Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Robocop 1

Birt af þann 5. Nov 2016 Í Mót | 1 ummæli

3ja mótaröðin kláraðist í gær og hittumst við Bósa á nýjum heimavelli hjá kappanum.

9 mættu til leiks, engir gerðu upp bjór en Massinn náði sér í bjórstig og er þá með 2 ásamt Mikkalingnum en Iðnaðarmaðurinn leiðir með 3.

Heimavöllurinn var að gera sig fyrir Bósa og endaði hann eftir með Robocop þar sem rosaleg rimma átti sér stað milli þeirra tveggja sem endaði þannig að Robocop vann slaginn þar sem tía hafði yfirhöndina yfir níu. Annar sigurinn á kvöldi komið í hús hjá Robocop.

Timbrið þók fyrstu ★ þessa tímabils og Massinn er stutt á eftir og Iðnaðarmaðurinn fylgir þeim fast.

Lesa meira

Massinn 1

Birt af þann 17. Oct 2016 Í Mót | Engin ummæli

Iðnaðarmaðurinn tók á móti okkur aftur og eins og vanalega var farið með alla eins og höfingja og nokkuð óhætt að segja að hann sé kominn langleiðina með að tryggja sér gestgjafanafnbótina…eins og alltaf 😉 Takk fyrir okkur =)

Bjór
Enginn gerði upp bjór en tvö bjórstig komu í hús hjá Lucky og Massanum og eru bjórstigin þá orðin 9 eftir tvö kvöld en í fyrra voru þau 11 eftir tíu kvöld þegar tímabilinu lauk.
Minni menn á að gera upp næst þegar þeir mæta. Hægt er að sjá hverjir hafa gert upp á bókhaldssíðunni.

Massinn mættur aftur
Það hefur verið langt síðan að Massinn hefur verið að sýna sig uppá dekki en nú er spurning hvort að tímabilið hans er loksins hafið? Hann endaði á góðum sigri og Doktorinn tók 3ja sætið og náði sér í fyrstu verðlaunin sín (annað skiptið sem hann mætir) og hafa þá allir Bjólfsmenn komist í verðlaun.

Bjólfsmeistaraslagurinn
Timbrið er í efsta sæti í slagnum og hefur stigataflan verið uppfærð. Massinn er einu stigi á eftir honum og síðan Bótarinn rétt á eftir þeim. Nóg af kvöldum eftir á tímabilinu og margt sem á eftir að breytast en ég trúi því að nú ætli einhver að ná að taka meistaratilinn af Lucky & Bótaranum.

Pókerhæfileikar Massans eru á sömu leið og lóðin…upp

Nokkrar myndir

Lesa meira

Hvalur 1

Birt af þann 11. Sep 2016 Í Fréttir, Mót | Engin ummæli

Hvalurinn er kominn til að sjá og sigra og lét heldur betur finna fyrir sér á fyrsta mótinu í ár með sigri. Að hans sögn er hann nú búinn að lesa alla í gegnum þessi 6 ár og veit alveg hvernig hann ætlar að landa meistaratitlinum í ár.

Bótarinn tók annað sætið og ætlar ekki að gefa honum neinn frið, enda hefur Bótarinn oftar en ekki verið í toppslaginum.

Kempurnar tvær byrja með látum en ég er ekki með neinar upplýsingar um hvernig menn duttu út (fyrr en ég kemst í tölvuna)…en þið getið kannski rifjað þetta upp með mér?

  1. Mikkalingurinn 7.5þ
  2. Bótarinn 4.5þ
  3. Timbrið 3þ
  4. Bennsi
  5. Massinn
  6. Pusi
  7. Iðnaðarmaðurinn
  8. Lucky Luke
  9. Killerinn
  10. Heimir
  11. Spaða Ásinn

Hver tók þúsarann?

Bjór & bjórstig
Killerinn var fyrstur til að gera upp bjórinn í ár og lét Timbrið fá (sem svo deildi út á Lucky og Bótarann líka).
Síðan var byrjað að raða inn bjórstigum og ljóst að það verður rosaleg keppni í ár:

  • Iðnaðarmaurðinn 3 stig
  • Mikkalingurinn 2
  • Bótarinn 1
  • Bennsi 1

Staðan (stigataflan) verður uppfært þegar ég er með allar upplýsingar 😉

Skemmtielg byrjun á tímabilinu og alltaf vel séð um gesti hjá Iðnaðarmanninum sem bauð uppá þvílíku kræsingarnar að það þurfti að taka sérstaklega langt hlé til að reyna að láta aðeins sjá á öllu því sem var í boði.

Nú eru 5 vikur í næsta mót, þannig að menn hafa nógan tíma til að undirbúa sig 😉

Lesa meira

Jón sigraði Jón

Birt af þann 30. Apr 2016 Í Mót | Engin ummæli

8 Bjólfsmenn mættu til leiks á síðasta heimamótið hjá Lukcy.

Bjór
Það var skemmtileg hönd þegar að Timbrið var með 72 á hendi á móti Bótaranum með 77 þegar að 784 komu í borð…allt leit út fyrir að þarna myndi ekki nást bjórstig þar sem sjöuþrennan var með þetta í hendi sér en 10 á turn og 2 á river gáfu Timbrinu litinn tryggðu honum eina bjórstig kvöldsins. Er hann því kominn með 3 stig eins og Lucky & Bótarinn og mikil spenna í Bjórkeppninni.

Jón & Jón
Eftir að menn duttu út einn af öðrum þá enduðu Jón og Jón tveir eftir. Eftir nokkur spil horfði Jón á KQ og fór allur inn en var séður af Jóni með KÁ…eitthvað sem Jón átti ekki von á að lenda á móti. Borðið endaði 510829 og spaða ásinn dugði því Jóni til að landa sigri.
Jón er með afgerandi forystu í 3. mótaröðinni þegar að aðeins bústaðurinn er eftir, en ljóst að Lucky er nú þegar orðinn Bjólfsmeistarinn 2016 með 17 stiga forystu á Jón.

Takk fyrir gott kvöld…nú þarf að skipuleggja ýmsilegt fyrir bústaðinn eftir 3 vikur…meira um það fljótlega…

Lesa meira

(H)eldri mennirnir

Birt af þann 3. Apr 2016 Í Fréttir, Mót, Myndir | Engin ummæli

Allar týpur af 'bolum' mættu

Allar týpur af ‘bolum’ mættu


8 Bjólfsmenn hittust á fötudaginn, leikar fóru þannig að Bótarinn tók Mikkalinginn undir lokin. Frekar upplýsingar er hægt að sjá á stöðusíðunni. Allir mættu uppstrílaðir í Bjólfsbolum eftir að búið var að tilkynna að ljósmyndari frá Séð&Heyrt myndi mæta…

Lesa meira

Nýr völlur vígður á föstudaginn

Birt af þann 2. Mar 2016 Í Mót | 2 Ummæli

Við munum fara á ókunnar slóðir á föstudaginn þegar að Mikkalingurinn býður heim í nýju höllina. Þar sem það er afmælismót sem hittir einmitt af afmælidaginn hjá klúbbnum og Stofnandanum þá er spurning hvort við hittumst ekki eitthvað fyrr og Timbrið kemur jafnvel með eitthvað í tilefni dagsins?

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…