Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Hver vinnur 3ju mótaröðina

Skrifað af þann 4. May 2022 in Fréttir | Engar athugasemdir

Einn líklegur

Þriðja og síðasta mótröðin klárast einnig í bústaðnum. Hver mótaröð samanstendur af 3 kvöldum og 500kr. af hverju buy-in safnast saman í mótaraðarpottinn sem skiptist milli 3ja efstu.

Þessi regla var sett á fyrir löngu til að dreifa verðlaunum enn frekar til þeirra sem voru duglegir að mæta og oftar en ekki hafa menn fengið eitthvað úr þessum potti þrátt fyrir að hafa ekki fengið nein verðlaun á öðrum kvöldum…smá sárabót fyrir þá sem taka oft bubble sætið en ná slatta af stigum á þremur kvöldum.

Fjórir eru efstir og líklegast til að vera í þremur efstu sætunum:

  • Mikkalingurinn 39
  • Nágranninn 32
  • Bótarinn 29
  • Lucky 28

Mikkalingurinn tók fyrstu mótaröðina og Kapteinninn þá næstu…hver tekur þá síðust í bústaðnum um helgina?

Lesa meira

Áttundi í Bjólfi

Skrifað af þann 13. Apr 2022 in Fréttir, Mót | Engar athugasemdir

Fyrsta spilið í Þorlák hafið og allir komnir beint á lokaborðið

Það voru nokkrir útvaldir sem mættu á fyrsta mótið í Þorlákshöfn (ekki Hveragerði eins og sumir héldu 😉 í nýju villuna hjá Heimsa. Ekki hægt að segja annað en vel hafi farið um menn…sumir mættu snemma og tóku pottnum áður en byrjað var að spila.

Þegar að sest var við spilið byrjaði heimavöllurinn á að gefa vel fyrir gestgjafan og þónokkuð af chippum sem færðust yfir á hann ásamt eina bjórstigi kvöldsins.

Röð þeirra sem duttu út

  • Lucky ákvað að yfirgefa spilið fyrstur. Þrátt fyrir að hafa landað konunglegri litaröð þá fór kannski of mikið af heppninni í það spil…enda var hann búinn að hafa orð á því á leiðinni að hann og Bótarinn þyrftu að detta út snemma og Mikkalingurinn að komast langt til að jafna Bjólfsmeistarabaráttuna…þannig að honum fannst bara fínt að reyna að jafna þetta aðeins 😀
  • Spaða Ásinn var næstur eftir að hafa lítið gengið og landað fáum spilum…kannski bara að spara sig fyrir bústaðinn?
  • Bótarinn hafði átt erfitt uppdráttar frá upphafi og ákvað að segja þetta gott og sjá hversu langt Mikkalingurinn myndi saxa á hann.
  • Heimsi sem hafði verið að safna grimmt spilapeningum játaði sig sigraðan á nokkrum hönum sem féllu ekki með honum.
  • Hobbitinn sem fékk líflínu fyrr um kvöldið þegar það leit allt út fyrir að hann væri að detta út en slapp í split pot og fór á skrið eftir það…en dugði bara uppí bubble sætið.
  • Mikkalingurinn endaði allur inn með Á2 á móti 66 hjá Nágrannanum og þegar floppið kom 55Á leit allt vel út…þangað til 6 mætti á turn og breytti lægra parinu í hús og 8 á river breytti engu og Mikkalingurinn tók annað sætið.
  • Gummi nágranni gerði sér lítið fyrir og rúllaði upp kvöldinu…enda mætti hann manna fyrstur og var búinn að liggja vel í pottnum og undirbúa sig
Sigurvegarar kvöldins

Örfáir fengur svo að gist í villunni og brunuðu svo í bæinn um morguninn og skildu Heimsa eftir í tiltektinni 😉

Yndisleg kvöldstund (og nótt hjá sumum) og frábær upphitun fyrir lokamótið/bústaðinn sem er á næsta leiti.

Bjólfsmeistarabráttan er æsispennadi með alla gömlu Bjólfsmeistarana jafna með 129 stig og Kapteininn 4 stigum á eftir þ.s. hann sleppti þessu kvöldi og gaf upp forystuna.

