Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Næsta mót

Birt af þann 25. Feb 2011 Í Mót | 11 Ummæli

Þá fer að styttast í fyrsta mótið í þriðju og síðust mótaröðinni (M3) á þessu pókerári. Ég hef beðið þess með óþreyju og ég veit að fleiri hafa gert það líka. Eins og menn ættu að vita ætla ég að bjóða meðlimum heim í mat fyrir mót og hafa þessir boðað komu sína í matinn:

Mikkalingurinn, Bósi, Logi, Massinn, Robocop, Pusi, Andri the Ace, Heimsi, Bóndinn og Hobitinn.

Gott væri að þeir sem hafa hugsað sér að koma í matinn skrái sig sem fyrst og láti vita í “Skilaboð” með matinn.

P.S. Eins og þið sjáið hef ég bakað sérstaka afmælisköku fyrir afmæli klúbbsins 🙂

Lomminn

Lesa meira

Mótaröð 2 lokið

Birt af þann 30. Jan 2011 Í Mót | 10 Ummæli

Nú er annarri mótaröð af þremur á þessu pókerári lokið og var það hinn heiðarlegi Bósi sem vann hana. Massinn hafnaði í öðru sæti og Iðnaðarmaðurinn náði því þriðja. Það voru þrír jafnir að stigum í þriðja sæti og var sú regla því sett á, að þátttaka í færri mótum skilar meðlimur ofar í sæti. Þetta er í vissri mótsögn við markmið klúbbsins um að sem “flestir meðlimir hittist einu sinni í mánuði” þar sem mönnum er hampað fyrir að mæta sjaldnar í tilvikum sem þessum en það gefur auga leið það er ekki vænleg hernaðaráætlun að stíla inn á þetta og því ekki óeðlileg regla.

Iðnaðarmaðurinn vann þriðja og síðasta mótið í mótaröðinni og því verður bounty á hann næst þó svo að það verði í nýrri mótaröð. Það sem stendur helst upp úr þegar ég fer að hugsa um mótið er hvað ég drakk mikið af “góðu” kaffi og skolaði því niður með köldu öli, ég man þó að Iðnaðarmaðurinn vann á K10

Ég minni þá sem eiga eftir að láta Loga fá upplýsingar um bolinn að gera það sem fyrst.

Lesa meira

Úthlutun peningaverðlaun

Birt af þann 10. Oct 2010 Í Mót | Engin ummæli

Þar sem hvert tímabil eru einungis þrjú mót er ekki ólíklegt að einhverjir verði jafnir að stigum í kapphlaupinu að lokapottinum. Fyrsta sæti gefur 50%, annað sæti 30% og þriðja sæti 20%. Ef tveir verða jafnir í 1. sæti og því skipt í tvennt yrðu hlutföllin 25% fyrir 1. sæti (x2) og 30% fyrir 2. sæti og því gæfi 2. sæti meira en 1. sæti.

Því er reglan þessi: Ef fleiri en einn verða jafnir dettur 3. sæti út og bætist við það sæti sem skiptist milli manna.

Dæmi 1: Ef tveir eru jafnir í 1. sæti dettur 3. sæti út og bætast 20%  við 1. sæti og verður það þá 70% sem skiptist á milli tveggja. Þá fá báðir sigurvegarar 35% og 2. sæti 30%.

Dæmi 2: Ef tveir eru jafnir í 2. sæti dettur 3. sæti út og bætist 20 % við 2. sæti og verður það 50 % sem skiptist milli tveggja. Þá fær 1. sæti 50 % og 2. sæti 25 % (x2).

Ef fleiri en tveir deila með sér 1. sætir detta 2. og 3. sæti út og allir sigurvegarar deila pottinum milli sín.

Ef tveir verða jafnir í 1. og 2. sæti (samtals 4 aðilar) dettur 3. sæti út og skiptist mill tveggja efstu sætanna. Þannig bætist 10 % við 1. sæti og 10% við 2. sæti.

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…