Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Gestir stóðu sig vel á BJÓLFUR OPEN 2013

Gestir stóðu sig vel á BJÓLFUR OPEN 2013

10 hittust í mat og endaði í 22 sem settust niður á Ljóninu í gærkvöld og spilað var á 3 borðum.


Ekki var nú sami hraðinn á öllum borðum og áttu sumir erfitt að bíða lengi eftir mönnum og það er klárlega eitthvað sem þarf að passa uppá þegar verið er að spila á móti þar sem blindir hækka ört. Það slapp nú allt vel og engin ástæða til að hafa frekar áhyggjur af því en við gætum þurft að vera með klukku sem hægt er að kalla í og á hefur leikmaður bara ákveðinn tíma til að gera.

Engin bjórstig
Ég ákvað að hafa ekki 7-2 stig í boði fyrir Bjólfsmenn þannig að allir væru við sama borð þó að mótið teldi til stiga hjá Bjólfsmönnum sem gat haft áhrif á spil hjá mönnum. Það var rætt í gær að hafa BJÓLFUR OPEN frekar utan mótaraðar og Pusi kom með þá frábæru hugmynd að hafa það milli jóla og nýars sem verður stefnt að á næsta tímabili.

Hvað gerðist & hvenær?
Sumir fóru fljótt út í gær og aðrir náðu að tóra lengur og hér má sjá yfirlit yfir helstu atriði kvöldsins.

Sigurvegarar
Bjólfsmenn voru góðhjartaðir í gær og létu gestum eftir að taka öll verðlaunasætin fjögur sem í boði voru og virtist harvöxtur í andliti hjálpa mönnum mikið. Iðnaðarmaðurinn endaði í bubble og tókst þó að ná þúsaranum fyrir að slá út Bósa þannig að Bounty er á honum að mánuði liðnum.
Einar tók 4. sætið og Aron fylgdi honum á eftir í 3ja sætið. Skeggjuðu mennirnir tveir (Halldór & Kiddi) sátu þá eftir og var Halldór mun stærri eftir að hafa fengið chippana nánast gefna frá Einari stuttu áður.
Duel-ið fór af stað og Kiddi náði öðru hverju að vinna sig upp en missti jafn óðara chippana aftur. All-in kom og Kiddi var búinn að óska Halldóri til hamingju með sigurinn þegar Formaðurinn benti mönnum á að það voru 4 tíglar í boðir og þar sem Kiddi sat á Á þá var hann búinn að tvöfalda sig upp og hélt spilið áfram. Ekki leið þó á löngu áður en að niðurstaðan var sú sem áður hafði “orðið”. Kiddi tók því 2. sætið og klárlega heitur eftir að vera nýbúinn að ná í verlaunasæti á Seyðisfjarðarmótinu. Halldór hreppti fyrsta sætið og ætti að geta keypt sér nokkra mjólkurpotta í Noregi fyrir þá 😉

Bjólfskeppnirnar
Staðan í 2. mótaröðinni er æsispennandi þó svo að Bósi sé með góða forystu 5 stigun á undan næstu mönnum. Á eftir honum eru Iðnaðarmaðurinn, Kári & Logi. Massinn kemur svo á eftir þeim og Pusi næstur en Timbrið hefur misst marga frammúr sér með að missa af móti og verður erfitt uppdráttar fyrir hann að ná sér í toppslaginn í þessari mótaröð. En baráttan um Bjólfsmeistarann heldur einnig áfram og Logi heldur enn afgerandi forystu en Bósi tekur frammúr Timbrinu í annað sætið.

2 athugasemdir

  1. Þetta var skemmtilegt kvöld en ekki gott fyrir Bjólfsmenn. Við þurfum að fara að girða okkur í brók, í hvert skipti sem við erum með gesta mót, þá erum við tekknir í þurrt og ósmurt. Tökum þetta næst!!

  2. Helvítis viðvaningar. Annars mjög skemmtileg tilbreyting. Hlakka til í næsta geim:)

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…