Breytingar á verðlaunafé

Breyting var gerð fyrir XIII tímabilið að ekki er lengur verið að leggja 500 kall af buy-in í bústaðapott. Hann hefur verið færður alfarið yfir í verðlaunafé fyrir mótaröðina og ætti því að koma þeim sem sem mæta vel í mótaröð en ná kannski ekki í verðlaunasæti en ná í eitt af efstu sætunum í mótaröð (3 kvöld telja í mótaröð).
Þannig að engin breyting er á buy-in, aðeins verið að leggja niður bústaðapottinn sem var settur á til að auðvelda með kostnað við bústaðaferðir (og hugsanlega auka verðlaunþar)…en með hækkunum á árgjöldum hefur það verið mun minna mál síðustu ár og því óþarfi í dag.
Verðlaunafé fyrir mótaraðir mun því tvöfaldast frá því var, og verða c.a. 12/7/5 þúsnd (en var áður 6/3/2) og því verið að gera meira fyrir þá sem standa sig vel í þremur kvöldum sem telja í mótaröð.
Þetta gæti orðið til þess að færri 500 kallar koma inn og gæti breytt hvernig verðlaunum er skipt og verður jafnvel meira nálgað uppí þúsund héðan í frá.
Lesa meiraBlindralotur uppfærðar
Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á blindralotum eftir síðasta mót þar sem skipulagið var ekki alveg komið í gang og ruglaði menn aðeins.
Fyrstu 4 loturnar eru 30 mín og þá eru bjórstigin í gildi. Þetta var eitthvað skakkt við uppsetninguna á mótinu síðast og 20 mín lotur fóru í gang…en er nú væntanlega búið að tryggja að gerist ekki aftur þar sem lotur hafa verið uppfærðar í iPaddinum og búið að stilla fyrir næsta mót.
Eftir fyrstu 4 loturnar eru spilaðar 3×20 mín lotur og að þeim loknum eru bæði rauðir og grænir chippar teknir út og blindir hafa verið hækkaðir til að auðvelda og flýta spilinu þegar svona langt er komið.
Sjá nánar á uppfærði síðu fyrir Blindralotur.
Lesa meiraBjólfur XIII – fyrsta kvöld

Það varð tvísíýnt hvort yrði af fyrsta mótinu þegar að Iðnaðarmaðurinn þurfti skyndilega að afkalla heimboðið…og þrátt fyrir að hafa boðið fram að hýsa okkur næstu helgi var of mikill spenngingur í mönnum…sem og að planið er komið á blað og alltaf reynt að halda því þannig að menn geti skipulagt líf sitt í kringum það 😀
Mikkalingurinn bauð heim í staðin og þetta jafnvel í eitt af fyrstu skiptum síðustu 10+ ára sem við hittumst ekki hjá Iðnaðarmanninum í upphafi tímabils…fyrir utan 2020 þegar við byrjuðum á rafmóti.
Einhverjir voru nú eitthvað ósáttir við að það væri ekki heitur réttur, eða kaka í boði í hléi…og engin köld glös fyrir bjórana…en þess fyrir utan fór notalega um okkur og líklega nokkur ár síðan við hittumst hjá Mikkalingnum þ.s núverandi formaður var að koma þar í fyrsta skipti.
Pistlahöfundur viðurkennir líka að það var frekar kvikindislegt að taka myndskeið af því þegar hann tók Iðnaðarmanninn af listanum yfir spilara kvöldins og sendi á hópinn…en þetta var bara svo táknrænt og sorglegt að hafa hann ekki meðal okkar <3
Bjórguðarþakkir
Það voru tveir sem færðu bjórguðnum gjafir sínar og tók hann sáttur á móti þess sem hann hafði óskað…eitthvað var nú sjálfan ekki að gera sig og þarf að passa að láta einhvern minna skjálfhentan taka myndir frekar 😀
Engin bjórstig komu í hús á fyrsta kvöldi þannig að bjórkeppnin fer rólega af stað í ár.
Spilin


