Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Annar í Bjólfi

Föngulegur hópur sem byrjaði kvöldið á Fjörukránni áður en haldið var á nýjan völl þegar spilað var í fyrsta skiptið hjá Massanum í nýja Aðsetrinu hans þar sem fór einstaklega vel um alla. Klárlega staðsetning sem menn vilja heimsækja oftar og helst útvíkka á næstu bil 😉

Bjór

Það eru vel upp aldir menn sem hlýddu Bjórmeistara síðasta árs og gera upp við hann í þeim bjór sem honum þykir vænt um eins og sjá má af myndunum af þeim sem gerðu upp.

Það voru þrjú bjórstig sem skiluðu sér í hús í Bjórmeistarakeppninni og Kapteininn, Bótarinn og Lucky þar með einir komnir á blað eftir tvö kvöld.

Spilið

Spilið hófst og eftir gott hlé byrjuðu menn að detta og tók Timbrið fyrstur pokann sinn og á eftir fylgdu; Iðnaðarmaðurinn, Nágranninn og Hobbitinn og var þá sameinað á lokaborðið.

Þar var Hr. Huginn fyrstur út á sama tíma og Heimsi. Heimavöllurinn dugði ekki lengra fyrir Massann og Mikkalingurinn náði ekki að fara alla leið eins og síðast.

Lucky tók bubble sætið og Kapteininn nældi sér í þriðja sætið og kom út á sléttu eftir að hafa keypt sig þrisvar aftur inn. Mögulega var það Kapteinn sem yfirgaf borðið með ÁÁ á móti 55 þegar að floppið kom J210 og 66 endaði með lit á móti ásaparinu.

Lokarimman var því a milli Bótarans og Killersins en sá síðarnefndi hafði mætt síðastur á mótið og byrjaði af krafti þegar hann settist niður…á tímabili var hann dottinn niður í tvo svarta en vann sig svo aftur upp og kominn í úrslit og var mun lægri á tímabili og stutt frá því að verða undir.

Killerinn náði að vinna sig vel inní spilið og á tímapunkti enduðu þeir báður all inn, Killerinn með 89 á móti 66 hjá Bótaranum…fyrsta spil í floppinu var 6 og Bótarinn kominn með þrennuna og leit vel út…89 gáfu Killernum von með að fá húsið…6 gerði út um spilið þegar Bótarinn tók fernuna og kom sér aftur í vænlega stöðu.

Stuttu seinna var Killerinn með KJ og með 910Q var hann með röðina. Bótarinn með Á7 fékk Á á river til að gefa möguleika á að fá hærri röð…en enginn kóngur á river (heldur 6) og Killerinn nældi sér í sigur.

Staðan

Staðan hefur verið uppfærð á Bjólfsmeistarinn 2022 og Mikkalingurinn og Bótarinn eru með 2 stiga forystu í toppsætinu á Kapteininn sem er líka með 2ja stiga forskot á Lucky og Heimsa. Massinn 3 stigum á eftir þeim og Nágranninn og Iðnaðarmaðurinn aðeins neðar en aðrir hafa bara mætt á eitt mót og þurfa að spila svakalega til að ná að blanda sér í toppbaráttuna.

Sigurvegarar kvöldins í góðum félagsskap

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…