https://t.me/s/ke_Irwin
Síðasta mót 2020

12 Bjólfsbræður mættu til leiks í síðasta móti ársins sem er síðasta mót ársins og við höldum upp sóttvörnum og spilum rafrænt.
Massinn átti reyndar í mestu erfiðleikum að skrá sig enn…enda enn að reyna að spila á Spánartíma.
Röðin
- Massinn kom síðastur og fór fyrstur út þegar klukkan sló 22
 - Hobbitinn fór all inn…en tíminn rann út og hann gat ekki keypt sig inn aftur …”Djöfulsins drasl”
 - Uppúr hálf 11 yfirgaf Lomminn spilið og sameinað í lokaborð
 - Rétt fyrir 11 fór Robocop út
 - Hr. Huginn næstur út korter yfir 11
 - Uppúr hálf 12 tók Bósi þúsarann með að taka út Mikkalinginn
 - Kapteininn fylgdi á eftir í næsta spili
 - Nágranninn kvaddi spilið korter í miðnætti
 - Ásinn yfirgaf spilið rétt fyrir eitt og rétt missti af verðlaunasæti
 - Áður en klukkan sló eitt þá yfirgaf Bótarinn svæðið og tók 3ja sætið
 - Bósi og Lucky skiptust á með ásapörin
 - Tvær mínútur yfir miðnætti lét Bósi sér nægja annað sætið
 - Lucky endaði sem sigurvegarinn
 
Bjórstig
- Ásinn
 - Hr. Huginn
 - Kapteininn
 
Fótboltakeppni
- Bósi og Ásinn eru komnir í bindandi samning, ef Leeds endar ofar í deildinni þá skuldar Ásinn kassa til Bósa og annars öfugt ef United endar hærra…nú verður enn meira spennandi að fygljast með deildinni.
 
Fleygar setningar
- Skiptir bara máli hver er með betri hönd pre-flop
 - Þetta er bara svona…maður kann’da
 - Djöfull er gaman þegar við komum allir svona saman og tölum um Leeds…AMEN
 - …hann myndi aldrei lifa þetta af…hann er svo veikbyggður
 - Það er nú SÁÁ kvöldið í kvöld…viltu ekki bara byrja að drekka aftur
 - Ef Hobbitinn hækkar þá auto-folda menn bara
 - Þetta læra menn í lögregluskólanum…FREEZE!
 - “Með rautt í rúminu”
 
“Með rautt í rúminu”
Þetta læra menn í lögregluskólanum…FREEZE!
Ef Hobbitinn hækkar þá auto-folda menn bara
Djöfull er gaman þegar við komum allir svona saman og tölum um Leeds…AMEN
Skiptir bara máli hver er með betri hönd pre-flop
Staðan
- Staðan hefur verið uppfærð með öllum breytingum…
 - Mikkalingurinn hefur enn 3 stiga forystu á Bjólfsmeistarakeppnina á Lucky og Kapteininn fylgir fast á eftir aðeins einu stigi á eftir honum
 - Bóti hefur eitt bjórstig á Kapteininn
 - …það getur allt gerst!
 
					
Mér finnst svo frábært að einhver nennir að taka þetta saman. Takk Logi.
Takk Bósi <3 ...það er nú bara gaman að geta átt þetta svona eftirá til að fletta uppí =) ...óneitanlega kostur að vera "fastur" við tölvuna heima og þá er auðveldara að hripa niður um leið og eitthvað gerist 😉