Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Nýjustu fréttir

Þétt setið á El Grillo mótinu

Birt af þann 28. Dec 2010 Í Austurland | Engin ummæli

Þá er jólamóti Bjólfs lokið og eins og alkunna er var það kennt við El Grillo í ár. Mætingin var vonum framar og voru þátttakendur 41 að meðtöldum tveimur boðsgestum og komust færri að en vildu. Heildarpotturinn var 112.000, tvær rútur af El Grillo, pizzuveisla fyrir tvo, vindill og síðast en ekki síst El Grillo meistaraderhúfa. Hér má sjá alla sem hlutu vinninga.

 

1.    Ómar                 48.000 (húfa og vindill)
2.    Róbert Örn       25.000
3.    Jón Kolbeinn    14.000
4.    Kolbrún Lára    11.000
5.    Ísleifur                8.000
6.    Hjörtur Gulla     6.000

Aukaverðlaun

El Grillo pakki fyrir 7. sæti – Ingvar
El Grillo pakki fyrir að slá Óla bæjó út – Ísleifur
pizzuveisla fyrir 2 í Skálanum fyrir að slá Guðna út – Jói Hansa

Menn settu upp cash game þegar fór að týnast úr mótinu og þar sem mótstjórinn hafði ekki tök á þátttöku í mótinu vegna fjölda spilara lét hann til sín taka þar. Þá var leikurinn í ensku deildinni sýndur á tjaldinu, barinn opinn og feiklega góð stemning í hópnum. Einnig er gaman er að segja frá því að þrjár stúlkur tóku þátt og stóðu sig með mikilli prýði. Helgi og Örvar í Útvarp Seyðisfjörður færðu fréttir af mótinu þegar dró til tíðinda auk þess að taka viðtal við mótsstjóra og ber ég þeim þakkir fyrir það.

Elvar Snær

Lesa meira

Árlegt jólamót

Birt af þann 9. Dec 2010 Í Austurland | Engin ummæli

Nú fara jólamótin á Seyðisfirði að teljast til árlegs viðburðar og stækka mótin með hverju árinu. Mótið í ár verður það stærsta til þessa og hef ég fengið El Grillo bjór til að styrkja mótið með eigin framleiðslu auk þess sem það verður haldið á Hótel Öldunni þar sem verða tilboð á barnum. Einnig hef ég fengið Óla bæjó og Guðna í sjoppunni í lið með mér til að setja bounty á þá og kýs ég að kalla það “þeir eftirsóttu”. Þetta verður feikilega skemmtilegt mót sem enginn ætti að missa af. Aukaverðlaun í boði El Grillo auk SÉRMERKT BJÓLFS/EL GRILLO HÚFA Í VERÐLAUN FYRIR SIGURVEGARANN, ekkert slor það.

Lesa meira

Sérmerktir chippar

Birt af þann 3. Dec 2010 Í Fréttir | Engin ummæli

Það væri gaman að láta merkja chippana okkar. Ég held að það myndi gefa þessu skemmtilegan blæ og aukin fíling. Það er reyndar grátlega dýrt hér á landi, sérstaklega þegar um er að ræða límmiða en ekki þrykkingu beint á chipsin en ef við myndum láta merkja öll 1.000 chipsin myndi það kosta 27.000 kr. Það væri möguleiki að láta lokapottsféð fara í þetta en það tæki okkur ca. sex skipti.

Lesa meira

Úthlutun peningaverðlaun

Birt af þann 10. Oct 2010 Í Mót | Engin ummæli

Þar sem hvert tímabil eru einungis þrjú mót er ekki ólíklegt að einhverjir verði jafnir að stigum í kapphlaupinu að lokapottinum. Fyrsta sæti gefur 50%, annað sæti 30% og þriðja sæti 20%. Ef tveir verða jafnir í 1. sæti og því skipt í tvennt yrðu hlutföllin 25% fyrir 1. sæti (x2) og 30% fyrir 2. sæti og því gæfi 2. sæti meira en 1. sæti.

Því er reglan þessi: Ef fleiri en einn verða jafnir dettur 3. sæti út og bætist við það sæti sem skiptist milli manna.

Dæmi 1: Ef tveir eru jafnir í 1. sæti dettur 3. sæti út og bætast 20%  við 1. sæti og verður það þá 70% sem skiptist á milli tveggja. Þá fá báðir sigurvegarar 35% og 2. sæti 30%.

Dæmi 2: Ef tveir eru jafnir í 2. sæti dettur 3. sæti út og bætist 20 % við 2. sæti og verður það 50 % sem skiptist milli tveggja. Þá fær 1. sæti 50 % og 2. sæti 25 % (x2).

Ef fleiri en tveir deila með sér 1. sætir detta 2. og 3. sæti út og allir sigurvegarar deila pottinum milli sín.

Ef tveir verða jafnir í 1. og 2. sæti (samtals 4 aðilar) dettur 3. sæti út og skiptist mill tveggja efstu sætanna. Þannig bætist 10 % við 1. sæti og 10% við 2. sæti.

Lesa meira

Klúbburinn festir rætur

Birt af þann 18. Jul 2010 Í Fréttir | 2 Ummæli

 Nú hefur Logi hannað og búið til logo fyrir klúbbinn. Alvöru klúbbur eins og við þurfum að hafa okkar eigið logo. Þetta eru alvöru útlínur af Bjólfi á Seyðisfirði sem hann tók af  ljósmynd og mér finnst þetta koma virkilega vel út. Við þurfum að hafa logo þegar við höldum opin pókermót og látum búa til chips handa okkur 😉 Vel gert Logi!

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…