Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bjólfur XV.1 – Húnninn er mættur!

Fimmtánda tímabilið hófs hjá Iðnaðarmanninum í gær og 12 Bjólfsbræður sem mættu til leiks eftir sumarfríið. Það er alltaf gott að sækja Iðnaðarmanninn heim og byrja tímabilið á kunnuglegum nótum…og Ég bíð eftir kvöldinu fékk að rúlla nokkrum sinnum í gegn í bland við dönsku útgáfuna, Nonna Reiðufé, Guns og fleiri slagara. Tækifærið var einnig nýtt til að færa Kapteininum (og frú) smá gjöf frá okkur í tilefni hnappheldunnar í sumar…þó að okkur hafi ekki verið boðið 😉

Bjór

Engar bjórgjafir voru til Bjórguðanna en það kom ekkert að sök og komu 3 stig í hús og fer því Bjórmeistarakeppnin af stað með miklum látum þetta árið.

Bjórstig kvöldsins

Spilið

Spilið byrjaði snemma með smá slysi…eins og gengur þegar menn reyna að rifja upp hvernig á að spila póker og drekka bjór á sama tíma eftir langt frí. Allt var þurrkað í mesta fjöri og ný spil tekin að gagni, eins og við værum að gefa hinum að þorna ljósabekksmeðferð.

Sumir voru enn að finna sig eftir sumarið og Mikkalingurinn var með hugann við Ítalíu og stóð því fyrstur frá borðinu, enda ekki alveg búin að fá nóg af sumri 🙂

Kapteinn var meyr eftir gjafirnar og var næsti maður til að yfirgefa spiliði.

Þrátt fyrir að Robocop hafi mætt tímanlega og með seðla (eitthvað sem hefur jafnvel aldrei gerst áður að bæði þessi skilyrði séu uppfyllt 😉 þá dugði það ekki lengra og var hann síðastur út fyrir sameiningu á lokaboð.

Lucky var enn háður eftir að hafa verið að taka upp nýjasta slagarann og fyrsti maður út á lokaborðinu.

Iðnaðarmaðurinn hafði staðið upp nokkrum sinnum en lifað ef…en nú var komið að honum…heimavöllurinn gaf honum ekki meira þetta kvöldið.

Ef ég á að drekka kaloríur þá verður áfengi í þeim!

Iðnaðarmaðurinn í umræðunni um 0% bjór

Timbrið hafði líka staðið upp nokkrum sinnum og það fór eins fyrir honum og þurfti að segja skilið við spilið.

Massinn hélt sér vakandi og var sleginn út áður en hann fékk tækifæri á að sofna.

Gummi nágranni tók 5. sætið og fékk lítið fyrir langt ferðalag, annað en að hitta okkur <3

Spaða Ásinn hafði verið að spila eins og engill (þeir eru víst ágætir í póker) og leit vel út á tímabili en þurfti að taka búbbluna í þetta skiptið.

Bennsi tók 3ja sætið og Þúsarann eftir að hafa sent Kapteninn útaf fyrr um kvöldið.

Eiki Bót hafði lítið þurft að hafa fyrir hlutunum, spilaði bara á hvað sem var og hitti alltaf eitthvað gott og erfitt að sjá hvernig nokkur ætti að sjá við honum.


Ef ekki allur inn núna, þá hvenær?

Bótarinn með ásapar á lokarimmunni

Húnninn var nú bara rólegur á sínu fyrsta móti og menn alveg búnir að sjá að hann væri bara að lesa okkur. Hann var orðinn frekar fátækur á tímabili á lokaborðinu en hélt sér á lífi og tók svo við af Bótaranum. Þó hann hafi fengið að tapa fyrir ásapari hjá Bótaranum þá svaraði hann því með að sýna ásaparið í lokaspilinu og taka sigur á fyrsta kvöldinu sínu, Húnninn er sannarlega mættur!

Sigurvegarar Bjólfs XV.1

Nokkur augnablik frá kvöldinu

Gott upphaf á nýju tímabili, keppnin er hafin, og nú bíðum við bara eftir næsta (föstudags)kvöldi og spurning hver býður heim?

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…