Það verður að segjast að nýju spilin koma hrikalega vel út og ekki leiðinlegt að horfa yfir merkta félaga, með merkta chippa og með merkt spil í hönunum…næst hlýtur að vera merktur bjór 😉
Nýju spilin eru reyndar bara tvílit (rauð/svört) þar sem 4 lita stokkarnir reyndust mönnum erfið…en það virtist nú að þessir hefðbundnu tveggja lita væru aðeins að vefjast fyrir mörgum og einhver hélt hann væri með 2 spaða á hendi þegar það var spaði og lauf 😀
Ohhhh, ég hélt ég væri með tvo spaða
“Litblindur” Bjófari
Spilið

Það var einkennandi fyrir kvöldið að ef einhver fór allur inn og var á hættu á að detta út þá vann sá hinn sami. Meira að segja voru 3 allir inn í einu spili (auk 4. spilara sem átti fleiri chippa) og endaði þannig að enginn datt út og allir fengu peninga til baka.
Spilið byrjaði aðeins seinna en áætlað og dróst (aðallega vegna þess að enginn var að detta út 🙂
Einhverjir byrjunarerfiðleikar voru til staðar…blindir ekki alveg réttir…sumir búnir að gleyma hvernig á að gefa…en Mikkalingurinn hafði engu gleymt og gaf eins og engill…og síðan mætti aðlaga chippa á blindum aðeins í hærri stigum til að fækka spilapeningstegundum.
Í hléi var síðan tekin góð pása og farin yfir málin. Einhverjir voru ekki sáttir við að bjórinn væri gerður upp í óáfengum þar sem bjórguðinn í ár hafði óskað eftir því og þurfti að fara í sauma á því. En sá sem er bjórguðinn setur bara fram óskir og menn ráða hvernig þeir gera upp eins og alltaf og muna bara að það er gott að styggja ekki bjórguðina 😉
Þegar hlé og umræðum lauk var haldið áfram þar sem frá var horfið og þegar að blindir voru komnir vel á skrið fóru menn að detta út.
Náði að spila mig út úr stórum
Fleyg setning frá fyrsta kvöldi Bjólfur XIII
Bótarinn var fyrstur til að yfirgefa spilapeningana sína og á eftir honum fylgdi Mikkalingurinn og tveir Bjólfsmeistarar því fyrstir út.
Hobbitinn náði ekki að hanga lengur og Kapteininn fylgdi honum (en fór þó ekki tómhentur heim eftir að hafa fengið tvær bjórgjafir).
Robocop byrjaði sterkur en hafði áhyggjur af því að taka bubble sætið en datt út áður en hann komst þangað og í staðin fékk Lucky heiðurinn af að missa af verðlaunasæti.
Spaða Ásinn og Massinn sáta þá eftir í lokarimmunni og skiptust aðeins á að hafa forystu…Massinn reyndi að fá Ásinn í að taka bara eitt spil fyrir sigurinn…hann tók því ekki og síðan þegar Massinn var orðinn stærri var minna um þær tillögur frá honum ;). Leikar enduðu þó að Massinn hafði sigur í fyrsta móti árins…enda hafði hann tekið Rain Man með sér en menn höfðu orð á því að Rain Man væri þarna til að halda þessu gangandi því sumir áttu í vandræðum með að skipta potti á milli sín og vildu bara að hann væri við borðið að redda þessu 😀
Lucky…þú ert Dustin Hoffman og ég er Tom Cruise 😂
Massinn
Massinn var einn af þeim sem hafði verið í hættu á að detta út fyrr um kvöldið með 99 þegar hann lenti á móti Lucky með KK og Bótaranum með AA…nýjurnar tóku það og lögðu grunninn að sigrinum og forystunni í Bjólfsmeistarabaráttunni og nú er óskandi nýjir menn fara að láta “gömlu” Bjólfsmeistarana svitna og sýna þeim að fleiri geta spilað til sigurs út tímabilið.
Fínn playlisti…eftir fyrsta lagið…það var frá konunni
Athugasemd á tónlistarval kvöldisins
Góð byrjun á þrettánda ár Bjólfs!
Lesa meiraNíundi í Bjólfi…vindar breytinga í bústaðnum 2022

