Bjólfskviða
Staðan í bjórnum?
7-2 keppnin er æsispennandi. Eftir 8 kvöld eru stigin orðin 18 sem er með hærra móti (ef covid/rafrænu árin eru tekin út fyrir þar sem þau skiluðu mun fleiri bjórstigum því spilað var mun hraðar 😉 Staðan er nú: 🥇 3 stig – Kapteinninn, Lucky og Mikkalingurinn – Þeir standa efst, en staðan er brothætt eins og fínt vínglas í hendi á pöddufullum drykkjumanni. 🥈 2 stig – Bensi, Hr. Huginn, Bótarinn og Iðnaðarmaðurinn – Eru með örlögin í sínum höndum, næsta sigur og þeir blanda sér í toppbaráttuna og endum við kannski með fleiri en þrjá bjórguði í...
read moreNú er biðin á enda eftir að bíða eftir kvöldinu
Smelltu á myndina til að spila lagið Loksins! Myndbandið við lagið „Ég bíð eftir kvöldinu“ er komið í hús – og að þessu sinni var það gervigreindin sem tók að sér leikstjórnina (já, hún er farin að stýra líka). Grunnurinn er byggður á ljósmyndum úr vetri liðnum sem gervigreindin blés lífi í – og svo smellti Lucky þessu saman með sinni fínpússuðu snertingu. En Bóndinn lét það ekki duga. Þessi svaka slagari fékk ekki bara eitt, heldur tvö myndbönd – því hann renndi í dýpri hlið sem fylgir með (innan minni ramma auðvitað… því Lucky var að klippa...
read moreFrásaga af borðum og örlögum þeirra
Horft með áðdáun á upphaflega borðið okkar Lommaborð þat, er í upphafi var smíðað af miklum hagleik og næmri hendi, hélt eigi aðeins kyrru fyrir í samkundunni í nokkur ár. Flutt var það í geymslu Heimsa, þar sem það hvíldi um stund og lá í dvala, þar til það var borið til bústaðar, er sumir telja hafa verið um árið 2015. En eigi hlaut það þar langa dvöl, því brátt var það aftur flutt heim í geymslu og síðan skilið eftir í bílskúrnum er Heimsi flutti frá Hveragerði. Þar lauk för þess með því að því var kastað á haugana — og urðu það örlög þess...
read moreBjólfur XV.8 – Það er bara einn maður sem getur þetta
Áttunda mótið var haldið hjá Spaða Ásnum…líkt og áttunda mótið á síðasta tímabili þegar við hittum á sama stað. Að þessu sinni var tilefnið ekki bara að hittast og spila heldur var líka haldið uppá stórafmæli hjá Spaða Ásnum og mættum við í veislu fyrir mót þar sem Ásinn hafði legið yfir pottunum (gúllassúpa og vegan súpa (með kjúkling 🙂 og ísskápurinn fullur af góðgæti við allra hæfi. Afmælisdrengurinn fékk afmælispening Við komum færandi hendi og fékk afmælisdrengurinn smá afmælispening í afmælisgjöf sem hann lofaði að kaupa ekki...
read moreNýtt mótsmet – 57 stig
Árið 2017 breyttum við stigakerfinu í 20 stiga kerfið, þar sem hámarksstigafjöldi fyrir eina mótaröð (3 kvöld) var settur í 60 stig – með þremur sigrum. Síðan þá hafa 24 mótaraðir verið spilaðar, og þrisvar sinnum hefur leikmönnum tekist að ná 56 stigum – alltaf í annarri mótaröð tímabilsins, sem virðist af einhverri ástæðu gefa betur en aðrar: • Tímabilið 2020 – 56 stig: Mikkalingurinn • Tímabilið 2022 – 56 stig: Kapteininn • Tímabilið 2023 – 56 stig: Timbrið En nú hefur þetta met verið slegið í annarri mótaröð XV tímabilsins, þegar...
