Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Boðsmótið 2022

Þátttakendur á Boðsmótinu 2022

Það var föngulegur hópur af 27 gæðablóðum sem mættu á Boðsmót Bjólfs 2022 á Rauða Ljóninu í gærkvöldi og hituðu upp með mat og drykk fyrir spil.

Spilið byrjaði aðeins seinna en áætlað var þar sem það þurfti að telja allt til og stilla öllu upp 🙂 Síðan byrjaði mótið og fyrsti maður út var Trommuþrællinn, hann var sigurvegarinn frá því hittumst síðast á Ljóninu 2020 en tók alveg hinn pólinn í hæðina.

Svipuð saga með Gylfa sem var líklega fyrstur út á online boðsmótinu í fyrra en erum ekki með tölfræði og annað frá því móti…en hann hafði orð á því að hann ætlaði ekki að vera fyrstur út í þetta skiptið og komst næstum því alveg á hinn endann 😉

Vinningshafar kvöldins

Hérna eru niðurstöður kvöldsins þar sem Mikkalingurinn landaði sigri líkt og hann gerði síðast 2019…enda er þetta nánast heimavöllurin hans 😉 en önnur verðlaunasæti fóru til gesta.

  1. Mikkalingurinn ~50þ
  2. Gylfi ~30þ
  3. Maggi Tóka ~16þ
  4. Adam ~11þ
  5. Bjarki
  6. Timbrið
  7. Helgi Bjarni
  8. Stígur
  9. Bensi
  10. David
  11. Drottningin
  12. Rúnar Freyr
  13. Kapteininn
  14. Massinn
  15. Lomminn
  16. Njörður
  17. Lucky Luke
  18. Kristján Þór
  19. Gulli
  20. Emil
  21. Mikael
  22. Bótarinn
  23. Alex
  24. Bragi
  25. Gummi nágranni
  26. Bóndinn
  27. Trommuþrællinn

Í lok kvölds var svo talið uppúr bikarnum þar sem gestir settu frjáls framlög til styrktar minningjennyjarlilju.is og ánægjulegt að segja frá því að þar söfnuðust yfir 100þ krónur, virkilega vel gert og takk allir sem studdu sjóðinn.

Enn eitt gott boðsmót að baki, takk allir fyrir komuna/þáttökuna/skemmtunina/samveruna og sjáumst að ári.

Nokkrar myndir frá kvöldinu með sérstakri þökk til Lommans sem var duglegur á myndavélinni.

Ein athugasemd

  1. AppleTV-ið var að svínvirka, tökum með hátalara næst til að tryggja tónlistina 😉 og síðan hefði mótið alveg mátt vera styttra þannig að blindir mega hækkra örar (enduðum hálf eitt en hefði alveg mátt vera klukkutíma styttra…en við byrjuðum líka aðeins seinna en áætlað var 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…