Það var mikil spenna þegar Bjólfsbræður fóru að safnast saman í litlu bústöðunum á Apavatni. Fengum ekki stóra bústaðinn í ár en náðum tvemur litlum og eins og oft áður var smá spölur á milli þeirra...en allir sem þar gistu komust heilu á höldnu á milli þó þeir hafi þurft að “stika” sér leið í myrkrinu 😉
Vindar breytinga
Það var búið að lýsa því yfir fyrir helgina að það yrðu breytingar á matarvali og því ljóst að margra ára hefð yrði brotin…en það var ekki það eina sem breyttist. Strax snemma á föstudeginum mætti formaðurinn með varninginn…

Ný handklæði
Formaðurinn dreifði nýjum merktum handklæðum sem að þessu sinni eru gul. Eiga nú allir ný merkt handklæði og einhverjir eldri eiga líka gamla græna…frábært fyrir þá sem nota þetta mikið og mikill kostur að vera með þessi merkt í bústaðnum svo allir finni nú sitt 🙂
Föstudagskvöld
Grillið var sett í gang á föstudeginum og skellt í svakaleg pulsu/pylsu-veisla…en hún fór misvel í mannskapinn því þrátt fyrir predikanir um að menn þyrftu ekki að borða nema einu sinni í mánuði var vel étið og mátti finna það á lyktinni fram eftir kvöldi 😉
Spaða Ásinn hélt árlegt pub-quiz sem var almenns eðlis þetta árið vegna anna í vinnu en æsispennandi.
Síðan var því fylgt eftir með þrautaleik frá stjórninni og hressu myndbandi sem tók aðeins á síðasta bústað og vægast sagt féll það vel í mannskapinn þar sem menn voru grátandi…og sumir öskrandi af hlátri 😀
Síðan fengu myndir frá pókerkvöldum fyrri ára að rúlla á skjánum og hitaði það svo í mönnum að taka í spil að það var tekið föstudagsmót. Oft höfum við haft eitthvað öðruvísi/undarlegt spil á föstudeginum en í þetta skiptið var ekkert planað og bara tekið hefbundið mót án endurinnkaupa.
Mikkalingurinn fann á sér að hann væri í stuði og vildi endilega hækka innkaupagjaldið en fékk litlar undirtektir. Hann var í fanta formi eins og hann hefur verið á öllu tímabilinu og endaði á að taka föstudagsmótið…góð upphitun fyrir síðasta mótið? Eða kannski ekki þ.s. hann sagði við Lucky í byrjun spils að ef hann yrði heppinn í kvöld gæti hann ekkert á morgun…og fékk sama svar til baka 😉
Laugardagshlaup
Samkvæmt dagskrá stjórnar var áætlað hlaup kl. 10 á laugardagsmorgni. Menn voru árrisulir og tilbúnir í hlaup klukkutíma fyrr og farnir út tíu mínútur fyrir 10 en á leiðinni var hlupið framhjá svefnbústaðnum þ.s. Lucky stóð í dyragættinni öskraði að klukkan væri ekki orðin 10 😀 en dagskráin hafði reyndar verið auglýst með fyrirvara um breytingar…en allt fór vel og hópurinn beið eftir Lucky sem skellti sér í hlaupafötin og hljóp með Mikkalingnum, Kapteininum, Massanum og Bóndanum. Menn fóru mislangt og bara eins og þeir vildu hafa það…var þetta fyrsta hlaup hjá Hlaupahópi Bjólfs?
Pottnum

