Bjólfskviða
Bjólfur XV.6 – Stórir karlar falla hátt
Annari mótaröðinni, á XV tímabilinu, var slúttað í góðu yfirlæti hjá Robocop. Ekki svo langt síðan við hittumst í fyrsta skiptið hjá honum sem endaði í blaðagrein 😉 Bjór(stig) Engar fórnir voru til Bjóguðanna í kvöld…enda var annar þeirra fjarverandi í ólgusjó viðskiptalífsins. En þrátt fyrir það nældu tveir sér í bjórstig á kvöldinu…og gott ef þetta eru bara ekki hamingjusömustu menn sem hafa fengið bjórstig af myndum að dæma. Með því eru Mikkalingurinn og Lucky með 3 bjórstig og Kapteininn og Bensi fylgja fast á eftir með 2 og...
read moreBoðsmót Bjólfs 2025
Þátttakendur á boðsmóti Bjólfs 2025 Kvöldið byrjaði snemma hjá þeim sem mættu í mat og spjall fyrir spil. Að því loknu settust 32 þátttakendur við fjögur borð og hófu spil á tólfta Boðsmótinu sem haldið er í byrjun árs á Rauða Ljóninu. Í ár fengum við enn betri þjónustu; borðin voru sett upp sérstaklega fyrir okkur, og það þurfti að grafa djúpt til að finna pókerborðin á staðnum… sem hafa hugsanlega ekki verið notuð síðan á síðasta Boðsmóti. 😉 Yfirlit yfir salinn Spilið Spilinu var síðan ýtt úr vör og gekk það bara ljómandi vel, þó nokkrir...
read moreBjólfur XV.4 – Munnlegt gildir!
Fjórða kvöldið var eins of oft áður tekið hjá Lucky í byrjun desember. “Gestgjafinn” tók Lúxus leigubílinn hjá formanninum eins og margir aðrir og eftir klukkutíma ferðalag náðu þeir rétt í hús…langt á eftir öðrum…en í tíma fyrir mót eftir frábæra útsýnisferð um höfuðborgarsvæðið ;). Svo fyrir algjöra tilviljun drógust þeir sex sem voru saman í bílferðinni saman á borð 😀 Bjór Bótarinn og Iðnaðarmaðurinn mættu með bjórfórnir tók annar bjórguðinn við veigunum (hinn á amk inni heila kippu frá Iðnaðarmanninum sem var nú...
read moreBjólfur XV.3 – Ævinlega skaltu passa eigið fé
Þriðju mótaröðinni var slúttað í útvíkkuðu skrifstofuhúsnæði Massans í gærkvöld. Fór vel um okkur þar sem núna var búið að stækka skrifstofuna…auðvitað allt gert til að rýma okkur betur þegar við mætum eini sinni á ári 😉 Bjór Bjórgjafir og bjórstig Kapteininn og Mikkalingurinn komu færandi hendi og tóku báðir Bjórguðirnir á móti fórnum. Það var ljóst að eitthvað voru þessar fórnir að gefa af sér því báðir fengu þær tækifæri á að ná sér í bjórstig. Kapteininn landaði því en Mikkalingurinn gef höndina uppá bát þegar Lucky var að veðja...
read moreViltu vinna þína vinnu vinur!
1. nóvember og þá spennast allir upp því það er dagurinn sem opnar fyrir bókanir í bústaðinn…og það er hart slegist um að ná stóra og hægara sagt en gert að ná honum…hvað þá að bóka annars tvo bústaði nálægt hvor öðrum. Á ár var einnig eitthvað óljóst hver ætlaði að bóka bústaðinn þ.s. aðeins tveir eru í stéttarfélaginu góða og annar þeirra var að forgangsraða fjölskyldunni yfir okkur…kannski alveg skiljanlegt þegar menn eru “nýliðar” ;). Gott að það voru einhverjir að vinna sína vinnu fyrir klúbbinn 😉 En þetta...
read moreBjólfur XV.2 – Mýsnar leika meðan aðrir sofa
Bjólfsbræður í iðnaðarmannahugleiðingum í október 2024 Annað mótið var haldið í nýjum höfuðstöðvum Fjármálasviðs Bjólfs og ekki annað hægt að segja en að þetta lítur rosalega vel út hjá Fjármálastjóranum og gaman að fá að upplifa þetta áður en en er fullklárað eftir öll snöppin þar sem hann hefur leyft okkur að fylgjast með. “Virkilega gaman að sjá þig”…(knús)…”Sömuleiðis…en ég er með njálg” Það voru þónokkrir fastamenn sem ekki létu sjá sig…en jafnframt sjaldséðir kettir líka sem kíktu. Lomminn...
read moreBjólfur XV.1 – Húnninn er mættur!
Fimmtánda tímabilið hófs hjá Iðnaðarmanninum í gær og 12 Bjólfsbræður sem mættu til leiks eftir sumarfríið. Það er alltaf gott að sækja Iðnaðarmanninn heim og byrja tímabilið á kunnuglegum nótum…og Ég bíð eftir kvöldinu fékk að rúlla nokkrum sinnum í gegn í bland við dönsku útgáfuna, Nonna Reiðufé, Guns og fleiri slagara. Tækifærið var einnig nýtt til að færa Kapteininum (og frú) smá gjöf frá okkur í tilefni hnappheldunnar í sumar…þó að okkur hafi ekki verið boðið 😉 Bjór Engar bjórgjafir voru til Bjórguðanna en það kom ekkert að...
read moreBeðið eftir kvöldinu
Nú eru bara nokkur kvöld í að Bjólfur XV hefjist og til að létta biðina er komið lag fyrir tímabilið: Ég bíð eftir kvöldinu. Það var draumur um að ná þessu fyrir síðasta bústað…sem hefði verið skemmtilegt því að upprunalega lagið var merkilega fyrirferðamikið og ósjaldan sem Mikkalingurinn fékk menn til að spila fyrstu nóturnar til að koma sér í fíling. En það náðist ekki að fara í upptökur fyrir bústaðinn…en það náðist fyrir tímabilið. Lagið er hið eina sanna Sleeping my day away með DAD og var gervigreind fengin til að hjálpa...
read moreHitað upp fyrir XV
Þá er bara vika til stefnu í að Bjólfur XV hefjist og gott að rifja upp markmið klúbbsins sem sett var af Stofnandanum fyrir um fjórtán árum síðan: “Markmið klúbbsins er að sem flestir meðlimir hittist einu sinni í mánuði, fái sér nokkra kalda, spili póker og skemmti sér”. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan þá…og nokkrir bjórar runnið í gegn um Bjólfsbræður líka og nokkrar fleygar setningar sem hafa flogið í gegnum árin tengdar bjór. Á síðasta heimamótinu á síðasta tímabili heyrðist ein fleyg sem ófáir Bjólfsmenn og...
read moreHúnninn er mættur…til reynslu
Á síðasta aðalfundi var samþykkt að taka Húninn inn í klúbbinn og er hann því kominn á reynslu fram að næsta aðalfundi. Húnninn hefur mætt á mót hjá okkur þegar hann var leynigestur fyrir Kapteininn. Uppáhalds höndin hans er 52…”eins og spilið” sem hann kennir mönnum við hvert tækifæri sem þekkja það ekki og hafa margir fengið að rembast við að leysa það í gegnum árin. Það hefur nú ekki fært honum mikla fjármuni…en spurning hvort hæfileikar þar muni gera eitthvað fyrir hann við pókerborðið hjá Bjólfi. Sumir gætu séð...
read more
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…