Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

ÚRSLIT – Bjólfur OPEN 2011

Birt af þann 31. Dec 2011 Í Bjólfur OPEN, Mót | Engin ummæli

Alls tóku 36 spilarar þátt í Bjólfur OPEN á Öldunni þetta árið og var góð stemning á mönnum en í ár tók engin kvennmaður þátt, sem fyrr var haft á orði að þær þyrftu að vera til staðar til að gefa og bauð einn bæjarbúi sína snót til verksins á næsta ári.

Adólf Guðmundsson var sá eftirsótti (bounty) og stóð sig með stakri prýði þrátt fyrir örlitla hnökra en þetta rifjaðist upp fyrir honum eftir sem leið á mótið. Manna tókst þó á endanum að slá Adda út og hreppti fyrir það 10 KÍLÓ af fiski.

Lesa meira

Bjólfur invitational

Birt af þann 3. Dec 2011 Í Mót | 7 Ummæli

Þá er jólahlaðborði Bjólfs lokið með fínnri þátttöku og góðri stemningu. Eftir að hafa skolað pizzum og borgurum niður með jólabjór var gefið í spil og fengu Bjólfsmenn ekki eins slæma útreið og á mótinu í fyrra á Rauða ljóninu en þó voru tveir boðsspilarar sem stóðu sig aðeins of vel.

Lesa meira

Bjólfur OPEN

Birt af þann 10. Nov 2011 Í Bjólfur OPEN, Mót | 7 Ummæli

Bjólfur á bókaðan pókersalinn á Rauða ljóninu Eiðistorgi fyrir næsta mót, föstudaginn 2. desember. Eins og í fyrra verður mótið opið fyrir vini og vandamenn meðlima og gott væri að skrá þá um leið og meðlimir skrá sig eða í það minnsta láta mig vita með öðrum hætti hversu mörgum þeir ætla að bjóða.

Við hittumst kl. 19:núllnúll í pizzu og bjór og til að stilla saman strengi en mótið byrjar kl. 20:núllnúll

Mótafyrirkomulag verður nánast óbreytt en bætt hefur við loturnar og rebuy hækkað í 1.500 kr. Þá hefur þússarinn verið færður yfir á næsta mót. Fyrir þá sem ekki hafa spilað áður með klúbbnum verður fyrirkomulagið eftirfarandi:

Lesa meira

M1 lokið

Birt af þann 5. Nov 2011 Í Mót | 8 Ummæli

Þá er stórskemmtilegri mótaröð lokið þar sem Eiki Bót, son of Bjössi í Bót, sigraði með jafnri og þéttri spilamennsku. Sem fyrr er þéttur pakki á toppnum og munar aðeins 3 stigum á fjórum efstu spilurunum – sjá stöðuna í heild.

Lesa meira

Prinsessupóker

Birt af þann 8. Oct 2011 Í Mót | 4 Ummæli

Lokamótið í þessari mótaröð verður spennandi þar sem einungis munar 3 stigum á fjórum efstu sætunum og eru í raun mun fleiri sem geta hreppt M1 pottinn.

Það verður að segjast eins og er að síðasta mót var frekar laust við spennuþrungin augnablik og fóru menn ekki í mikið ferðalag á tilfinningaskalanum, fyrir utan reiðina sem kraumaði innan í Robocop á tímabili, enda vantaði dramadrottninguna Andra “The Ace” ;-).

Mótið byrjaði vel þegar Eiki vann pott fljótlega í mótinu með 72 þar sem hann hitti á tvistaþrennu og náði þar sínu fyrsta priki í þeim leik en svo gerðist lítið markvert það sem eftir lifði móts.

Þetta e´bbara stundum svona í póker

Það er alltaf jafn gaman að hittast og fá sér nokkra kalda og að mínu mati er ekki hægt að verja þessum 1.500 kr. betur en það er spurning hvort við þurfum ekki að fara að krydda þetta aðeins með einhverju eins og prinsessupóker 😉

Lesa meira

Líður að móti…

Birt af þann 3. Oct 2011 Í Mót | 13 Ummæli

Senn líður að öðru móti í fyrstu mótaröðinni og eru skráningar farnar að detta inn. Ný og betrumbætt síða yfir stöðuna hefur litið dagsins ljós og er einnig hægt að fylgjast með stöðunni í öllum hliðarkeppnum á hægri spássíu á öllum undirsíðum.

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…