Heimsi veðjar bara á hjarta um þessar mundir

Lesa meira

Boðsmótið 2022

Skrifað af þann 5. Mar 2022 in Boðsmót, Fréttir | 1 ummæli

Þátttakendur á Boðsmótinu 2022

Það var föngulegur hópur af 27 gæðablóðum sem mættu á Boðsmót Bjólfs 2022 á Rauða Ljóninu í gærkvöldi og hituðu upp með mat og drykk fyrir spil.

Lesa meira

Hver verður næsti meistari…og hver er staðan í keppninni

Skrifað af þann 14. Feb 2022 in Fréttir | Engar athugasemdir

Næsti
Bjólfsmeistari?

Á tímabilinu 2017-2018 breyttum við stigagjöfinni þannig að fyrsta sæti gefur 20 stig og mótaröð getur því mest gefið 60 stig.

Á 2020 tímabilinu setti Mikkalingurinn met með 56 stigum og missti aðeins af 4 stigum í mótaröð…sem var jafnað á föstudaginn af Kapteininum og munaði því litlu að hann náði að slá mótarmetið.

Mikkalingurinn á enn stigametið frá 2018 þegar hann halaði inn 159 af 180 mögulegum.

Kapteininn er með 6 stiga forystu í Bjólfsmeistarakeppninni 2022 með 107 stig og ef hann heldur áfram góðu gengi á hann möguleika á að slá stigametið.

Kapteininn byrjaði Bjólfsgönguna sína á 3. sæti 2019 þrátt fyrir að missa af einu kvöldi, datt svo aðeins niður í 6. sæti 2020 þegar hann missti af þremur kvöldum og hoppaði svo aftur í 3. sæti 2021 með fulla mætingu og situr í góðri stöðu til að verða fjórði Bjólfsmeistarinn þegar síðasta mótaröðin er eftir.

Það er nóg eftir og spurning hvort að Lucky (101 stig) eða Bótarinn (100 stig) geta stoppað Kapteininn í að næla sér í sigurinn…eða hvort að Mikkalingurinn (90 stig) kemur með eitthvað ótrúlegt comeback eftir að hafa misst af einu móti…samt enn með besta meðaltalsskorið (fyrir utan Killerinn sem hefur bara mætt einu sinni og sigrað) auk þess að vera hæstur í verðlaunafé…það getur allt gerst…OPEN í mars, heimamót í apríl og bústaður í maí…styttist í lokin á 2022 tímabilinu.

Lesa meira

Sjötti í Bjólfi

Skrifað af þann 6. Feb 2022 in Fréttir | Engar athugasemdir

Bjólfsbræður í febrúar 2022

Flottur hópur sem mætti til Hr. Hugins í sjötta í Bjólfi á tímabilinu. Afmælisbarnið var áberandi best klæddur þegar hann mætti í silkisloppnum og tilbúinn í hvað sem var á svona góðum degi með góðum mönnum.

Lokaborðið…hásætin voru frátekin

Það var sest beint niður á lokaborðið þ.s. nokkrir heltust úr lestinni rétt fyrir mót…hérna sjást flestir (nema Lucky á bakvið myndavélina)…og síðan spurning hvern vantar í endabarnahásætið þarna á móti Bósa 😉

Afmælisbjórstig
Forystubjórstig

Bjórstig
Afmælisbarnið nældi sér í annað bjórstigið og Kapteininn tók forystuna í bjórnum og nú kominn með 5 stig, einu stigi á undan Lucky sem gerði heiðarlega tilraun til að ná sér í stig…en spilaði sig út með því.

