sem segir að ekki megi gefa þá áður en þeim er skipt út. Þannig að peningar megi renna milli manna – ekki aðeins í gegnum potta, heldur líka með smá ást.
Hugmyndin er einföld: stundum situr einhver með smáa peninga rétt undir lágmarkinu sem þarf til að fá stærri pening. Þá má félagi við borðið rétta yfir smáa gjöf – ekki sem lána, heldur sem kærleiksríkan stuðning. Þetta er táknræn athöfn, sem minnir okkur á að spil eru ekki aðeins barátta heldur líka samfélag…því það er alltaf sárt þegar þeir detta niður dauðir og allt fer til spillis.
Hvort þessi nýja hefð breytir örlögum kvöldsins er óvíst – en eitt er víst: það er aldrei of mikið af ást í spilum og spurning hvort einhverjir nýti sér þetta eða haldi fast í sitt og séu ekkert að “hjálpa” öðrum 😉
Lesa meiraBlindralotur endurskoðaðar
Nú hafa blindralotur verið endurskoðaðar og uppfærðar í fjórða skiptið frá upphafi.

Iðnaðarmaðurinn heitur á heimavellinum (Bjólfur XVI.1)

Það vour 15 Bjólfsbræður sem hittust á upphafsmótinu á Bjólfur XVI hjá Iðnaðarmanninum í gær. Líklega aldrei verið svona fjölmennt á fyrsta móti og munaði litlu að við værum á þremur borðum og ekki ólíklegt að það muni gerst miðað við góða byrjun í mætingunni.
Lesa meiraNú er bara að bíða eftir kvöldinu…

Nú er allt að verða tilbúið. Spilin eru blönduð í huganum, bjórinn kólnar í kælinum og allir biðla til bjólfsvættana að passa uppá þá á nýju tímabili. Það er föstudagsmorgun og menn eru jafnvel misvel upplagði og sumir leggja sig bara fram að hádegi til að spara orkuna fyrir kvöldið.
Lesa meira
https://t.me/s/tf_1win