Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Nýjustu fréttir

Fjórða kvöldi 9. tímabils lokið

Birt af þann 1. Dec 2018 Í Mót | Engin ummæli

10 fræknir Bjólfsbræður mættu til Lucky í gær og hjálpuðu honum við að klára bjórinn hans 😉 Einhverjar breytingar urðu á hverjir kæmust…Bósi datt út á síðustu stundu og Nágranninn náði að mæta…og sér ekki eftir því =)

Engin bjórstig rötuðu í hús og standa því leikar þar óbreyttir með Kapteininn og Bótarann efsta með 2 stig.

Nágranninn stóð uppi sem sigurvegari yfir Mikkalingnum og Lucky sem náðu sér í verðlaun. Nágranninn leiðir því aðra mótaröðina en Lucky heldur enn toppsætinu í Bjólfsmeistaratiltlinum. Bótarinn lagaði stöðuna sína þar móti Kapteininum en þessir þrír hafa mætt á öll kvöld og telur það enn sem komið er…en ef stigataflan er skoðuð eftir meðtali á kvöldi þá er Mikkalingurinn með besta skorið.

Næsta mót er OPEN mótið og stigin þar (milli Bjólfsmanna) telja inn ef menn hafa misst af móti eða til hækkunnar ef menn eiga lægri stig af örðu móti. Þá verða engin bjórstig í boði…en kostur að menn geta unnið upp ef menn hafa misst af móti eða náð að hækka slæmt mót.

Við sjáumst því næst á Bjólfsmóti í byrjun janúar og einhverjir kíkja jafnvel til mín næstu helgi 😉

Lesa meira

Þriðja kvöldi 9. tímabils lokið

Birt af þann 3. Nov 2018 Í Mót | Engin ummæli

Það var föngulegur hópur sem safnaðist saman hjá Nágrannananum og þó sumir þurftu að leggja á sig aðeins lengra ferðalag en vanaleg þá voru sumir sem komu alla leið frá útlöndum til að hitta félagana í fyrsta skipti í SunnyKef.

Ekki annað hægt að segja en að aðstaðan sé til fyrirmyndar og við munum án efa halda fleiri mót þarna suður með sjó á næstunni.

Bjórstig

3 nældu sér í stig á kvöldinu (sjá mynd) og eru því Kapteinninn og Bótarinn jafnir með tvö stig og Iðnaðarmaðurinn og Mikkalingurinn fylgja fast á eftir með eitt stig.

Fyrsta ★
Fyrsta mótaröðin kláraðist og það kemur lítið að óvart að þeir þrír sem hafa mætt á öll mótin eru í efstu þreumur sætunum. Lucky tók sigur á þessu kvöldi eftir að sigra með A8 móti A3 hjá Mikkalingnum í síðasta spili. Lucky náði að skjótast frammúr Kapteininum og Bótaranum sem eru nú tvemur stigum á eftir toppsætinu. Nánar hægt að skoða tölfræði á stigatöflunni.

Lesa meira

Annað kvöldið búið á 9. tímabilinu

Birt af þann 6. Oct 2018 Í Mót | Engin ummæli

Eintómir heiðursmenn sem settust beint niður á lokaborðið hjá Bósa í gær.

Bótarinn bætti upp fyrir fyrsta mótið með að klára þetta kvöld standa uppi sem sigurvegari. Kapteinninn nældi sér í fyrsta bjórstigið sitt og jafnar þar sem Iðnaðarmanninn í Bjórmeistarakeppninni.

Kapteinninn hefur forystu í fyrstu mótaröðinni með eins stigs forystu á Timbrið sem er tvemur stigum á undan Lucky og Bótaranum…þannig að það verður hart barist um sigur í fyrstu mótaröðinni í byrjun nóvember í SunnyKEF hjá Nágrannanum.


Bóndinn, Bósi, Bótarinn, Kapteinninn, Timbrið, Nágranninn og Lucky

Lesa meira

9. tímabilið er hafið

Birt af þann 8. Sep 2018 Í Mót | Engin ummæli

Að venju hófum við leika hjá Iðnaðarmanninum og við hæfi að á 9. tímabilinu mættu 9 Bjólfsbræður til leiks.

Kapteinninn mætti til leiks í fyrsta skipti og náði í 4. sætið á fyrsta móti, Mikkalingurinn tók bubble sætið og efstu menn voru Spaða Ásinn og Iðnaðarmaðurinn.

Það var mikið um gosa þetta kvöldið og viðeigandi að sigurhöndin hjá Iðnaðarmanninum var J2 þar sem borðið var KJ6J3 þegar Ásinn hafði 68 og þrír gosar höfðu sést þónokkru sinnum um kvöldið.

Iðnaðarmaðurinn landaði því fyrsta sigri sem og fyrsta bjórstiginu, þannig að heimavöllurinn var að gera sig og tekur hann forystu í öllum keppnum.

Ásinn var á því að þetta væri sitt tímabil…þannig að þetta verður spennandi vetur =)

Allar frekari upplýsingar er hægt að sjá á stigatöflunni.

Næsta mót hjá Bósa 5. október.

Lesa meira

Bústaðurinn 2018

Birt af þann 4. Sep 2018 Í Bústaður | Engin ummæli

Það var svakalegur hópur bjólfsbræðra sem átti (eins og alltaf) góða helgi saman á lokamótinu í 2017-2018 tímabilinu.

Ekki tókst okkur að vera í stóra húsinu í ár…en þegar plan sett af stað til að reyna að tryggja það næst. Þannig að það var þröngt hjá okkur frá fyrra ári en bara kósý…enda ekki annað hægt þegar menn eru komnir í silkisloppa 😉

Bjólfsmeistarinn 2018
Mikkalingurinn hélt út og er kominn á bragðið eftir að hafa landað titlinum í fyrra og var aldrei að fara að sleppa höndinni af honum, enda mætti hann á öll kvöld og skilaði alltaf sínu.

Bjórmeistarinn 2018
Timbrið er nýr Bjórmeistari og hélt út þessa keppni eftir að hafa halað inn 3 stigum yfir tímabilið…hann á því von á helling af bjór.

Allar frekari upplýsingar: um stigatöfluna og Bjólfsmeistarann 2018.

Myndir
Nokkrar myndir frá Lucky

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…