Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bjólfur XIII – 9. kvöldið (bústaður)

Bjólfsbræður í bústað (maí 2023)

Þá var komið að því…tólfti bústaðurinn (þar sem 2020 datt uppfyrir) og mikil spenna í mönnum fyrir helginni sem og spili.

Skipulag ferðarinnar var til fyrirmyndar og í raun allir og allt. Vel var gert í mat og allir sáttir við úrvals (sér”pantað”) naut og bernes, nýkreistar appelsínur voru aftur á boðstólum, búbblur í pottununum og bara eintóm hamingja og skemmtun alla helgina.

Spil

Menn voru duglegir að kaupa sig inn og sumir keyptu sig þrisvar inn fyrstu þrjú spilin…og aðrir héldu áfram að kaupa sig inn.

Heimsi hætti fyrstu spilamennskunni og sneri sér að eldamennskunni fyrir hlé <3 og Iðnaðarmaðurinn var næsti maður.

“FYRIRGEFÐU, ERT ÞÚ MEÐ SÝRÓPIÐ?”…”Ég er sýrópið!”

Massin fór út þegar hann var með 4 spaða með laufa ás…hélt það væri spaða ásinn, þannig að “spaða ásinn” (eða laufa ásinn 😉 sviku hann og þannig endaði spilakvöldið hjá Massanum…ekki með lit.

“Merkilega rólegt í ár”…”Já, Massinn er að leggja sig”

Bóndinn var fjórði maður út, svo Bensi og Timbrið.

Bótarinn og Spaða Ásinn sátu á móti hvor öðrum og var bara störukeppni í gangi hjá þeim um hver myndi ná lengra og ná titlinum. Stóru staflarnir yfirgáfu borðið þeirra og það gaf þeim jafnvel betri stað til að hanga á? Bótarinn endaði út á undan og því ljóst að Ásinn gat náð titlinum svo framarlega sem hann væri ekki næstur út.

Ég efast um að hann hafi vaknað með eitthvað nýfundið siðferði…konan hefur bara sett honum stólinn fyrir dyrnar 

Mikkalingurinn komst ekki lengra og Robocop fylgdi honum.

Lucky var í ham þegar spilið byrjaði og harður á reglunum og byrjaði á að pakka spilum hjá mönnum sem voru ekki við borðið (enda er það nú bara í samræmi við 14. siðaregluna ;)…sumir gátu nú líka bent honum á (án þess að muna að það væri 4. siðareglan) að segja hvað hann væri að veðja og komu nokkur góð “atvik” upp kringum veðmál, sagnir og hvernig ætti að túlka það að gera áður en komið væri að viðkomandi spilara…og ekki voru allir á eitt sáttir við gamla refinn þegar hann var kominn við lokaborðið og tuðandi og segja mönnum að vera vakandi og setja blinda tímanlega út (8. siðareglan) 😉 …hans tími var kominn og var hann næstur frá borði.

“Aldrei séð Lucky svona”…(Lucky svarar)”enda var ég pirraður að þurfa að folda”

Spaða Ásinn var búinn að vera í störukeppni við Bótarann sem var nú dottinn út og hann í góðri stöðu…en Kapteinn gat enn náð honum, þannig að það skipti máli að ná sem lengst. Þegar kom að sameiningu átti Ásinn bara nokkra spilapeninga og hefði endað allur inn á blindum…en við sameiningu var endurraðað á borðið sem gaf honum smá líflínu. Fékk síðan kóngapar sem hann náði að þrefalda sig upp og fá nokkrar fleiri krónur til að hanga á…en nokkrum spilum seinna var hann allur og út…og nú var bara biðin að sjá hvort Kapteininn myndi ná honum þar sem hann gæti sigrað eða náð öðru sæti og verið þá jafn (og þá yrði það leyst með pókereinvígi (sem hefur aldrei gerst og enginn vissi hvernig yrði…en þar sem Kapteinninn er formaður var víst að hann myndi gera það eftir sínu höfði 😉

Þetta var ekki bara spurning heldur líka algebra (pubquiz)

Kapteininn var ekkert að flækja þetta og fór bara næstur út sem búbblan svo þyrfti ekki að vera með enn eina uppkomuna fyrir Formanninn að leysa úr 😀

“Hvar er Gilli?”
“Að leggja sig”
“Hvar?” 
“…skiptir það máli”

Nágranninn var búinn að ná sér eftir að Lucky henti honum út í fyrstu spilum (og lét hann halda inni ótímabærum veðmálum)…enda hafði hann náð einhverju til baka af honum 😉 en hann náði í verðlaun og slapp við búbbluna.

Hringdu í hann og segðu “getur hvar kallinn er…”

Lomminn gerði sér góða ferð alla leið í annað sætið og næstum því búinn að landa öðrum bústaðameistaratitlinum sínum.

“Lítill, Bjössi”
“Hvað er ég ekki stór?”

(Hobbitinn, þegar að Lucky vildi ekki kalla hann stórann)

Hobbitinn byrjaði spilið á að fjórfalda sig upp í fyrsta spili…síðan hékk hann en fór minnkandi og var kominn vel undir upphafsstaflann þegar hann endaði allur inn en var bjargað á fljótinu (river). Varð þetta ekki í síðasta skipti, endaði þetta þannig að hann var þrisvar sinnum á leiðnni út úr spilinu fyrir sameiningu…tvisvar búinn að standa upp…einu sinni voru allir búnir að telja honum trú um að hann ætti ekki einu sinni möguleika…en samt lifið hann..sannkallaður Hobbiti hér á ferð 😉

Bjólfsmeistarinn 2023 – Spaða Ásinn

Spaða Ásinn fékk rauða bolinn í ár að launum fyrir að ná titlinum og fjórði maðurinn til að hampa Bjólfsmeistaratitli. Þegar hann var spurður út í hvað þyrfti til að ná toppnum:

Mæta alltaf…vera ekki fyrstur út…og spila kannski ekki alltaf á Spaða Ásinn

(Spaða Ásinn þegar hann var spurður hvað þurfti til að landa Bjólfsmeistaratitlinum)

Bústaðameistarinn 2023 – Hobbitinn

Hobbitinn tók sigurinn og tryggði sér annan bústaðameistaratitilinn.

Bjórmeistarinn 2023 – Bótarinn

Engin bjórstig létu sjá sig og Bótarinn hélt því með 2 bjórstig og nokkrir gerðu upp bjórinn strax.

Myndir

Þá er tólfti bústaðurinn að baki…eintóm veisla þar sem bjólfsmenn óðu í góðum félagsskap <3

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…