Haldið ró ykkar…4 dagar í bústað
Jæja, þá er vikan hafin og niðurtalningin líka. Það eru 4 dagar í förstudag og það virðist allir ætla að mæta á föstudeginum, amk hefur enginn sagt neitt annað.
Þannig að nú er bara að halda kúlinu…síðan er hægt að missa sig á laugardagskvöldið 😉
Kominn tími á nýjann formann?
Nú er undirritaður búinn að þjóna dyggilega á 3ja ár sem formaður og segi eins og Rasczak í Starship Troopers að ég “er hann þangað til að hverf á braut eða við finnum einhvern betri”.
Þannig að ef einhver hefur áhuga á að sinna starfinu eða telur að einhver annar ætti að gera þá þá er um að gera að láta vita 😉
Lesa meiraFagnað of snemma
Í fyrra voru Bjólfsmennt minntir á að fagna ekki of snemma og er það alltaf gott að muna…menn geta sagst vera sáttir og misst sig svo aðeins eða jafnvel fagnað og misst sig svo þegar fagnað var of snemma…
…eins og Massinn um árið…
..alltaf gaman að rifja þetta upp 😉
Lesa meiraVerðum við allir millar í ár?
Þar sem útlit er fyrir að það verði afgangur af rekstrinum í ár þá er upplagt að nota það til að versla EuroJackpot miða eins og í fyrra.
Í ár munu auk okkar þeir gestir sem borguðu í lokapottinn á Bjólfur OPEN eiga sinn hlut í verðlaunaféinu…þannig að ef við lendum milljónunum eru þeir að fá góða ávöxtun á sínum hlut í lokapottunum 😉
Lucky Luke verslar miðann…væntanlega á leiðinni í bústaðinn 8. maí…ég er búinn að vera að spara heppnina í pókernum og ætla að taka hana alla út þegar miðinn verður keyptur 😉
Lesa meiraVerðlaun fyrir Bjólfsmeistarann
Formaðurinn hefur ákveðið að fráfarandi Bjólfsmeistari skuli kaupa verðlaun fyrir verðandi Bjólfsmeistara og er heimilt að fá fjárstyrk fyrir þeim kaupum úr bústaðapottinum að höfðu samráði við Formann.
Þar sem Formaður í ár er “fráfarandi” núverandi Bjólfsmeistari þá hefur hann einhliða vald til þess að ákveða þessa gjöf en er henni þó haldið innan skynsamlegra marka. Kaup á henni hafa verið sammþykkt 😉 og eru “innblásin” af vissu leiti af öðrum íþróttagreinum…nánar um í bústaðnum eftir “nokkra daga” =)
Gjafir komnar í framleiðslu
Framleiðsla er hafin á gjöfum fyrir bústaðinn 2015 og í tilefni af 5 ára afmælinu fer aðeins meira í þennan lið miðað við fyrri ár, en það er allt í góðu þ.s. árgjaldið var hækkað til að standa undir svona hugmyndum og útlit fyrir að við bókhaldið verði réttu megin við núllið 😉
Gaman að rifja upp hvað hefur verið gefið undanfarin ár:
- 2011 (Flúðir) – ýmis smáverðlaun & viðurkenningar
- 2012 (fyrir utan Laugavatn?) – Bjórkönnurnar & derhúfunrar
- 2013 (Apavatn) – bolir (hvítu sérmerktu með kraganum)
- 2014 (Apavatn) – The Bjolfur bolir + gúmmíarmbönd + útskorið Logo klúbbsins (aukagjöf í boði Iðnaðarmannsins)
- 2015 (Apavatn) – ???
❤️😘