Bjólfur OPEN 2020
Það var föngulegur hópur af 22 sem hittist á Rauða Ljóninu á föstudaginn og tók þátt í 10. OPEN mótinu.
Uppsetningin var einföld: 4.000,- krónur inn og engin endurkaup, tveir staflar af 15.000 í spilapeningum og hægt að sækja seinni staflann strax eða eiga hann inni ef maður skyldi detta út óvænt (en allir fengu hann eftir klukkutíma spil).
Verðlaunaféið var því 88.000,- sem skiptist 40%/30%/20%/10% milli efstu fjögra sæta og reyndust það vera Trommuþrællinn, Bósi, Lucky Luke og Gulli sem tóku verðlaun í þetta skiptið.
1. Trommuþrællinn
2. Bósi
3. Lucky Luke
4. Gulli
5. Ari Páll
6. Víðir
7. Spaða Ásinn
8. Drottningin
9. Njalli
10. Gummi
11. Friðjón
12. Gummi nágranni
13. Bóndinn
14. Kapteininn
15. Kári Killer
16. Iðnaðarmaðurinn
17. Timbrið
18. Eiki Bót
19. Mikkalingurinn
20. Bjarni
21. Brynjar
22. God Dog
Eins og síðustu ár vorum við með söfnunarbikar fyrir Minningarsjóð Jennýjar Lilju og ánægjulegt að segja að þar söfnuðust 52.000,- eftir kvöldið.
Frábært kvöld með góðum gestum og þökkum við öllum sem mættu og áttu með okkur góða kvöldstund =)
Read MoreBjólfur OPEN 2019
Níunda OPEN mótið hjá Bjólfi var haldið í gær og var það fámennara en oft áður og þónokkrir sem forfölluðust á síðustu stundu.
Það hjálpaði kannski Bjólfsmönnum að hafa ekki of marga gesti þannig að þeir áttu meiri möguleika að ná sér í verðlaun á mótinu 😉 en leikar enduðu þannig að Gummi nágranni náði sér í 3. sætið og Guðmundur (geestur) varð að láta sér annað sætið að góðu verða þar sem Mikkalingurinn spilaði allra best og stóð uppi sem sigurvegar í ár.
Verðlaunafé var um 60þ (30+20+10 fyrir fyrstu 3 sætin) og eins og síðustu ár vorum við með styrktarpottinn okkar sem í safnaðist um 55þ í, þannig að það er gaman að geta nýtt mótið til að taka þátt í minningarsjóði Jennýjar Lilju Gunnarsdóttur.
Að ári verður 10. OPEN mótið okkar og þá sláum við jafnvel upp enn veglegra móti og sláum þátttökumetið okkar =)
Bjólfur OPEN 2019 í kvöld
Þá er komið að því að halda árlega OPEN mótið þar sem Bjólfsmenn bjóða vinum og vandamönnum.
Helst reglur má finna undir almennar reglur og alltaf gott að lesa yfir siðareglur Bjólfs 😉
Heltu atriði:
Þetta er í níunda sinn sem við höldum OPEN mót og hlökkum mikið til að hittast í kvöld með góðum vinum.
Myndir frá fyrsta OPEN 2010 má finna
hér
Bjólfur OPEN 2018
Það var flottur hópur sem mætti á árlega OPEN mótið okkar á Ljóninu. Alltaf góður tími þegar við náum inn vinum og vandamönnum og eigum góða stund saman. Í ár sátum við á 4 borðum og vel valinn maður (og kona) í hverju sæti.
Leikar fóru þannig eins og alltaf þá voru Bjólfsmenn góður og leifðu gestum að njóta sýn 😉
Gummi Guðjóns tók fyrsta sætið, Helgi Píp í öðru, Bósi í þriðja og Iðnaðarmaðurinn í fjórða.
Um 100þ krónur voru í verðlaunafé sem skiptust c.a. 40/30/20/10% milli fyrstu sæta. Auk þess komu um yfir 40þ krónur í minningarsjóð Jennýjar Lilju sem foreldrarnir munu finna góð not fyrir.
Þökkum öllum sem mættu og sjáumast að ári =)
Bjólfur OPEN 2018
Þá er komið að því að halda árlega OPEN mótið þar sem Bjólfsmenn bjóða vinum og vandamönnum.
Helst reglur má finna undir almennar reglur og alltaf gott að lesa yfir siðareglur Bjólfs 😉
Heltu atriði:
Read More
“Gjafmildir” Bjólfsmenn
OPEN mótið var haldið á föstudaginn á Ljóninu að vanda og mættu þar 8 Bjólfsmenn og 6 gestir. Skipulagið var með minna móti í ár og tekur formaður það alfarið á sig. Massinn hafði ætlað að sjá um tölvuna en virðist hafa forfallast og mætti Lucky því á síðustu stundu til að hafa eftirlit með öllu 😉
Við vorum gjafmildir eins og oft áður og “leyfðum” gestum að njóta sigursætanna. Pusi komst lengst Bjófsmanna en sigurvegarar voru: Kiddi í fyrsta, Gummi í öðru og Atli í þriðja og skipti þeir á milli sín um 40þ kalli. Til hamingju með þetta strákar og takk allir gestir sem mættu.
Engar aukareglur voru í gangi, aðeins stig fyrir Bjólfsmenn og þar sem Timbrið missti af þessu móti er Iðnaðarmaðurinn kominn í forystu í Bjólfskeppninni og leiðir einnig í 7-2 keppninni þannig að hann stendur vel að vígi þegar að tímabilið er hálfnað. Hann hefur einnig 2ja stiga forystu í annari mótaröðinni þar sem Bósi er næsstur.
Gott kvöld (eins og alltaf) og nú eru 4 mót fram að bústað. Sjáumst næst 3. febrúar.
Read More
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…