Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Nýjustu fréttir

Breytingar á síðunni

Birt af þann 2. Mar 2019 Í Fréttir, Síðan | Engin ummæli

Smá tiltekt á síðunni og upplistun á hvað hefur breyst:

  • Tekið úr leiðakerfinu
    • Austurlandshluti af síðunni hefur ekki verið uppfærður í meira en 4 ár og er því ekki lengur til staðar í leiðakerfinu
    • Bók mánaðarins er einnig meira en 4 ára gamalt og því tekið forsíðunni
    • “Skrá á mót” tekið út þar sem við meldum okkur ekki lengur hér á síðunni
    • Video” tekið út í efstu línu, en er aðgengilegt undir “Myndir” (nokkur gömul og góða á þessari síðu líka) og tek betur til í þessu seinna.
  • Facebook login aftengt
    • Þar sem það var að valda smá vandræðum (hver sem er gat skráð sig inn) og auk þess er spjallið meira komið á annan stað. Enn er hægt að Skrá sig inná síðuna ef menn vilja setja inn efni hér á síðunni.

Lesa meira

Sjötta kvöld 9. tímabils lokið

Birt af þann 2. Mar 2019 Í Fréttir, Mót | Engin ummæli

Við settums beint við lokaborðið hjá Kapteininum í gærkvöldi þar sem aðeins sjö Bjólfsbræður komust. Nágranninn var með afgerandi forystu í mótaröðinni en þar sem hann komst ekki var ljóst að næstu menn áttu hörku keppni fyrir höndum þar sem fá stig skildu menn að.

Heimavöllurinn var að gera góða hluti fyrir Kapteininn sem byrjaði mjög stöðugt að stækka staflann sinn. Sjöur voru að gera góða hluti og dæmigerð hönd var þegar að QQ hjá Bótaranum fóru á móti 77 hjá Kapteininum og borðið var 832 með 5 á turn og Kapteininn kallaði og fékk 7 á river.

Fleiri voru að hitta á river og Mikkalingurinn náði því nokkrum sinnum á móti Lucky. Gott dæmi var JJ hjá Mikkalingnum sem litu ekkert allt of vel út á móti 79 hjá Lucky þegar að borðið var 689 og með 7 komin í borð á turn…en J á river bjargaði gosunum. Það er spurning hvort að heppnin hjá Lucky sé eitthvað að smitast yfir á aðra 😉

Mikkalingurinn náði að byggja sig vel upp á kostnað Lucky og tók forystuna á lokaspettinum. Iðnaðarmaðurinn tók bubble og Kapteininn endaði á að taka annað sætið og Mikkalingurinn átti góðan endasprett sem tryggði honum sigur á kvöldinu og í mótaröðinni.

Stigin

Stigataflan hefur verið uppfærð og takið eftir að röðunin miðast við mótin án OPEN en það er hægt að raða eftir stöðunni með OPEN mótinu með að raða eftir “M.OPEN” dálknum. Stigin hjá Eika og Lucky eru því hærri eins og er í þeim dálki þar sem þeir hafa mætt á öll móti og OPEN og allt talið saman í þeim dálk.

Engin bjórstig komu í hús þó menn hafi verið í góðu bjór-yfirlæti hjá Kapteininum sem bauð vel í tilefni dagsins. Timbrið datt út á síðustu stundu þannig að enginn gat gert upp bjórinn við hann og hafa því enn engir gert upp bjórskuldirnar sínar.

Takk fyrir heimboðið Kapteinn og allar veitingar og veigar =)

Næsta mót er 22. mars og þá byrjum við síðastu mótaröðina í 2018-2019 tímabilinu.

Lesa meira

Fimmta kvöldi 9. tímabils lokið

Birt af þann 9. Feb 2019 Í Mót | Engin ummæli

Það var sest beint við lokaborðið hjá Bóndanum þegar sex Bjólfsbræður hittust í gærkvöldi.

Lesa meira

Bjólfur OPEN 2019

Birt af þann 12. Jan 2019 Í Bjólfur OPEN | Engin ummæli

Níunda OPEN mótið hjá Bjólfi var haldið í gær og var það fámennara en oft áður og þónokkrir sem forfölluðust á síðustu stundu.

Það hjálpaði kannski Bjólfsmönnum að hafa ekki of marga gesti þannig að þeir áttu meiri möguleika að ná sér í verðlaun á mótinu 😉 en leikar enduðu þannig að Gummi nágranni náði sér í 3. sætið og Guðmundur (geestur) varð að láta sér annað sætið að góðu verða þar sem Mikkalingurinn spilaði allra best og stóð uppi sem sigurvegar í ár.

Verðlaunafé var um 60þ (30+20+10 fyrir fyrstu 3 sætin) og eins og síðustu ár vorum við með styrktarpottinn okkar sem í safnaðist um 55þ í, þannig að það er gaman að geta nýtt mótið til að taka þátt í minningarsjóði Jennýjar Lilju Gunnarsdóttur.

Að ári verður 10. OPEN mótið okkar og þá sláum við jafnvel upp enn veglegra móti og sláum þátttökumetið okkar =)

Lesa meira

Bjólfur OPEN 2019 í kvöld

Birt af þann 11. Jan 2019 Í Bjólfur OPEN | Engin ummæli

Þá er komið að því að halda árlega OPEN mótið þar sem Bjólfsmenn bjóða vinum og vandamönnum.

Helst reglur má finna undir almennar reglur og alltaf gott að lesa yfir siðareglur Bjólfs 😉

Heltu atriði:

  • Buy-in & Re-buy eru 3þ. krónur og gefa 15.000 chippa
  • Ótakmarkað re-buy fyrsta klukkutímann
  • Re-fill er leyfilegt í hléi sem er eins og re-buy en fyllir leikmann aðeins uppí 15.000 chippa (ef einhverjir lenda í því að verða mjög “litlir” í hléi þá geta þeir komist á byrjunarreit).
  • Skráning er í gegnum Bjólfsmenn og verða gestir að vera boðnir og skráðir af Bjólfsmanni til að vera með…talið við ykkar mann og passið að hann skrái ykkur til leiks.
  • Styrktarbikarinn fyrir minningarsjóð Jennýjar Lilju Gunnarsdóttur verður á staðnum og hvetjum við alla að taka þátt…síðasti OPEN sigurvegari var gjafmildur sem og aðrir gestir og eiga skilið þakkir.
  • Spilið byrjar kl. 20:30 föstudaginn 12. janúar og munum við mæta 19:00 og eiga góða stund saman yfir mat og drykk áður en leikar hefjast á Rauða ljóninu.

    Þetta er í níunda sinn sem við höldum OPEN mót og hlökkum mikið til að hittast í kvöld með góðum vinum.

    Myndir frá fyrsta OPEN 2010 má finna
    hér

    Lesa meira
    1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…