Ný regla – Áfylling
Spilarar eiga nú möguleika á að fylla sig uppí 15þ eftir klukkutíma fyrir þúsundkall. Þetta er nánast eins 3ja buy-in nema að leikmaður fyllir bara uppí 15þ chippa og má ekki vera dottinn alveg út.
Þetta er aðallega gert til að leikmenn sem enda mjög litlir eftir síðasta spil fyrir hlé séu ekki alveg úti og geta bara gert add-on.
Þúsarinn
Þúsarinn verður alltaf spilaður á komandi tímabili. Þúsarinn er bounty á þeim sem að vann síðasta mót. Ef að síðasti sigurvegari mætir ekki til leiks flyst þúsarinn yfir á þann sem var í 2. sæti á síðasta móti og þannig áfram á næsta sæti ef viðkomandi vantar líka.
Lesa meiraBjólfur 2013-2014 drög að tímabilinu
Komin eru drög að 2013-2014 tímabilinu og ættu allir meðlimir að vera komnir með upplýsingar um það. Ef einhverjir hafa ekki fengið þær upplýsingar skulu þeir láta vita hérna og við kippum því liðinn.
Það verður einum fleira í hópnum næsta vetur með endurkomu Ásins og búið að staðfesta að Timbrið verður á landinu amk eitt ár til viðbótar. Þannig að það er útlit fyrir skemmtilegan pókervetur hjá Bjólfsmönnum.
Bústaður 2015 – Laugarvatn?NEI…Apavatn?NEI….HMMM
Heilir og sælir,
Loks er ryðið farið úr manni og þorstinn er kominn aftur. Þegar ég sagði á Sunnudaginn “ég ætla aldrei að drekka aftur!” þá var ég bara að djóka.
Ég er kannski svolítið graður á því en eins og ég hef sagt þá finnst mér þessi félagsskapur alveg einstakur og ég myndi vilja taka klúbbinn á næsta level. Nei, ég er ekki að tala um neitt kynferðislegt þó að menn hafi verið mikið að spá í 2 af 10 homma-reglunni upp í bústað heldur er ég að tala um túr í nálægri framtíð. Margir hugsa eflaust hmmm aðrir hugsa
. Nei, þið hafið rangt rangt fyrir ykkur. Massinn hugsar út fyrir kassann.
Massinn er alltaf skrefinu á undan. Massinn er ekki bara massaður, heldur einnig bráðsnjall og með ólíkindum klókur. Hvernig hugsar Massinn. Nú auðvitað:
2015 er 5 ára afmæli Bjólfs sem þýðir að við höfum 2 ár til að skipuleggja og fjárafla Pókerferð Bjólfs til Halifax. Ég er ekki að grínast. Þessi borg er sniðinn fyrir klúbbinn, Massinn er búinn að vera víða og Halifax er klárlega okkar borg. Hægt væri að fara í 2ja nátta ferð, bærinn er mjög lítill en státar af því að vera með flesta pöbba pr capita sem er landslag fyrir okkur. Ég man ekki hvort ég var búinn að segja ykkur frá því en það er hriklega flott Casion þar líka.
Þetta er ekkert meira frábrugðið nema auðvitað kostar þetta meira en ég er sannfærður að með útsjónarsemi getum við gert þetta orðið að veruleika. Flug og hótel er c.a. 160 þús og svo fer væntanlega annað eins í neyslu en auðvitað geta menn alltaf haft með sér smurt kæfubrauð og kókómjólk. Við gætum lagt til aur mánaðarlega, haldið kannski 2-3 pókermót og selt klósettpappír, fá sponsa osfrv sem dæmi. Er áhugi fyrir þessu?
Sett verður upp könnun til að ath áhuga manna.
kv
Massinn
Lesa meiraBjórkeppnin í fullum gangi
7♠2♥-keppnin er í fullum gangi. Logi náði einu bjórstigi með sigri á höndinni í síðasta móti og komst þar með uppfyrir Kára.
Killerinn þarf því að vinna upp forystuna til að komast aftur á toppinn, en hann hefur hitt þetta nokkuð vel miðað við að hafa misst af 3 kvöldum á þessu tímabili…þannig að hann er til alls líklegur…heimavöllurinn gæti reynst honum vel á föstudaginn.
En það má aldrei afskrifa SÁÁ síðasta árs sem jafnaði Killerinn með 2 stig með því að ná einu bjórstigi síðast.
Það eru enn tvö kvöld eftir og allt getur gerst í þessari keppni og allir muna líklega hversu margar bjórhendur náðu sigri í síðasta bústað, þannig að það er ekkert gefið fyrr en 5. lota er búin í bústaðnum.
Samkvæmt upplýsingum í bókhaldinu eru Timbrið & Heimsi enn ekki búnir að gera upp sínar skuldir við SÁÁ…ég geri ráð fyrir að menn þurfi ekki að láta minna sig á þetta aftur og heiðri Pusa með góðum gjöfum við fyrsta tækifæri.
Keppnin um síðustu stjörnuna er hafin
Á heimavelli Bósa settumst við 11 niður við Lommaborðið. Það er alltaf erfitt að vera svona margir við borðið en bara kósy…NO HOMO 😉
Gestgjafinn var undirbúinn: viskí & tilbúin glös fyrir menn til að ganga í.
Spilið hófst og ekki var nú sérlega mikið um innkaupa en nokkrir hækkuðu aðeins pott kvöldsins. Timbrið byrjaði af miklum krafti og náði að halda því þokkalega út. Ég var hins vegar ekki að fá nein spil (og lítíð hægt að gera með 10 aðra við borðið þegar maður hefur ekkert).
Ásapar á hendi kom oftar en einu sinni. Ekki voru menn alltaf að ná að halda út á því, einhverntíman lét það í lægri hlut fyrir setti af 8. En þegar Eiki Bót sat með ásaparið á hendi og átti líkið af chippum var hálf sorglegt fyrir hann að eiga ekki góðan stafla þar sem það mættu 2 ásar í borð til viðbótar.
Gummi var með yfirhöndina með tvö pör á móti Bósa með ásapar þegar par í borð á river sendi Gumma heim. Pusi var næstur út og svo Gunnar Axel áður en ég fór allur inn með J♥J♠ en staflinn minn var lítill og Hobbitinn sá hann án umhugsunar með Á♣K♣ og hitti á kóng og sendi mig heim og náði í þúsarann sem var á mér. Þá vorum við Hafnfirðingarnir báðir dottnir út og ákváðum að segja þetta gott og rúllum heim í fjörðinn.
Nú verða aðrir að kommenta og fylla uppí hvernig leikar fór eftir þetta. En Massinn sendi mér mynd af úrslitunum sem eru komin inná stigatöfluna. Bósi rétt missti af verðlaunum á heimavellinum en Hobbitinn náði að tóra í 3ja sætið. Timbrið var að láta sér nægja 2 sætið fyrir Mikkalingnum sem tók sigur í fyrsta kvöldinu í lokamótaröðinni í ár. Þetta er gott mót til að standa sig vel þar sem það er einu kvöldi meira og lokapotturinn verður því mun hærri og menn verða að halda áfram að saxa á forskott mitt í meistarabaráttunni til að gera hana spennandi 😉
Lesa meira


❤️😘