#bjolfur
Ef þið viljið setja inn myndir sem birast hægra megin hérna á síðunni þá þarf aðeins að merkja instagram myndir með #bjolfur og þá koma þær sjálfkrafa hérna inn 😉
Lesa meiraEinvígísmót á föstudeginum í bústaðnum
Í bústaðnum í ár verður spilað einvígismót á föstudeginum. Fyrirkomulagið verður þannig að allir leikmeinn fá þúsundkall úr bústaðapottinum og leggja hann undir í einvígi við andstæðinginn.
Lesa meiraSíðasta kvöldið fyrir bústað eftir 2 daga
Það er að skella á síðasta “heimapókerinn” fyrir bústaðinn…2 dagar til stefnu og 4 efstu menn í Bjólfsmeistarakeppninni hafa þegar skráð sig til leiks.
Lesa meiraHamingjuóskir til Spaða Ássins & vika í mót
Spaða Ásinn fagnaði stórafmæli í gær og þessi mynd af “Bjólfi á góðum degi” er tileinkuðu honum (vonandi var dagurinn sérstaklega góður 😉
Nú er vika í næsta mót, að öllu óbreyttu munum við hittast hjá mér nema að einhver annar bjóði sig fram?
Skráningin er opin og erum við að tala um síðasta kvöldið fyrir bústað þannig að það er heldur betur farið að styttast í lok 2014-2015 mótaraðarinnar þar sem Bjólfsmeistarakeppnin er spennandi sem aldrei fyrr og hægt að glöggva sig nánar á því og fleiru í stöðunni.
Lesa meiraVika í næsta mót
Það eru væntanlega allir tilbúnir í kvöld nr. 2 í þriðju mótaröðinni sem er eftir viku. Ekki er kominn neinn gestgjafi þannig að óbreyttu verðum við hjá mér í Hafnarfirðinum UPPFÆRT: verðum hjá Iðnaðarmanninum.
Bóndinn býður heim á föstudaginn
Það er komið heimboð til Bóndans á næsta föstudag þar sem úrslitin í annari mótaröðinni á tímabilinu munu ráðast. Mikkalingurinn er efstur með 16 stig og Timbrið í öðru sæti með 15 stig. Hobbitinn og Killerinn eru svo saman í þriðja sæti með 12 stig…aðrir koma svo í halarófu á eftir. Hægt að sjá það með að skoða stigatöfluna og raða eftir “Mótaröð 2” (Smellið efst á dálkinn “Mótaröð 2” til að raða eftir honum).
Spurning hvort einhverjar 7-2 skila sér í hús og menn líka minntir á að gera upp bjórinn & árgjaldið (enn eiga 7 eftir að gera upp árgjaldið og fleiri bjórinn), sjá árgjaldið – flipinn Innkoma 2015.
Heilmikil spenna er einnig í Bjólfsmeistarakeppninni og þetta hefur sjaldan verið meira spennandi 😉
P.s. takið þátt í könnuninnin hérna hægra megin ->
Lesa meira

❤️😘