Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Sjöunda kvöldi 9. tímabils lokið

Birt af þann 23. Mar 2019 Í Mót | 1 ummæli

Það var föngulegur hópur sem settist niður hjá Iðnaðarmanninum í blíðviðrinu í gærkvöld.

Kvöldið byrjaði á því að Timbrið fékk fyrstu tvær kippurnar sínar sem ríkjandi Bjórmeistari. Lucky og Iðnaðarmaðurinn gerðu upp við kappann og aðrar hafa næstu tvö mót til að skila af sér.

Nágranninn var heldur betur sjóðheitur og gerði sér lítið fyrir og landaði 2 bjórstigum og jafnaði þar með Bótarann, Mikkalinginn og Kapteininn í keppninni um bjórstigin.

Lucky nældi sér í annað sætið og leiðir Bjólfsmeistarkeppnina. Nágranninn tók þar með þriðja sigurinn í röð á síðustu þremur kvöldum sem hann hefur mætt á og augljóst að hann er í banastuði og hægt að skoða alls konar tölfræði á stigatöflunni…vel við hæfi að hann tók sigurinn þar sem hann var eini sem mætti í Bjólfsbol 😉

3 vikur í næsta mót, verðum hjá Lucky og þar verður bjór í boði 😉

Lesa meira

Sjötta kvöld 9. tímabils lokið

Birt af þann 2. Mar 2019 Í Fréttir, Mót | Engin ummæli

Við settums beint við lokaborðið hjá Kapteininum í gærkvöldi þar sem aðeins sjö Bjólfsbræður komust. Nágranninn var með afgerandi forystu í mótaröðinni en þar sem hann komst ekki var ljóst að næstu menn áttu hörku keppni fyrir höndum þar sem fá stig skildu menn að.

Heimavöllurinn var að gera góða hluti fyrir Kapteininn sem byrjaði mjög stöðugt að stækka staflann sinn. Sjöur voru að gera góða hluti og dæmigerð hönd var þegar að QQ hjá Bótaranum fóru á móti 77 hjá Kapteininum og borðið var 832 með 5 á turn og Kapteininn kallaði og fékk 7 á river.

Fleiri voru að hitta á river og Mikkalingurinn náði því nokkrum sinnum á móti Lucky. Gott dæmi var JJ hjá Mikkalingnum sem litu ekkert allt of vel út á móti 79 hjá Lucky þegar að borðið var 689 og með 7 komin í borð á turn…en J á river bjargaði gosunum. Það er spurning hvort að heppnin hjá Lucky sé eitthvað að smitast yfir á aðra 😉

Mikkalingurinn náði að byggja sig vel upp á kostnað Lucky og tók forystuna á lokaspettinum. Iðnaðarmaðurinn tók bubble og Kapteininn endaði á að taka annað sætið og Mikkalingurinn átti góðan endasprett sem tryggði honum sigur á kvöldinu og í mótaröðinni.

Stigin

Stigataflan hefur verið uppfærð og takið eftir að röðunin miðast við mótin án OPEN en það er hægt að raða eftir stöðunni með OPEN mótinu með að raða eftir “M.OPEN” dálknum. Stigin hjá Eika og Lucky eru því hærri eins og er í þeim dálki þar sem þeir hafa mætt á öll móti og OPEN og allt talið saman í þeim dálk.

Engin bjórstig komu í hús þó menn hafi verið í góðu bjór-yfirlæti hjá Kapteininum sem bauð vel í tilefni dagsins. Timbrið datt út á síðustu stundu þannig að enginn gat gert upp bjórinn við hann og hafa því enn engir gert upp bjórskuldirnar sínar.

Takk fyrir heimboðið Kapteinn og allar veitingar og veigar =)

Næsta mót er 22. mars og þá byrjum við síðastu mótaröðina í 2018-2019 tímabilinu.

Lesa meira

Fimmta kvöldi 9. tímabils lokið

Birt af þann 9. Feb 2019 Í Mót | Engin ummæli

Það var sest beint við lokaborðið hjá Bóndanum þegar sex Bjólfsbræður hittust í gærkvöldi.