read moreBjólfur VX.7 – Drottningar og svartir
Það voru 13 hressir Bjólfsbræður sem mættu til leiks á 7. kvöldið í fimmtándu mótaröðinni í gærkvöldi. Var þetta í annað sinn sem við mættum á aukavöllinn hjá Iðnaðarmanninum þar sem við vorum síðast í nóvember 2023 og hann enn leiðandi í heimboðum…enda langt síðan hann var útnefndur “Gestgjafinn” þar sem hann er alltaf greifi heim að sækja. Það var spilað á tvemur borðum og prufukeyrsla var á nýrri virkni með að stýra borðum…virkaði það sem skyldi en í staðin voru öll hljóð dottin út og Húnninn fékk aftur gamla...
read moreBjólfur XV.6 – Stórir karlar falla hátt
Annari mótaröðinni, á XV tímabilinu, var slúttað í góðu yfirlæti hjá Robocop. Ekki svo langt síðan við hittumst í fyrsta skiptið hjá honum sem endaði í blaðagrein 😉 Bjór(stig) Engar fórnir voru til Bjóguðanna í kvöld…enda var annar þeirra fjarverandi í ólgusjó viðskiptalífsins. En þrátt fyrir það nældu tveir sér í bjórstig á kvöldinu…og gott ef þetta eru bara ekki hamingjusömustu menn sem hafa fengið bjórstig af myndum að dæma. Með því eru Mikkalingurinn og Lucky með 3 bjórstig og Kapteininn og Bensi fylgja fast á eftir með 2 og...
read moreBoðsmót Bjólfs 2025
Þátttakendur á boðsmóti Bjólfs 2025 Kvöldið byrjaði snemma hjá þeim sem mættu í mat og spjall fyrir spil. Að því loknu settust 32 þátttakendur við fjögur borð og hófu spil á tólfta Boðsmótinu sem haldið er í byrjun árs á Rauða Ljóninu. Í ár fengum við enn betri þjónustu; borðin voru sett upp sérstaklega fyrir okkur, og það þurfti að grafa djúpt til að finna pókerborðin á staðnum… sem hafa hugsanlega ekki verið notuð síðan á síðasta Boðsmóti. 😉 Yfirlit yfir salinn Spilið Spilinu var síðan ýtt úr vör og gekk það bara ljómandi vel, þó nokkrir...
read moreBjólfur XV.4 – Munnlegt gildir!
Fjórða kvöldið var eins of oft áður tekið hjá Lucky í byrjun desember. “Gestgjafinn” tók Lúxus leigubílinn hjá formanninum eins og margir aðrir og eftir klukkutíma ferðalag náðu þeir rétt í hús…langt á eftir öðrum…en í tíma fyrir mót eftir frábæra útsýnisferð um höfuðborgarsvæðið ;). Svo fyrir algjöra tilviljun drógust þeir sex sem voru saman í bílferðinni saman á borð 😀 Bjór Bótarinn og Iðnaðarmaðurinn mættu með bjórfórnir tók annar bjórguðinn við veigunum (hinn á amk inni heila kippu frá Iðnaðarmanninum sem var nú...
read moreBjólfur XV.3 – Ævinlega skaltu passa eigið fé
Þriðju mótaröðinni var slúttað í útvíkkuðu skrifstofuhúsnæði Massans í gærkvöld. Fór vel um okkur þar sem núna var búið að stækka skrifstofuna…auðvitað allt gert til að rýma okkur betur þegar við mætum eini sinni á ári 😉 Bjór Bjórgjafir og bjórstig Kapteininn og Mikkalingurinn komu færandi hendi og tóku báðir Bjórguðirnir á móti fórnum. Það var ljóst að eitthvað voru þessar fórnir að gefa af sér því báðir fengu þær tækifæri á að ná sér í bjórstig. Kapteininn landaði því en Mikkalingurinn gef höndina uppá bát þegar Lucky var að veðja...
read more
❤️😘