Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Boðsmótið 2023

Þátttakendur á Boðsmótinu 2023

Góður hópur sem mætti til leiks á Boðsmótinu í ár, margir mættu snemma í mat og drykk sem var vel þegið að næra sig á líkama og sál fyrir spil.

Það er bara ein regla í Bjólfi….formaðurinn ræður!

(Bjólfsbróðir að útskýra klúbbinn fyrir gesti)

Byrjað var að stilla upp fyrir spilið um hálftíma fyrir áætlaða byrjun. Aðeins lengri tíma tók að kaupa alla inn og stilla upp, tengja sjónvarpið og hreinsa út þá sem duttu út á seinustu stundu og breyta viðurnefnum á þeim sem óskuðu þess ekki fyrirfram…en spil hófst líklega rétt fyrir átta (um hálftíma seinna en áætlað var).

Spilið, og blindralotur

Spilað var á fjórum borðum og blindralotur hækkuðu hraðar þegar leið á spilið til að reyna að tryggja að við myndum ná þessu innan 4 tíma og stefnt að klára spil fyrir miðnætti (svona þar sem Ljónið er bara opið til 23:00…en hafa leyfi til að vera með gesti lengur þannig að það þarf ekki að henda okkur út strax á slaginu ellefu 😉

HVAÐ ÆTLIÐI AÐ VERA HÉRNA Í ALLT KVÖLD?

(Iðnaðarmaðurinn dottinn út)

Menn voru eitthvað litlir í sér sem komust á lokaborðið og blindir komnir uppí 10þ/20þ…en þetta var bara uppsetningin og allir sátu við sama borð.

En tímalega tókst okkur að enda í kringum miðnætti þannig að þessar hækkanir í blindralotum voru að skila sér í betri tíma á mótinu (auk þess sem við tókum hópmyndina bara inní sal til að spara tíma og pissupásur voru varla til staðar 🙂

Umhugsunartími

Það má líka taka inní umræðuna um blindraloturinar að engin takmörk voru á því hvað mátti hugsa sig lengi um sem gat leitt til þess að spilarar tóku sér það tíma sem þeim hentaði.

Spurning með timer?

(ekki allir sáttir með hvað menn tóku sér langan tíma að gera)

Kom reyndar mjög góð (fleyg) setning sem útskýrir í raun núverandi reglu varðandi umhugsunartíma:

Spurt. “Hvað má hugsa lengi”…
Svarað: “Bara þangað til einhver lemur þig”

Gott veganesti fyrir næsta boðsmót að vera með einhverja reglu á umhugsunartímanum og koma því í fastara form til að láta spilið ganga hraðar.

“Ég vil bara benda þér á að þú er óvinsæl gæjinn við borðið”…viðkomandi svarar: “Nei það er reyndar ekki rétt”

(skotið fast þegar menn tóku sér góðan tíma að gera)

Regnbogar

Bjólfur notar orið regnboga fyrir veðmál uppá 1600 því þá er settur út einn grænn, einn rauður og einn hvítur og voru gestir fljótir að tileinka sér þetta þó það hafi ábyggilega einhverjir rekið upp stór augu þegar farið var að tala um regnboga við borðið.

Fokkaðirðu regnboganum?

Síðan er líka talað um stóran regnboga fyrir 6600 þegar að svartur bætist við, en það er sjaldnar sem svo há veðmál eru mikið í gangi (sérstaklega í byrjun kvölds þegar allir litir (spilapeninga) eru enn í umferð).

Hann tók tvo regnboga…svo tók hann stóran regnboga

Nafngiftir á litla og stóra blindum?

“Lítill, stór” heyrist reglulega til að minna litla blindan og stóra blindan að setja út skylduveðmálin sín. Enda er það hluti af siðareglum Bjólfs, nr. 8: “Vertu vakandi og settu blindan tímalega út” og hjálpar alltaf þegar þeir eru komnir áður en spilið byrjar og þarf að byrja á að hjálpa blindu að gera skyldur sínar.

Þú ert lítill…þú ert stór..Jón Valur þú ert bara eins og þú ert

Eitthvað var verið að leika sér með með að breyta “Lítill, stór” og gæti líka verið skemmtileg hugmynd að prófa að breyta til.

Lítill…myndarlegur

(Byrjað að breyta nöfnum á blindum)

Held meira að segja að Spaða Ásinn hafi verið farið að segja “Myndalegur, Fallegur”…en var ekki með það staðfest svo ég ætla ekki að leggja honum orð í munn hérna.

Þátttakendur í úrslitaröð:

Sigurvegarar kvöldsins
  1. Timbrið (~50þ)
  2. Rúnar Freyr (~30þ)
  3. Bjarki (~15þ)
  4. Kapteininn (~10þ)
  5. Bóndinn
  6. Trommuþrællinn
  7. Kári Killer
  8. Hr. Huginn
  9. Jón B
  10. Hjartaknúsarinn
  11. Spaða Ásinn
  12. Drottningin
  13. Spaðinn
  14. Strider
  15. Hobbitinn
  16. Mikael
  17. Eiki Bót
  18. Massinn
  19. Mikkalingurinn
  20. Alex
  21. Sleggjan
  22. Iðnaðarmaðurinn
  23. Gauti
  24. Ljósmóðirin
  25. Lucky Luke

Aðrar fleygar setningar

Þér fannst þetta skemmtilegt…ég heyrði það

(verið að segja Hobbitanum að hann sé lítill (litli blindi))

Viljiði aðeins róa ykkur

(Pressa á Hobbitanum eftir að hann hækkaði)

“Jæja nú ætla ég bara að vera rólegur öllum spilum”…”Þú sagðir það áðan”…”Já ég bara ræð ekki við mig”

(Massinn um mitt spil)

Viltu vinna þína vinnu vinur

Svo erum við Lucky hérna bara ef vantar aðstoð

(Iðnaðarmaðurinn og Lucky báðir dottnir út og að labba um)

Ég er allur inn með áttatíu og fimm

(hei og þetta rímaði)

Styrktarsöfnunin

Þáttakendur voru duglegir að styrkja Minningarsjóð Jennýjar Lilju og söfnuðust 143þ þegar búið var að telja seðlana úr styrktarbikarnum og bæta við því sem aðrir sem komumst ekki höfðu millifært á sjóðinn. Virkilega vel gert og fallegt af öllum og ég veit að foreldrarnir senda innilegar þakkir ❤️

Fyrir þá sem vilja styrkja sjóðinn þá eru upplýsingar um framlög hægra megin á https://minningjennyjarlilju.is/

Takk allir

Kærar þakkir til allra sem mættu, frábær samverstund með æðislegu fólki…sjáusmt aftur að ári.

Myndir

Nokkrar myndir frá kvöldinu

Egill bluffaði Masann og nýtt spil komið í gang. “You fool me once…” svo bara man ég ekki rest

4 Comments

  1. Stórkostleg skemmtun og gott að hafa þennan punkt til að halda uppi minningu Jennýjar Lilju.
    Ást og friður.
    þið eruð æðislegir.

    • Vel orðað Massi, tek undir með þér (vantar alveg “líkar við” hnapp hérna)

  2. Egill bluffaði Masann og nýtt spil komið í gang. “you fool me once…” svo bara veit ég ekk rest.
    en hér er þetta, man það næst Egill minn.

    “fool me once, shame on you; fool me twice, shame on me”

    • Skemmtilegt, þarf að bæta þessari setingu inn 😉

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…