Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Pókerárið 2011-2012 farið af stað

Birt af þann 10. Sep 2011 Í Mót | 14 Ummæli

Þá er biðin langa á enda og ekki laust við að það hafi verið smá spennufall að móti loknu. Að vanda var mótið og hittingurinn gríðarlega skemmtilegur þar sem mörg spennuþrungin augnablik litu dagsins ljós þar á meðal tveir 72 sigrar og ótrúleg riverspil. Mótið var óvenju langt og tel ég að það stafi helst af því hve lengi menn reyna að hanga inni til að ná í sem flest stig og er það bara hið besta mál.

Lesa meira

Áminning

Birt af þann 3. Sep 2011 Í Mót | 5 Ummæli

Ég minni spilara á skráningaskylduna. Það þarf að skrá sig í mót fyrir kl. 24 fyrir mótsdag (fimmtudag) til að fá engin refsistig. Ef skráningu er breytt (eða spilarar gera upphaflegu skráningu) innan við þrem tímum fyrir mót verða veitt 3 refsistig.

Skráningareglur má skoða hér.

Lesa meira

M3 mót 3

Birt af þann 30. Apr 2011 Í Mót | 12 Ummæli

Það var notarleg og þægileg stemning hjá Loga þar sem við vorum búnir að koma okkur þægilega fyrir í stofunni hjá honum og þakka ég honum fyrir móthaldið og meðlætið. Það var eitthvað um það að meðlimir fengu refsistig fyrir vankanta á skráningu og var Bóndinn sá eini sem slapp við refsingu af þeim sem mættu ekki.

Mótið gekk vel fyrir sig og fáar stórar uppákomur litu dagsins ljós þó menn hafi mátt þola slæma útreið stöku sinnum. Ég held þó að ekki hafi hallað á neinn hvað það varðar.

Fram að þessu hafði enginn Iðnaðarmaðurinn einungis fengið 72 (vann ekki) en menn fengu þessa hönd 5 eða 6 sinnum á þessu móti þó svo engum hafi tekist að vinna á hana og því standa enn allir jafnar um 72 bjóra fyrir lokamótið sem verður eftir þrjár vikur (21. maí).

Lomminn er kominn á kunnuglegar slóðir í keppninni um lokapottinn í mótaröð 3.

Meðfylgjandi mynd sýnir eitt af nokkrum skiptum sem Eiríkur bjargaði sér frjá því að vera sleginn út. Hann er allur inn með Á9 á móti Bósa sem hafði KJ. Floppið og turn-ið er:

5 J 5 5 og Bósi er kominn með fullt hús

River-ið er hins vegar Á og Eiki bjargar sér á hærra húsi.

Lesa meira

M3 – mót 2

Birt af þann 2. Apr 2011 Í Mót | 5 Ummæli

Lokamótaröðin er nú hálfnuð og standa leikar nokkuð þétt á toppnum. Það var frekar fámennt á síðasta móti en 8 meðlimir höfðu skráð sig og þar sem Heimir skrópaði fengust einungis 7 stig fyrir að vera efsti meðlimurinn. Þetta rennir stoðum undir að setja refsingu á menn í tengslum við skráningu. Þarna sést að menn geta skráð sig á mót til að fylla upp í lágmarks þátttöku og mæta svo ekki án neinna afleiðinga.

Enn og aftur eru meðlimir Bjólfs að gera í buxurnar þegar utanaðkomandi spilarar mæta á svæðið. Valli mætti aftur og er svona hægt og rólega að ná tökum á spilinu. Því miður gleymdi ég að setja hann inn í töfluna þar sem ég er ekki með tölvuna en ég held að hann hafi lennt í 5. sæti (milli Loga og Andra). Ég gleymdi einnig Alexander líka sem stóð sig ágætlega en það voru þeir Helgi og Rúnar sem gerðu lítið úr atvinnumönnunum.

Staðan er komin inn og geta menn grátið yfir henni hver í sínu horni.

Mótið einkenndist af fjölda ofurhanda. Fjölmörg full hús litu dagsins ljós og yfirleitt voru þau samhliða sort eða söð. Þannig fengu margir á baukinn og urðu illa úti samanber meðfylgjandi mynd sem er útlistuð hér fyrir neðan.

Borðið var

7 7 Á  3  5

Gunni Bóndi var með

Q 9

Alexander sló sort Bóndans út með

K 5

Rúnar bætti um betur og gerði lítið úr þeim báðum með fullu húsi

Á 7

Þetta gerðist tvíveigis um kvöldið, þ.e. tveir aðilar með sort og sá þriðji með fullt hús.

Einnig er búið að uppfæra stöðuna um Bjólfsmeistarann 2011

Lesa meira

Næsta mót

Birt af þann 24. Mar 2011 Í Mót | 18 Ummæli

Af gefnu tilefni bið ég meðlimi að skrá sig sem fyrst í næsta mót. Eins mega þeir sem geta haldið mótið láta vita í commentum.

Lesa meira

Bjólfsmeistari

Birt af þann 22. Mar 2011 Í Mót | 6 Ummæli

Þá er það ákveðið. Það verður gerð Bjólfshúfa handa Bjólfsmeistaranum 2011. Til að finna meistarann verður einfaldlega lögð saman öll stig sem meðlimur hefur hlotið yfir pókerárið. Eins og gefur að skilja verður efsta sætinu ekki deilt milli manna og verður tekið heads up (eða milli allra jafnra) ef menn verða jafnir. Tekið verður úr sameiginlega sjóðnum fyrir húfunni og verður hún afhent eftir tímabilið með nafni meistarans. Ég set hönnun meistahúfunnar í hendur yfirhönnuðs klúbbsins, Loga Helgu.

Þið getið smellt á töfluna til stækka hana. Töfluna er einnig að finna undir mót

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…