Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bjólfskviða

Staðan í bjórnum?

Skrifað af þann 30. Apr 2025 in Fréttir | Engar athugasemdir

7-2 keppnin er æsispennandi. Eftir 8 kvöld eru stigin orðin 18 sem er með hærra móti (ef covid/rafrænu árin eru tekin út fyrir þar sem þau skiluðu mun fleiri bjórstigum því spilað var mun hraðar 😉 Staðan er nú: 🥇 3 stig – Kapteinninn, Lucky og Mikkalingurinn – Þeir standa efst, en staðan er brothætt eins og fínt vínglas í hendi á pöddufullum drykkjumanni. 🥈 2 stig – Bensi, Hr. Huginn, Bótarinn og Iðnaðarmaðurinn – Eru með örlögin í sínum höndum, næsta sigur og þeir blanda sér í toppbaráttuna og endum við kannski með fleiri en þrjá bjórguði í...

read more

Nú er biðin á enda eftir að bíða eftir kvöldinu

Skrifað af þann 23. Apr 2025 in Fréttir, video | Engar athugasemdir

Smelltu á myndina til að spila lagið Loksins! Myndbandið við lagið „Ég bíð eftir kvöldinu“ er komið í hús – og að þessu sinni var það gervigreindin sem tók að sér leikstjórnina (já, hún er farin að stýra líka). Grunnurinn er byggður á ljósmyndum úr vetri liðnum sem gervigreindin blés lífi í – og svo smellti Lucky þessu saman með sinni fínpússuðu snertingu. En Bóndinn lét það ekki duga. Þessi svaka slagari fékk ekki bara eitt, heldur tvö myndbönd – því hann renndi í dýpri hlið sem fylgir með (innan minni ramma auðvitað… því Lucky var að klippa...

read more

Frásaga af borðum og örlögum þeirra

Skrifað af þann 13. Apr 2025 in Fréttir | 1 ummæli

Horft með áðdáun á upphaflega borðið okkar Lommaborð þat, er í upphafi var smíðað af miklum hagleik og næmri hendi, hélt eigi aðeins kyrru fyrir í samkundunni í nokkur ár. Flutt var það í geymslu Heimsa, þar sem það hvíldi um stund og lá í dvala, þar til það var borið til bústaðar, er sumir telja hafa verið um árið 2015. En eigi hlaut það þar langa dvöl, því brátt var það aftur flutt heim í geymslu og síðan skilið eftir í bílskúrnum er Heimsi flutti frá Hveragerði. Þar lauk för þess með því að því var kastað á haugana — og urðu það örlög þess...

read more

Bjólfur XV.8 – Það er bara einn maður sem getur þetta

Skrifað af þann 5. Apr 2025 in Fréttir | Engar athugasemdir

Áttunda mótið var haldið hjá Spaða Ásnum…líkt og áttunda mótið á síðasta tímabili þegar við hittum á sama stað. Að þessu sinni var tilefnið ekki bara að hittast og spila heldur var líka haldið uppá stórafmæli hjá Spaða Ásnum og mættum við í veislu fyrir mót þar sem Ásinn hafði legið yfir pottunum (gúllassúpa og vegan súpa (með kjúkling 🙂 og ísskápurinn fullur af góðgæti við allra hæfi. Afmælisdrengurinn fékk afmælispening Við komum færandi hendi og fékk afmælisdrengurinn smá afmælispening í afmælisgjöf sem hann lofaði að kaupa ekki...

read more

Nýtt mótsmet – 57 stig

Skrifað af þann 30. Mar 2025 in Fréttir | Engar athugasemdir

Árið 2017 breyttum við stigakerfinu í 20 stiga kerfið, þar sem hámarksstigafjöldi fyrir eina mótaröð (3 kvöld) var settur í 60 stig – með þremur sigrum. Síðan þá hafa 24 mótaraðir verið spilaðar, og þrisvar sinnum hefur leikmönnum tekist að ná 56 stigum – alltaf í annarri mótaröð tímabilsins, sem virðist af einhverri ástæðu gefa betur en aðrar: • Tímabilið 2020 – 56 stig: Mikkalingurinn • Tímabilið 2022 – 56 stig: Kapteininn • Tímabilið 2023 – 56 stig: Timbrið En nú hefur þetta met verið slegið í annarri mótaröð XV tímabilsins, þegar...

