Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Sjötta kvöld 9. tímabils lokið

Sjötta kvöld 9. tímabils lokið

Við settums beint við lokaborðið hjá Kapteininum í gærkvöldi þar sem aðeins sjö Bjólfsbræður komust. Nágranninn var með afgerandi forystu í mótaröðinni en þar sem hann komst ekki var ljóst að næstu menn áttu hörku keppni fyrir höndum þar sem fá stig skildu menn að.

Heimavöllurinn var að gera góða hluti fyrir Kapteininn sem byrjaði mjög stöðugt að stækka staflann sinn. Sjöur voru að gera góða hluti og dæmigerð hönd var þegar að QQ hjá Bótaranum fóru á móti 77 hjá Kapteininum og borðið var 832 með 5 á turn og Kapteininn kallaði og fékk 7 á river.

Fleiri voru að hitta á river og Mikkalingurinn náði því nokkrum sinnum á móti Lucky. Gott dæmi var JJ hjá Mikkalingnum sem litu ekkert allt of vel út á móti 79 hjá Lucky þegar að borðið var 689 og með 7 komin í borð á turn…en J á river bjargaði gosunum. Það er spurning hvort að heppnin hjá Lucky sé eitthvað að smitast yfir á aðra 😉

Mikkalingurinn náði að byggja sig vel upp á kostnað Lucky og tók forystuna á lokaspettinum. Iðnaðarmaðurinn tók bubble og Kapteininn endaði á að taka annað sætið og Mikkalingurinn átti góðan endasprett sem tryggði honum sigur á kvöldinu og í mótaröðinni.

Stigin

Stigataflan hefur verið uppfærð og takið eftir að röðunin miðast við mótin án OPEN en það er hægt að raða eftir stöðunni með OPEN mótinu með að raða eftir “M.OPEN” dálknum. Stigin hjá Eika og Lucky eru því hærri eins og er í þeim dálki þar sem þeir hafa mætt á öll móti og OPEN og allt talið saman í þeim dálk.

Engin bjórstig komu í hús þó menn hafi verið í góðu bjór-yfirlæti hjá Kapteininum sem bauð vel í tilefni dagsins. Timbrið datt út á síðustu stundu þannig að enginn gat gert upp bjórinn við hann og hafa því enn engir gert upp bjórskuldirnar sínar.

Takk fyrir heimboðið Kapteinn og allar veitingar og veigar =)

Næsta mót er 22. mars og þá byrjum við síðastu mótaröðina í 2018-2019 tímabilinu.

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…