Það var gott að komast í pottnum eftir hlaup, milli mála, í blíðunni…og bara hvenær sem mönnum datt í hug. Ekkert hægt að kvarta yfir pottnum í ár og enginn sem skvetti pottnum þó menn hafi hamast duglega þegar stress relief var hellt í og menn bursluðu vel til til að hrista upp í því.
Spænskt þema í matnum
Það voru breytingar í matarvenjum í ár og spænskt þema sem réð ríkjum…enda Massinn búinn að vera bústettur þar lengi og lært magt gott sem hann vildi deila með okkur.
Brunch í ár var Pan con Tomate con Aguacate og þó að einhverjir hafi nú hótað því að steikja sitt eigið beikon þá kom ekki til þess og allir sáttir með að prófa eitthvað nýtt þó að ekkert væri beikonið eða sýrópið 🙂
Það var tekið gott matrahlé þegar yfirkokkarnir (Massinn og Heimsi) keyrðu eldhúsið í gang í hléi og áfram hélt spænska þemað með fjalli af Bacalao con chanfaina sem rann ofan í mannskapinn.
Spilið
Það var allt í járnum fyrstu 2 tímana á meðan spilað var fram að hléi…einhverjir keyptu sig aftur inn og einhverjir unnu og töpuðu…en þegar kom að hléi var enginn afgerandi…sumir vel settir og aðrir rétt bara með byrjunarstaflann…en allt opið.
Eftir hlé fór menn að detta út einn af öðrum. Spilað var á tvemur borðum með sex á hvoru borði.
Spaða Ásinn tók að sér að vera fyrstur út og Mikkalingurinn næstur…klárt að hann kláraði kannski spilaheppnina á föstudeginum??? Hobbitinn var þriðji út og Heimsi fjórði og þá voru fjórir dottnir út og hægt að sameina á lokaborð…en fyrst þurfti að klára spil á öðru borðinu og þá duttu tveir út til viðbótar: Kapteininn og Iðnaðarmaðurinn og því aðeins sex sem settust saman á lokaborðið.
Lomminn lenti fljótlega illa í því með 2 litla spilapeninga eftir…en á tvemur höndum tókst hann að tólffalda sig upp og kominn aftur inní spilið…það dugði þó ekki lengra þar sem hann var fyrstur út frá lokaborðinu.
Bótarinn datt næstur út og þar með ljóst að Lucky færi með sigur í Bjólfsmeistarabaráttunni þar sem enginn gat komist hærra en hann.
Bóndinn tók bubble sætið sem fjórði síðasti út.
Bennsi tók 3ja sætið og skildi Hafnfirðingana Lucky og Massann eftir í lokarimmunni.
Sú rimma var stutt…eftir aðeins nokkur spil fór Lucky allur inn með 5♥5♠ og Massinn sá hann með Q♦J♣…í borð kom 7♣8♥Q♦ og K♣ á turn skildi bara eftir tvær fimmur í bunkanum til að bjarga lucky en 6♦ á river tryggði Massanum fyrsta bústaðasigurinn.
Sigurvegarar
Mikkalingurinn tók mótaröðina, Bótarinn í öðru og Lucky í þriðja. En í móti kvöldsins var það Massinn sem sigraði bústaðinn, Lucky í öðru og Bennsi í þriðja.

Bjórmeistarinn
Bóndinn var sá eini sem náði að landa bjórstigi í bústaðnum…en það dugði nú skammt á móti þeim 5 stigum sem Kapteininn var þegar búinn að landa fimm stigum og tryggði sér þar með Bjórmeistarann í ár…og annaðþriðja skiptið sem hann landar þeim titli.
7-2 keppnin fór sem segir:
5 stig – Kapteininn
4 stig – Lucky 4 stig
2 stig – Nágranninn
1 stig – Bótarinn
1 stig – Bennsi
1 stig – Bóndinn
Bjólfsmeistarinn 2022
Lucky náði lengst af efstu mönnum og landaði því 7. bjólsfmeistaratitlinum og fékk að launum fyrsta gula bolinn. Það var klárt að Mikkalingurinn hafði jinx-að sjálfan sig með föstudagsspilinu og Bótarinn náði ekki að komast lengra en Lucky til að koma sér upp fyrir hann.
Portret myndir
Hobbitinn var duglegur að mynda og tók portret myndir af öllum sem mættu…nema sjálfum sér en lét bara eina góða fylgja…hérna er gallerý af þeim myndum