read more

Bjólfur VX.7 – Drottningar og svartir

Skrifað af þann 8. Mar 2025 in Mót | Engar athugasemdir

Það voru 13 hressir Bjólfsbræður sem mættu til leiks á 7. kvöldið í fimmtándu mótaröðinni í gærkvöldi. Var þetta í annað sinn sem við mættum á aukavöllinn hjá Iðnaðarmanninum þar sem við vorum síðast í nóvember 2023 og hann enn leiðandi í heimboðum…enda langt síðan hann var útnefndur “Gestgjafinn” þar sem hann er alltaf greifi heim að sækja. Það var spilað á tvemur borðum og prufukeyrsla var á nýrri virkni með að stýra borðum…virkaði það sem skyldi en í staðin voru öll hljóð dottin út og Húnninn fékk aftur gamla...

read more

Bjólfur XV.6 – Stórir karlar falla hátt

Skrifað af þann 8. Feb 2025 in Mót | Engar athugasemdir

Annari mótaröðinni, á XV tímabilinu, var slúttað í góðu yfirlæti hjá Robocop. Ekki svo langt síðan við hittumst í fyrsta skiptið hjá honum sem endaði í blaðagrein 😉 Bjór(stig) Engar fórnir voru til Bjóguðanna í kvöld…enda var annar þeirra fjarverandi í ólgusjó viðskiptalífsins. En þrátt fyrir það nældu tveir sér í bjórstig á kvöldinu…og gott ef þetta eru bara ekki hamingjusömustu menn sem hafa fengið bjórstig af myndum að dæma. Með því eru Mikkalingurinn og Lucky með 3 bjórstig og Kapteininn og Bensi fylgja fast á eftir með 2 og...

read more

Boðsmót Bjólfs 2025

Skrifað af þann 11. Jan 2025 in Boðsmót | Engar athugasemdir

Þátttakendur á boðsmóti Bjólfs 2025 Kvöldið byrjaði snemma hjá þeim sem mættu í mat og spjall fyrir spil. Að því loknu settust 32 þátttakendur við fjögur borð og hófu spil á tólfta Boðsmótinu sem haldið er í byrjun árs á Rauða Ljóninu. Í ár fengum við enn betri þjónustu; borðin voru sett upp sérstaklega fyrir okkur, og það þurfti að grafa djúpt til að finna pókerborðin á staðnum… sem hafa hugsanlega ekki verið notuð síðan á síðasta Boðsmóti. 😉 Yfirlit yfir salinn Spilið Spilinu var síðan ýtt úr vör og gekk það bara ljómandi vel, þó nokkrir...

read more

Bjólfur XV.4 – Munnlegt gildir!

Skrifað af þann 7. Dec 2024 in Fréttir | Engar athugasemdir

Fjórða kvöldið var eins of oft áður tekið hjá Lucky í byrjun desember. “Gestgjafinn” tók Lúxus leigubílinn hjá formanninum eins og margir aðrir og eftir klukkutíma ferðalag náðu þeir rétt í hús…langt á eftir öðrum…en í tíma fyrir mót eftir frábæra útsýnisferð um höfuðborgarsvæðið ;). Svo fyrir algjöra tilviljun drógust þeir sex sem voru saman í bílferðinni saman á borð 😀 Bjór Bótarinn og Iðnaðarmaðurinn mættu með bjórfórnir tók annar bjórguðinn við veigunum (hinn á amk inni heila kippu frá Iðnaðarmanninum sem var nú...

read more

Bjólfur XV.3 – Ævinlega skaltu passa eigið fé

Skrifað af þann 9. Nov 2024 in Fréttir | Engar athugasemdir

Þriðju mótaröðinni var slúttað í útvíkkuðu skrifstofuhúsnæði Massans í gærkvöld. Fór vel um okkur þar sem núna var búið að stækka skrifstofuna…auðvitað allt gert til að rýma okkur betur þegar við mætum eini sinni á ári 😉 Bjór Bjórgjafir og bjórstig Kapteininn og Mikkalingurinn komu færandi hendi og tóku báðir Bjórguðirnir á móti fórnum. Það var ljóst að eitthvað voru þessar fórnir að gefa af sér því báðir fengu þær tækifæri á að ná sér í bjórstig. Kapteininn landaði því en Mikkalingurinn gef höndina uppá bát þegar Lucky var að veðja...

read more
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…