Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Níundi í Bjólfi…vindar breytinga í bústaðnum 2022

Bjólfsbræður í bústað 2022

Það var mikil spenna þegar Bjólfsbræður fóru að safnast saman í litlu bústöðunum á Apavatni. Fengum ekki stóra bústaðinn í ár en náðum tvemur litlum og eins og oft áður var smá spölur á milli þeirra...en allir sem þar gistu komust heilu á höldnu á milli þó þeir hafi þurft að “stika” sér leið í myrkrinu 😉

Vindar breytinga

Það var búið að lýsa því yfir fyrir helgina að það yrðu breytingar á matarvali og því ljóst að margra ára hefð yrði brotin…en það var ekki það eina sem breyttist. Strax snemma á föstudeginum mætti formaðurinn með varninginn…

Mættir í pottnum

Ný handklæði

Formaðurinn dreifði nýjum merktum handklæðum sem að þessu sinni eru gul. Eiga nú allir ný merkt handklæði og einhverjir eldri eiga líka gamla græna…frábært fyrir þá sem nota þetta mikið og mikill kostur að vera með þessi merkt í bústaðnum svo allir finni nú sitt 🙂

Föstudagskvöld

Einhver sleppti

Grillið var sett í gang á föstudeginum og skellt í svakaleg pulsu/pylsu-veisla…en hún fór misvel í mannskapinn því þrátt fyrir predikanir um að menn þyrftu ekki að borða nema einu sinni í mánuði var vel étið og mátti finna það á lyktinni fram eftir kvöldi 😉

Spaða Ásinn hélt árlegt pub-quiz sem var almenns eðlis þetta árið vegna anna í vinnu en æsispennandi.

Síðan var því fylgt eftir með þrautaleik frá stjórninni og hressu myndbandi sem tók aðeins á síðasta bústað og vægast sagt féll það vel í mannskapinn þar sem menn voru grátandi…og sumir öskrandi af hlátri 😀

PubQuiz með Spaða Ásnum

Síðan fengu myndir frá pókerkvöldum fyrri ára að rúlla á skjánum og hitaði það svo í mönnum að taka í spil að það var tekið föstudagsmót. Oft höfum við haft eitthvað öðruvísi/undarlegt spil á föstudeginum en í þetta skiptið var ekkert planað og bara tekið hefbundið mót án endurinnkaupa.

Mikkalingurinn fann á sér að hann væri í stuði og vildi endilega hækka innkaupagjaldið en fékk litlar undirtektir. Hann var í fanta formi eins og hann hefur verið á öllu tímabilinu og endaði á að taka föstudagsmótið…góð upphitun fyrir síðasta mótið? Eða kannski ekki þ.s. hann sagði við Lucky í byrjun spils að ef hann yrði heppinn í kvöld gæti hann ekkert á morgun…og fékk sama svar til baka 😉

Laugardagshlaup

Samkvæmt dagskrá stjórnar var áætlað hlaup kl. 10 á laugardagsmorgni. Menn voru árrisulir og tilbúnir í hlaup klukkutíma fyrr og farnir út tíu mínútur fyrir 10 en á leiðinni var hlupið framhjá svefnbústaðnum þ.s. Lucky stóð í dyragættinni öskraði að klukkan væri ekki orðin 10 😀 en dagskráin hafði reyndar verið auglýst með fyrirvara um breytingar…en allt fór vel og hópurinn beið eftir Lucky sem skellti sér í hlaupafötin og hljóp með Mikkalingnum, Kapteininum, Massanum og Bóndanum. Menn fóru mislangt og bara eins og þeir vildu hafa það…var þetta fyrsta hlaup hjá Hlaupahópi Bjólfs?

Pottnum

Það var gott að komast í pottnum eftir hlaup, milli mála, í blíðunni…og bara hvenær sem mönnum datt í hug. Ekkert hægt að kvarta yfir pottnum í ár og enginn sem skvetti pottnum þó menn hafi hamast duglega þegar stress relief var hellt í og menn bursluðu vel til til að hrista upp í því.

Spænskt þema í matnum

Kokkarnir

Það voru breytingar í matarvenjum í ár og spænskt þema sem réð ríkjum…enda Massinn búinn að vera bústettur þar lengi og lært magt gott sem hann vildi deila með okkur.