Myndir
Nokkrar myndir sem ekki komust inn hérna að ofan










Áttundi í Bjólfi

Það voru nokkrir útvaldir sem mættu á fyrsta mótið í Þorlákshöfn (ekki Hveragerði eins og sumir héldu 😉 í nýju villuna hjá Heimsa. Ekki hægt að segja annað en vel hafi farið um menn…sumir mættu snemma og tóku pottnum áður en byrjað var að spila.
Þegar að sest var við spilið byrjaði heimavöllurinn á að gefa vel fyrir gestgjafan og þónokkuð af chippum sem færðust yfir á hann ásamt eina bjórstigi kvöldsins.
Röð þeirra sem duttu út
- Lucky ákvað að yfirgefa spilið fyrstur. Þrátt fyrir að hafa landað konunglegri litaröð þá fór kannski of mikið af heppninni í það spil…enda var hann búinn að hafa orð á því á leiðinni að hann og Bótarinn þyrftu að detta út snemma og Mikkalingurinn að komast langt til að jafna Bjólfsmeistarabaráttuna…þannig að honum fannst bara fínt að reyna að jafna þetta aðeins 😀
- Spaða Ásinn var næstur eftir að hafa lítið gengið og landað fáum spilum…kannski bara að spara sig fyrir bústaðinn?
- Bótarinn hafði átt erfitt uppdráttar frá upphafi og ákvað að segja þetta gott og sjá hversu langt Mikkalingurinn myndi saxa á hann.
- Heimsi sem hafði verið að safna grimmt spilapeningum játaði sig sigraðan á nokkrum hönum sem féllu ekki með honum.
- Hobbitinn sem fékk líflínu fyrr um kvöldið þegar það leit allt út fyrir að hann væri að detta út en slapp í split pot og fór á skrið eftir það…en dugði bara uppí bubble sætið.
- Mikkalingurinn endaði allur inn með Á♦2♦ á móti 6♦6♣ hjá Nágrannanum og þegar floppið kom 5♦5♠Á♥ leit allt vel út…þangað til 6♠ mætti á turn og breytti lægra parinu í hús og 8♠ á river breytti engu og Mikkalingurinn tók annað sætið.
- Gummi nágranni gerði sér lítið fyrir og rúllaði upp kvöldinu…enda mætti hann manna fyrstur og var búinn að liggja vel í pottnum og undirbúa sig
Örfáir fengur svo að gist í villunni og brunuðu svo í bæinn um morguninn og skildu Heimsa eftir í tiltektinni 😉
Yndisleg kvöldstund (og nótt hjá sumum) og frábær upphitun fyrir lokamótið/bústaðinn sem er á næsta leiti.
Bjólfsmeistarabráttan er æsispennadi með alla gömlu Bjólfsmeistarana jafna með 129 stig og Kapteininn 4 stigum á eftir þ.s. hann sleppti þessu kvöldi og gaf upp forystuna.
Lesa meiraHeimsi veðjar bara á hjarta um þessar mundir
Boðsmót Bjólfs 2022

Þá er loks komið að því aftur að við bjóðum gestum að spila með okkur. Við náðum mótinu 2020 saman (eins og myndin fyrir ofan ber vitni um) en í fyrra vorum við á netinu vegna Covid…en getum nú hist aftur miðað við núverandi reglur.
Eins og alltaf verðum við á Ljóninu og fyrirkomulagið einfalt, 4þ kall inn, engin endurkaup. Hver spilari fær 2×15þ chippa og getur haldið eftir öðrum (15þ. kr. staflanum) og átt inni ef hinn klárast eða sótt hann hvenær sem er fyrsta klukkutímann…þá fá allir hann sem ekki hafa sótt og spilað þar til sigurvegri situr eftir.
Mótið hefur nú fengið rétt nafngift sem Boðsmót og leggjum við þar með OPEN nafninu sem notast hefur verið hingað til. Bæði er það fallegra á okkar ylhýra sem og meira lýsandi um að mótið er aðeins aðgengilegt með boði frá Bjólfsmanni en ekki opið hverjum sem er.
Í ár munum við eins og oft áður hafa frjáls framlög til styrktar Minningarsjóð Jennýjar Lilju og þið sem viljið kynna ykkur það nánar bendum við á https://minningjennyjarlilju.is/ <3
Sjáumst á fyrsta Boðsmóti Bjólfs (og jafnfram því 12. 😉
Talaðu við þinn Bjólfsmann ef þig langar að vera með 😉
Fyrir þá sem vilja skoða hvernig fyrri mót hafa verið þá er hægt að fletta í gegnum fréttir af fyrri boðsmótum.
Lesa meira
Can you be more specific about the content of your article? After reading it, I still have some doubts. Hope…