Hver verður Bústaðameistari 2025?

Nú styttist í árlega bústaðinn og endapunktinn á fimmtánda tímabilinu okkar. Á síðunni Bústaðameistarar er hægt að sjá alla sem hafa tekið sigur í lokamótinu (bústaðnum) frá upphafi.
Bótarinn og Hobbitinn eru þeir einu sem hafa unnið tvisvar sinnum en annars 11 mismunandi menn sem hafa landað sigri á lokamótinu í bústað og spurning hvort við fáum nýjan eða einhverjar taka sinn annan sigur eða þriðja?
Nú styttist í árlega Bjólfbústaðinn – hápunkt tímabilsins og endapunkt fimmtánda tímabilsins okkar. Þegar síðasti bjórinn er opnaður og seinasta höndin spiluð, þá rís einn maður upp sem Bústaðameistari.
Á síðunni Bústaðameistarar má sjá alla sem hafa haldið á þessum eftirsótta titli – sanna herramenn sem stóðu uppi með alla chippana í lok bústaðanna í gegnum árin. 🍻🃏
👉 Bótarinn og Hobbitinn eru þeir einu sem hafa unnið titilinn tvisvar. Þeir eru í hópi útvalinna þegar kemur að bústaðameisturum.
Hinir? Ellefu ólíkir meistara sem hafa tekið sitt nafn inn í sögubækurnar með einum sigrum.

Og nú er stóra spurningin:
Fáum við nýjan meistara í safnið… eða tekst einhverjum að stimpla sig sem þrefaldan bústaðakóng? 👑
Söguleg stund er fram undan. Spilin munu fljúga (gegnum loftið), bjórinn renna, og einhverntíman á laugardagskvöldinu (eða nóttinni) mun aðeins einn stenda uppi.
Hver verður það í ár?
Lesa meiraÆsispennandi staða í Bjólsfsmeistarakeppninni
Það breyttist margt við síðasta mót og fyrri yfirlýsingar hér á síðunni um að Kapteinninn gæti verið næsti Bjólfsmeistari fuku út um gluggann þegar hann mætti ekki og skildi fyrrum meistarana eftir til að berjast um titilinn.
Þrír jafnir



Það var ekki að spyrja að því að Mikkalingurinn gerði góða hluti á síðasta móti eins og áður og er á svakalegri siglingu…einu móti á eftir Bótaranum og Lucky en með jafn mörg stig. Fyrrum Bjólfsmeistararnir eru því allir með 129 stig þegar við förum í síðasta mót 2021-2022 tímabilsins og eru þeir þrír því líklegastir til sigurs.
Getur Kapteininn unnið?
Kapteininn á fræðilegan möguleika…en þá þarf hann að vera 5 stigum ofar en þeir allir…þannig að möguleikinn er lítill…en til staðar…þó við förum ekki nánar út í að útskýra það hér vegna hversu ólíklegt það verður að teljast að fyrrum meistararnir verðir með fyrstu mönnum út…og verður þá bara öskubuskusaga ef af verður 🙂
Stigametið verður ekki slegið
Mikkalingurinn á enn stigametið frá 2018 þegar hann halaði inn 159 af 180 mögulegum og ljóst að það nær enginn meira en 149 stigum í ár. En Mikkalingurinn getur sett met með að vinna titilinn án þess að mæta á öll kvöld tímabilsins og væri það þá í fyrsta skipti síðan breytingar voru gerðar á stigagjöfinni (2018) til að ná því…en áður hafði Bótarinn náð þessu afreki undir gömlu stigagjöfunni og þegar voru 10 kvöld í tímabilinu árið 2015 og 2017 var Mikkalingurinn aðeins með 8 af 10 kvöldum en tók titilinn.
Það hefur sjaldan…ef aldrei…verið jafn jafnt fyrir bústaðinn…hver tekur þetta? Verður það 7. titillinn hjá Lucky, 4. titillinn hjá Bótaranum eða 3. hjá Mikkalingum ??? eða gerist eitthvað óvænt?
Lesa meiraHver tekur Bjórinn í ár?

