Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bjólfur XIV hófst hjá Iðnaðarmanninum

Bjólfur XIV – 1. kvöld í september ’23 hjá Iðnaðarmanninum

Fjórtánda starfsárið hófs í gær þegar þrettán Bjólfsfélagar tóku í spil…og sá fjórtándi mætti svo eftir hlé þannig að það voru fjórtán Bjófsbræður sem hittust á fyrsta kvöldinu á fjórtánda tímabilinu 🙂

Eins og oft áður þá tókst okkur nú ekki að byrja á tíma og hléið var langt og gott…enda ekki annað hægt þegar Gestgjafinn er heimsóttur og menn eiga fullt í fangi bara með að smakka á öllu sem boðið er upp 🙂

Það var tekið á móti nýjum meðlim sem er nú með okkur til reynslu fram að næsta bústað 😉 hann sýndi meira að segja töfrabrög og reytti af sér sögurnar eins og honum einum er lagið.

Við pókerborðið hafi Bósi engu gleymt…og eftir nokkur spil var hann búinn að margfalda sig og áttu menn í mesta basli með Bósa’nn…enda langt síðan menn hafa setið móti honum yfir pókerspili.

Djöfulsins kommbakk
“Kóngar?”
“Nei, ég sagði COMEBACK”

(Bósi mættur aftur)

Bjór

Eitthvað var um uppgjör til nýjasta bjórguðsins og meira að segja lengra aftur í tímann frá sumum 😉

Bjórguðir og höfðinglegar gjafir

En tímabilið fer rólega af stað í bjórstigunum og engin sem náði að landa stigi þetta kvöldið og því allir jafnir eftir fyrsta spil.

Raise í fimm…Freysi fimm?

Spilið

Eftir langt og (matar)gott hlé fóru menn að detta út einn af öðrum. Kapteininn fyrstur, Bóndinn næstur, Lucky þriðji, Timbrið, Heimsi og Massinn.

Ég er ekki að betta svona litlu til að láta þér líða vel!

Eftir að búið var að hleypa Bósa vel af stað þá fóru menn aðeins að hitta á móti honum og endaði þannig að Robocop náði að taka nýliðann út.

Ok…þú hefðir tapað alveg rosalega illa 

Iðnaðarmaðurinn fylgi á eftir og Mikkalingurinn.

Ekki splassa foldið!

Spaða Ásinn tók búbbluna og heldur áfram sterku gengi frá því að hafa tekið síðasta Bjólfsmeistaratitil.

Robocop var næstur, helvíti vel gert hjá veikum manni að næla sér í verðlaun 😉

Lokarimman milli Bótarans og Hobbitans en sá síðarnefndi varð alveg trítilóður fyrr um kvöldið þegar hann “tapaði” 300 chippum (þremur hvítum) sem “dóu” þegar hvítir voru teknir úr umferð. Menn sáu bara í augunum á honum að hann var ekki sáttur þegar Lucky sótti chippana og það var ekkert sem komst að Hobbitanum nema sigur. Enda spilaði hann grimmt og skipti engu þó að Bótarinn væri með röð á lokahöndinni…Hobbitinn var með lit og tók kvöldið.

Strákar þið sem eruð að fylgjast með…núna tek ég þá…er bara að gera eins og með laxinn…er búinn að þreyta þá…

(Bótarinn ætlaði að setja á sýningu…en foldaði á móti tvemur tékkum)
Sigurvegar fyrsta móts í Bjólfi XIV

Línur hafa því verið dregnar fyrir Bjólfur XIV og má sjá stöðuna á Bjólfsmeistarinn 2024.

Myndir

Örfáar myndir frá kvöldinu

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…