Lesa meira

Fjórða kvöldi 9. tímabils lokið

Birt af þann 1. Dec 2018 Í Mót | Engin ummæli

10 fræknir Bjólfsbræður mættu til Lucky í gær og hjálpuðu honum við að klára bjórinn hans 😉 Einhverjar breytingar urðu á hverjir kæmust…Bósi datt út á síðustu stundu og Nágranninn náði að mæta…og sér ekki eftir því =)

Engin bjórstig rötuðu í hús og standa því leikar þar óbreyttir með Kapteininn og Bótarann efsta með 2 stig.

Nágranninn stóð uppi sem sigurvegari yfir Mikkalingnum og Lucky sem náðu sér í verðlaun. Nágranninn leiðir því aðra mótaröðina en Lucky heldur enn toppsætinu í Bjólfsmeistaratiltlinum. Bótarinn lagaði stöðuna sína þar móti Kapteininum en þessir þrír hafa mætt á öll kvöld og telur það enn sem komið er…en ef stigataflan er skoðuð eftir meðtali á kvöldi þá er Mikkalingurinn með besta skorið.

Næsta mót er OPEN mótið og stigin þar (milli Bjólfsmanna) telja inn ef menn hafa misst af móti eða til hækkunnar ef menn eiga lægri stig af örðu móti. Þá verða engin bjórstig í boði…en kostur að menn geta unnið upp ef menn hafa misst af móti eða náð að hækka slæmt mót.

Við sjáumst því næst á Bjólfsmóti í byrjun janúar og einhverjir kíkja jafnvel til mín næstu helgi 😉

Lesa meira

Þriðja kvöldi 9. tímabils lokið

Birt af þann 3. Nov 2018 Í Mót | Engin ummæli

Það var föngulegur hópur sem safnaðist saman hjá Nágrannananum og þó sumir þurftu að leggja á sig aðeins lengra ferðalag en vanaleg þá voru sumir sem komu alla leið frá útlöndum til að hitta félagana í fyrsta skipti í SunnyKef.

Ekki annað hægt að segja en að aðstaðan sé til fyrirmyndar og við munum án efa halda fleiri mót þarna suður með sjó á næstunni.

Bjórstig

3 nældu sér í stig á kvöldinu (sjá mynd) og eru því Kapteinninn og Bótarinn jafnir með tvö stig og Iðnaðarmaðurinn og Mikkalingurinn fylgja fast á eftir með eitt stig.

Fyrsta ★
Fyrsta mótaröðin kláraðist og það kemur lítið að óvart að þeir þrír sem hafa mætt á öll mótin eru í efstu þreumur sætunum. Lucky tók sigur á þessu kvöldi eftir að sigra með A8 móti A3 hjá Mikkalingnum í síðasta spili. Lucky náði að skjótast frammúr Kapteininum og Bótaranum sem eru nú tvemur stigum á eftir toppsætinu. Nánar hægt að skoða tölfræði á stigatöflunni.

Lesa meira

Annað kvöldið búið á 9. tímabilinu

Birt af þann 6. Oct 2018 Í Mót | Engin ummæli

Eintómir heiðursmenn sem settust beint niður á lokaborðið hjá Bósa í gær.

Bótarinn bætti upp fyrir fyrsta mótið með að klára þetta kvöld standa uppi sem sigurvegari. Kapteinninn nældi sér í fyrsta bjórstigið sitt og jafnar þar sem Iðnaðarmanninn í Bjórmeistarakeppninni.

Kapteinninn hefur forystu í fyrstu mótaröðinni með eins stigs forystu á Timbrið sem er tvemur stigum á undan Lucky og Bótaranum…þannig að það verður hart barist um sigur í fyrstu mótaröðinni í byrjun nóvember í SunnyKEF hjá Nágrannanum.


Bóndinn, Bósi, Bótarinn, Kapteinninn, Timbrið, Nágranninn og Lucky

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…