Baráttan um Bjórmeistaratitilinn í ár er spennandi…þar er Kapteininn (og núverandi Bjórmeistarinn) með forystu með 5 stig og Lucky fylgir honum fast á eftir með 4 stig.
Nágranninn með 2 og svo Bótarinn, Heimsi og Bennsi með 1 stig hver og þurfa að hala inn stigum ef þeir ætla að ná efstu mönnum.
Bjórstigametið
Bjórstigin byrjuðu 2014 og hafa oftar en ekki unnist á 3 stigum. Stigametið á Iðnaðarmaðurinn frá 2017 þegar hann landaði 6 stigum. Mikkalingurinn á einnig 6 stig frá 2020 en þá voru líka rafmót í gangi og nokkuð víst að mun fleiri hendur voru spilaðar þá en 2017 (enda miklu fleiri bjórstigum sem var landað 2020 í rafmótum heldur en 2017).
Aldrei að vita nema nýtt met verði sett í bústaðnum og til mikils að vinna.
Lesa meiraHver vinnur 3ju mótaröðina
Þriðja og síðasta mótröðin klárast einnig í bústaðnum. Hver mótaröð samanstendur af 3 kvöldum og 500kr. af hverju buy-in safnast saman í mótaraðarpottinn sem skiptist milli 3ja efstu.
Þessi regla var sett á fyrir löngu til að dreifa verðlaunum enn frekar til þeirra sem voru duglegir að mæta og oftar en ekki hafa menn fengið eitthvað úr þessum potti þrátt fyrir að hafa ekki fengið nein verðlaun á öðrum kvöldum…smá sárabót fyrir þá sem taka oft bubble sætið en ná slatta af stigum á þremur kvöldum.
Fjórir eru efstir og líklegast til að vera í þremur efstu sætunum:
- Mikkalingurinn 39
- Nágranninn 32
- Bótarinn 29
- Lucky 28
Mikkalingurinn tók fyrstu mótaröðina og Kapteinninn þá næstu…hver tekur þá síðust í bústaðnum um helgina?
Lesa meiraÁttundi í Bjólfi

Það voru nokkrir útvaldir sem mættu á fyrsta mótið í Þorlákshöfn (ekki Hveragerði eins og sumir héldu 😉 í nýju villuna hjá Heimsa. Ekki hægt að segja annað en vel hafi farið um menn…sumir mættu snemma og tóku pottnum áður en byrjað var að spila.
Þegar að sest var við spilið byrjaði heimavöllurinn á að gefa vel fyrir gestgjafan og þónokkuð af chippum sem færðust yfir á hann ásamt eina bjórstigi kvöldsins.
Röð þeirra sem duttu út
- Lucky ákvað að yfirgefa spilið fyrstur. Þrátt fyrir að hafa landað konunglegri litaröð þá fór kannski of mikið af heppninni í það spil…enda var hann búinn að hafa orð á því á leiðinni að hann og Bótarinn þyrftu að detta út snemma og Mikkalingurinn að komast langt til að jafna Bjólfsmeistarabaráttuna…þannig að honum fannst bara fínt að reyna að jafna þetta aðeins 😀
- Spaða Ásinn var næstur eftir að hafa lítið gengið og landað fáum spilum…kannski bara að spara sig fyrir bústaðinn?
- Bótarinn hafði átt erfitt uppdráttar frá upphafi og ákvað að segja þetta gott og sjá hversu langt Mikkalingurinn myndi saxa á hann.
- Heimsi sem hafði verið að safna grimmt spilapeningum játaði sig sigraðan á nokkrum hönum sem féllu ekki með honum.
- Hobbitinn sem fékk líflínu fyrr um kvöldið þegar það leit allt út fyrir að hann væri að detta út en slapp í split pot og fór á skrið eftir það…en dugði bara uppí bubble sætið.
- Mikkalingurinn endaði allur inn með Á♦2♦ á móti 6♦6♣ hjá Nágrannanum og þegar floppið kom 5♦5♠Á♥ leit allt vel út…þangað til 6♠ mætti á turn og breytti lægra parinu í hús og 8♠ á river breytti engu og Mikkalingurinn tók annað sætið.
- Gummi nágranni gerði sér lítið fyrir og rúllaði upp kvöldinu…enda mætti hann manna fyrstur og var búinn að liggja vel í pottnum og undirbúa sig
Örfáir fengur svo að gist í villunni og brunuðu svo í bæinn um morguninn og skildu Heimsa eftir í tiltektinni 😉
Yndisleg kvöldstund (og nótt hjá sumum) og frábær upphitun fyrir lokamótið/bústaðinn sem er á næsta leiti.
Bjólfsmeistarabráttan er æsispennadi með alla gömlu Bjólfsmeistarana jafna með 129 stig og Kapteininn 4 stigum á eftir þ.s. hann sleppti þessu kvöldi og gaf upp forystuna.
Lesa meiraHeimsi veðjar bara á hjarta um þessar mundir
Boðsmótið 2022

Það var föngulegur hópur af 27 gæðablóðum sem mættu á Boðsmót Bjólfs 2022 á Rauða Ljóninu í gærkvöldi og hituðu upp með mat og drykk fyrir spil.
Lesa meira
Thank you for your sharing. I am worried that I lack creative ideas. It is your article that makes me…