Brunch í ár var Pan con Tomate con Aguacate og þó að einhverjir hafi nú hótað því að steikja sitt eigið beikon þá kom ekki til þess og allir sáttir með að prófa eitthvað nýtt þó að ekkert væri beikonið eða sýrópið 🙂

Það var tekið gott matrahlé þegar yfirkokkarnir (Massinn og Heimsi) keyrðu eldhúsið í gang í hléi og áfram hélt spænska þemað með fjalli af Bacalao con chan­faina sem rann ofan í mannskapinn.


Spilið

Það var allt í járnum fyrstu 2 tímana á meðan spilað var fram að hléi…einhverjir keyptu sig aftur inn og einhverjir unnu og töpuðu…en þegar kom að hléi var enginn afgerandi…sumir vel settir og aðrir rétt bara með byrjunarstaflann…en allt opið.

Eftir hlé fór menn að detta út einn af öðrum. Spilað var á tvemur borðum með sex á hvoru borði.

Spaða Ásinn tók að sér að vera fyrstur út og Mikkalingurinn næstur…klárt að hann kláraði kannski spilaheppnina á föstudeginum??? Hobbitinn var þriðji út og Heimsi fjórði og þá voru fjórir dottnir út og hægt að sameina á lokaborð…en fyrst þurfti að klára spil á öðru borðinu og þá duttu tveir út til viðbótar: Kapteininn og Iðnaðarmaðurinn og því aðeins sex sem settust saman á lokaborðið.

Lomminn lenti fljótlega illa í því með 2 litla spilapeninga eftir…en á tvemur höndum tókst hann að tólffalda sig upp og kominn aftur inní spilið…það dugði þó ekki lengra þar sem hann var fyrstur út frá lokaborðinu.

Bótarinn datt næstur út og þar með ljóst að Lucky færi með sigur í Bjólfsmeistarabaráttunni þar sem enginn gat komist hærra en hann.

Bóndinn tók bubble sætið sem fjórði síðasti út.

Bennsi tók 3ja sætið og skildi Hafnfirðingana Lucky og Massann eftir í lokarimmunni.

Sú rimma var stutt…eftir aðeins nokkur spil fór Lucky allur inn með 55 og Massinn sá hann með QJ…í borð kom 78Q og K á turn skildi bara eftir tvær fimmur í bunkanum til að bjarga lucky en 6 á river tryggði Massanum fyrsta bústaðasigurinn.

Sigurvegarar

Mikkalingurinn tók mótaröðina, Bótarinn í öðru og Lucky í þriðja. En í móti kvöldsins var það Massinn sem sigraði bústaðinn, Lucky í öðru og Bennsi í þriðja.

Massinn tók bústaðinn í ár, Lucky í öðru sæti og Bennsi í þriðja…og svo Bósi með í för eins og á flestum mótum í ár

Bjórmeistarinn

Bóndinn með bjórstig

Bóndinn var sá eini sem náði að landa bjórstigi í bústaðnum…en það dugði nú skammt á móti þeim 5 stigum sem Kapteininn var þegar búinn að landa fimm stigum og tryggði sér þar með Bjórmeistarann í ár…og annaðþriðja skiptið sem hann landar þeim titli.

7-2 keppnin fór sem segir:

5 stig – Kapteininn
4 stig – Lucky 4 stig
2 stig – Nágranninn
1 stig – Bótarinn
1 stig – Bennsi
1 stig – Bóndinn


Bjólfsmeistarinn 2022

Lucky náði lengst af efstu mönnum og landaði því 7. bjólsfmeistaratitlinum og fékk að launum fyrsta gula bolinn. Það var klárt að Mikkalingurinn hafði jinx-að sjálfan sig með föstudagsspilinu og Bótarinn náði ekki að komast lengra en Lucky til að koma sér upp fyrir hann.

Portret myndir

Hobbitinn var duglegur að mynda og tók portret myndir af öllum sem mættu…nema sjálfum sér en lét bara eina góða fylgja…hérna er gallerý af þeim myndum

Myndir

Nokkrar myndir sem ekki komust inn hérna að ofan

Ein athugasemd

  1. Þvílíka gullið sem þessir pistlar eru

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…