Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Heimamót hjá Lucky

Vaðandi í góðum félagsskap á föstudagskvöldi

Það var föngulegur sem hittist hjá Lucky í gærkvöldi eftir að mótinu hafði verið frestað um viku til að tryggja að samkomutakmarkanir myndu leyfa fleiri en tíu ef það yrði góð mæting…og líka allir meira til í að hittast ef hægt er 😉

Logabjór var með opinn bar sem rann vel ofan í þá sem voru í ölinu og tókst að fara í gegnum einn kút og byrja á næsta þegar farið var að líða fram á nótt með gítarspili og tilheyrandi fjöldasögn =)

Bjórkeppnin

Aðeins eitt bjórstig kom í hús og var það gestgjafinn sem nældi sér í stigið í fyrsta spili. Staðan er þá fyrir síðasta kvöldið að Kapteininn er með forystu en aðrir eru að læðast uppað honum:

  • 5 stig – Kapteininn
  • 4 stig – Bósi & Lucky
  • 3 stig – Mikkalingurinn & Hr. Huginn
  • 2 stig – Spaða Ásinn
  • 1 stig – Nágranninn, Bensi, Lomminn, Massinn, Heimsi & Bóndinn

Spilið

Leikar hófust á tvemur borðum og fyrir utan bjórstig á fyrstu hönd hjá Lucky þá bar hæðst þegar Bótarinn var kominn með lítinn stafla og sagðist bara þurfa þrjú all in til að ná sér upp sem hann og gerði…og endaði í 11 all in sigrum hjá honum.

Nýliðinn og yngstur við borðið var fyrstu til að detta út og með því var komið að sameiningu.

Hr. Huginn fyrstur út og sameinað á Lokaborðið

Það virsti sem að ætti að taka menn út í aldursröð þegar Bensi var tekinn út og Kapteininn svo á eftir honum…Lucky því að svitna þar sem hann var næstur í aldursröðinni en það endaði svo að kóngapar hjá Bósa varð að játa sig sigrað af ásapari og álögum á aldursröðinni þannig létt.

Bótarinn datt næstur út og Hobbitinn leit niður á 44 og fór allur inn þegar 973 var í borði á móti Mikkalingnum sem sýndi 77 og eini möguleikinn var að fá tvö fjarka sem létu ekki sjá sig.

Þá voru Mikkalingurinn, Spaða Ásinn og Lucky eftir og allir komnir í verðlaunasæti þar sem það var skellt í 3 sæti í tilefni þess að vera að hittast í raunheimum =)

Stofupartý og síðustu þrír við borðið…og Kapteininn að halda utan um mótið

Spaða Ásinn vs. spaða ásinn

Spaða Ásinn leit niður á ÁQ og ýtti öllum chippunum inn á móti Lucky sem tilkynnti að hann gæti ekki annað en séð fyrsta hann væri með spaða ásinn á móti Spaða Ásnum og sýndi Á6.

Lucky var ekki jafn ánægður að sjá drolluna hjá Spaða Ásnum þar sem kellingarnar voru búnar að vera mikið á ferðinni allt kvöldið…en fyrsta spil upp var 6 með 5K og spaða ásinn kominn með hjálp var sexunni. Nú þurfti Spaða Ásinn bara að fá drottningu til að bjarga…en það fór svo allt til helvítis fyrir Spaða Ásinn þegar 6 mætti á turn og lítil sárabót að Q lét sjá sig á river.

Spaða ásinn dugði þá til að taka út Spaða Ásinn og Lucky með ágætis forystu á Mikkalinginn þegar komið var að lokarimmunni.

Lokarimman

Mikkalingurinn byrja að berjast við að minnka staflann hjá Lucky og fór allur inn og Lucky sagðist ekki vilja sjá ás á móti sér og sýndi KQ og þá sýnir Mikkalingurinn Á7…fyrsta spil í borð og er svo 7 og ásinn kominn með enn meiri hjálp en á eftir komu 2K og kóngarnir góðir og bara ás eða sjöa til að bjara Mikkalingnum…turn var 10 og river 3 og Lucky tók sigurinn á heimavelli með kóngum yfir sjöur.

Bjólfsmeistarinn 2021

Lucky náði að saxa eitt stig á Mikkalinginn og munar nú aðeins einu stigi á þeim fyrir lokamótið. Kapteininn er orðinn 9 stigum á eftir og þarf að treysta á að hinir detti snemma og út næst og hann komist langt til að eiga möguleika á sigri. Allar nánari upplýsingar um stöðuna er hægt að skoða á Bjólfsmeistarinn 2021.

Þetta kvöld er bara eins og í bústað

-Bjólfsbróðir (í gær)

Myndir

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…