Föstudagskvöld hjá Bósa
Síðasta kvöldið fyrir bústað er á föstudaginn og það er enginn annar en Bósi sem býður heim. Skráningin er hafin og verður fróðlegt að sjá hvort við sláum mætingarmet en 11 hafa mest mætt á mót á þessu tímabili.
Lesa meiraMottan sigraði
Það fór nokkuð vel um þá 9 sem mættu í gær til Lukku Láka á 2. kvöldi í síðustu mótaröðinni og að þessu kvöldi loknu eru aðeins tvö mót eftir í 2013-2014 mótaröðinni.
Lesa meiraMottu-póker á föstudaginn
Annað kvöldið í síðustu mótaröðinni í ár er á föstudaginn hjá Lucky Luke.
Skráningin er hafin og þegar hafa 2 mottur skráð sig til leiks…verður gaman að sjá hvort það verða fleiri sem mæta með mottur…
Lesa meiraLucky Luke strikes again
Það er langt síðan við höfum spilað hjá Massanaum og sumir sem voru að stíga sín fyrstu skref um höllina sem er réttnefni fyrir einstaklega fallegar vistarverur Massans.
Lesa meiraCasa de Mass á föstudaginn
Þriðja og síðasta mótaröðinn í tímabilinu hefst. Það er búið að opna aftur Casa de Mass eftir breytingar og verður gaman að fara aftur á “æskuslóðir” klúbbsins þó við höfum við uppfærðir í enn betra rými hjá gestgjafanum.
Keppnin er enn æsispennandi og verður fróðlegt að sjá hvort að einhverjir fara að skáka Bjólfsmeisturunum tvemur sem eru búnir að vera að skiptast á forystunni…enda einu mennirnir með fulla mætingu á tímabilinu en Mikkalingurinn og Killerinn er ekki langt undan og þetta er fljótt að breytast.
Skráningin er hafin og minni menn á að melda sig fyrir miðnætti á fimmtudag (annað kvöld 😉
Lesa meiraDæmigerður Logi
Önnur mótaröðin kláraðist hjá Gestgjafanum í gær. Það var sem áður vel veitt og Gestgjafanafnbótin farin að festast við hann…enda ávallt greifi að sækja heim (þó hann hafi nú ekki staðið sig nógu vel á heimavellinum og verið með yfirlýsingar að heimavöllurinn væri ekki að gera sig lengur…ég held að hann þurfi að fara að blása rykið af “blinginu” 😉
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…