Spilið

  • Það var ljóst í byrjun að Kapteininn og Bótarinn voru að fara að vera atkvæðamiklir þar sem þeir byrjuðu snemma að safna spilapeningum
  • Massinn stóð fyrstur upp frá borði og komst að því að það væri ekki hægt að spila nema fá sér bjór…það kallar fram miklu betri spilamennsku hjá honum og stefnan tekin á það næst
  • Heimavöllurinn var ekki nógu gjafmildur fyrir Hr. Huginn sem var næstur út
  • Lucky tók eina hönd allt kvöldið og yfirgaf spilið með tvist-sjöu án þess að fá stig fyrir hana
  • Mikkalingurinn hafði lítið hitt og var næstur
  • Afmælið dugði Nágrannanum bara í fjórða sætið
  • Spaða Ásinn fór allur inn með 66 á móti Bótaranum ÁJ og fyrsta spil í borð var Á…svo 6 og Á…sexurnar orðnar að húsi…og síðan 6 breytti húsinu í fernu og einn möguleiki að ásarnir yrðu ferna…9 og sexufernan hélt…en Ásinn datt út stuttu síðar móti stóru stöflunum og tók bubble sætið í kvöld
  • Heilmikil rimma fór nú af stað á milli stóru staflanna fram og aftur
  • Bótarinn endaði á að landa sigri en Kapateininn tók mótaröðina með öðru sætinu og leiðir nú Bjólfsmeistarakeppnina með 6 stigum og Bjórmeistarakeppnina með einu stigi

Sigurvegarar kvöldsins

Sáttir við að hafa haldið forystunni frá því í hléi…sýnist Bótarinn vera með augastað á seðlunum Kapteinsins 😉

Allar frekari upplýsingar um stöðuna má finna á Bjólfsmeistarinn 2022.

Eðal kvöld á góðum stað í frábærum félagsskap…gaman að geta hist aftur og nú er bara að vonast til að við náum að halda OPEN að 4 vikum liðnum með gestum.

Lesa meira

Fimmti í Bjólfi

Skrifað af þann 8. Jan 2022 in Fréttir | Engar athugasemdir

Bjólfur á rafmóti í janúar 2022

Til að bregðast við öllu þessu ómírkóni þá sleppum við OPEN í upphafi árs (eins og hefur verið venjan síðustu 10+ árin) og tökum rafmót í staðin. Sjáum síðan hvort við náum ekki að halda OPEN mótið á afmælisdaginn 4. mars 🙂

En það voru 11 bræður sem mættu til leiks…9 þeirra sem létu sjá sig á spjallið og auðvitað voru þeir sem voru ekki í spjallinu bara í ruglinu 😉

Bjór

  • Bjórstig hjá Kapteininum þegar hann mældi sér í góðan sigur með húsi 2-2-10-10 í borði og jafnar þar með Lucky með 4 stig á toppnum í bjórstigakepnninni
  • Vafaatriði þegar 7-2 tekur hliðarpott…??? (ákveðið að hliðarpottar telja ekki)
  • Nágranninn nældi sér í bjórstig og þá kominn með eitt
  • Bennsi náði sér bjórstig og þá kominn með eitt

Fleygar setningar kvöldsins

  • “Djöfull er langt síðan ég hef spilað póker”
  • “…ertu til í að taka þvottaklemmuna af þér…það heyrist svo illa í þér”
  • “Þegar að Lucky kemur og hoppar ofan í pottinn og öskar “COVID TEST” 😀
  • “Það er hart skotið í kvöld”…”Já, það er enginn Iðnaðarmaður”
  • “Var það svo Hobbitinn sem tók mig út?”…”ohhh…ég féll á eigin bragði” (Hr. Huginn þegar hann var búinn að vera að hanga á engu eins og Hobbitinn er þekktur fyrir)
  • “Takk fyrir kvöldið strákar”…”Bósi segir bæ líka”
  • Hvað er að frétta úr vinnunni? “…bara reykspóla og hlusta eftir símanum”
  • “Það er best að fá röð í röð”
  • “Það er bara allt of mikið af röðum í þessu forriti” (Lomminn þegar hann tók bubble sætið og Mikkalingurinn var með röð á móti honum)
  • “Ég var að bíða eftir röðinni…”…”ég var að bíða eftir Ný Dönsk”
  • “Ég held að ég sé bara mesti músíkkallinn af okkur öllum” (Mikkalingurinn þegar var verið að giska á gítarspilið)
  • “Bósi hjálpaðu mér…koma svo Bósi…”
  • “Ég var að biðja til Bósa….það þarf yfirleitt eitt til tvö spil…”
  • “Það er nú orðið slæmt ef Bósi getur ekki einu sinni hjálpað”
  • “Þú bara hvarfst…ég hélt þú hefðir orðið batterýslaus” (Kapteinninn þegar Mikkalingurinn hvarft í lokarimmunni og var farinn að tapa nokkrar hendur í röð)
  • “Maður bara vinnur og vinnur og vinnur….og sonur Palla Gústa bara tapar og tapar!”
  • “Ef þú ert með lit þá máttu vinna þetta…því ég er með röð” (lokaspilið þegar Mikkalingurinn var með röð…en tapaði á móti hærri röð)

“Maður bara vinnur og vinnur og vinnur….og sonur Palla Gústa bara tapar og tapar!”

“Ég var að bíða eftir röðinni…”…”ég var að bíða eftir Ný Dönsk”

“Var það svo Hobbitinn sem tók mig út?”…”ohhh…ég féll á eigin bragði” (Hr. Huginn þegar hann var búinn að vera að hanga á engu eins og Hobbitinn er þekktur fyrir)

“Það er hart skotið í kvöld”…”Já, það er enginn Iðnaðarmaður”

Spilið

  • Bótarinn yfirgaf svæðið fyrstur…náði rétt yfir klukkutímann…líklega lélegt netsamband í bústaðnum
  • Bóndinn datt út fyrir Mikkalingnum og þá vorum við komnnir á lokaborð
  • Hr. Huginn var næstur…tíupar hjá Hobbitanum tók hann út
  • Robocop lenti næstur út í baráttu á milli formanna
  • Nágranninn var næstu út…AJ og AJ í borði en 6 líka í borði og 66 hjá Kapteininum sem tók hann út
  • Hobbitinn næstur út í næsta spili…
  • Bennsi næstur út…444-22 í borði…Mikkalingurinn var með 45 og fjóra eins…þvílík hönd…þvílíka höndin!
  • Staðan núna að Mikkalingurinn er 13þ, Kapteininn 11þ , Lucky 2.5þ, Lommin 2… L & L eru báðir all in og skipta með sér pottinum…staðan breytist ekkert…
  • Lomminn næstur út…þrátt fyrir að hafa oft vakið athygli á því að hann væri efsti maður þá náði hann ekki lengra en bubble sætið í kvöld
  • Mikkalingurinn með 15þ, Kapteinninn 10.5 og Lucky 2.5….á brattann að sækja hjá L
  • Lucky næstur út…var með tvö pör á móti Kapteininum sem hititi á hærri tvö pör með river og sendi Lucky heim
  • Kapteinninn er núna kominn í 15.5 á móti 12.5…svakalega spenna þegar 2 eru enn að spila og 2 aðrir enn að horfa…
  • Klukkan nálgast miðnætti og Mikkalingurinn er nú 17.5 móti 10.5 hjá Kapteininum…
  • Staðan heldur áfram að færast í vil fyrir Mikkalinginn…21 vs. 8
  • Það er verið að spila uppá 1 stig…og 4þ kall…munurinn á milli fyrsta og annars sætis…rætt að það þyrfti að vera fleiri stig fyrir fyrsta sætið (eins og í formúlunni)…en gæti verið erfið sala með Formanninn í forystunni og aldrei landað sigri á tímabilinu 🙂
  • Miðnætti…staðan hefur snúist…Mikkalingurinn er nú 11þ móti 17þ hjá Kapteininum…
  • 5m seinna…staðan er hnífjöfn…13.8 vs. 13.8
  • 00:15 og staðan er 4 vs 24
  • …eitthvað virðist hafa týnst af þessum pósti…en Kapteininn tók þetta eftir svakalega baráttu

Nú er bara að halda í sér andanum og vonast til að geta hist aftur sem fyrst…en jafnvel spurning um að vera undirbúnir undir fleiri rafmót og gott að Lomminn er með yfirumsjón yfir þeim og búinn að læra hvernig hann getur hent meðlimum út úr rafræna klúbbnum þ.s. margir eru með margar skráningar þar 😉…4 vikur í næsta mót…Hr. Hugrinn er búinn að bjóða heim…

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…